1127 - Ríkisstjórnarsál

Það er undarlegt með þessa sál. Skyldi hún vera til? Er hún þá í öllum lifandi verum? Hvernig skyldi veirusál vera? Samanherpt? Eru útrásarvíkingar með sál? Og stjórnmálamenn? Davíð Oddsson jafnvel líka? Best að hugsa ekki of mikið um þetta. Sálarlaus vil ég ekki vera. Rétt að fela hana samt. Kannski ætlar einhver að stela henni.

Auðvitað veltir maður ýmsu fyrir sér í sambandi við breytingar á ráðherraliði. Ekki líst mér neitt illa á að Álfheiður Ingadóttir og Kristján Möller víki úr stjórninni. Ögmundur er búinn að bíða nokkuð lengi eftir að komast þangað aftur og ef tekst að koma Jóni Bjarnasyni í burtu er ég nokkuð sáttur við þessar breytingar. Auðvitað skiptir afstaðan til ESB máli og ríkisstjórnarsamstarfið mun að lokum springa á því máli. Aðalspurningin í þessu öllu hlýtur að vera hvort Steingrímur Jóhann hefur enn nægilegt vald á sínum flokki. 

Hvernig til tekst með Alþingi á næstunni og hvaða áhrif þessar breytingar hafa á valdabaráttuna innan Samfylkingarinnar eru stærstu spurningarnar. Auðvitað er líka forvitnilegt að sjá hvaða áhrif þetta hefur á landsmálin í heild og stjórnmálaástandið.

Þessar breytingar gætu þýtt að baráttan innan Samfylkingarinnar standi einkum milli Guðbjarts og Árna Páls. Útilokað er að Jóhanna veiti forystu til langframa og ISG á varla afturkvæmt.

IMG 2938Hvað er eiginlega á seyði þarna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ágætlega líst mér á að Álfheiður Ingadóttir verði sett af. Hefði fremur viljað horfa á eftir Árna Páli en Möllernum. Jón Bjarnason á að sitja áfram, veitir ekki að einhverri alvörurödd á móti ESB mjálminu!

Sigurður Hreiðar, 2.9.2010 kl. 12:00

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þeir eru eitthvað að gogga sig saman, sýnist mér.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.9.2010 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband