22.8.2010 | 00:03
1116 - Trúboð DoctorE
Hér talast við mitt ego og mitt alter ego. Mér finnst einfaldlega henta vel að koma ýmsu til skila í samtalsformi.
E: Svanur Gísli er að rökræða um trúmál við Doksa. Guð hjálpi honum.
A: Já, hann kallar yfir sig mikinn fjölda af athugasemdum, en til hvers?
E: Mér finnst DoctorE reka eins konar trúboð. Hann vill að sem flestir hugsi á líkan hátt og hann. En hver græðir á því? Ekki hann.
A: En himnafeðgarnir tapa.
E: Já, þannig virkar trúboð. Er ekki trúleysi trúboð? Um það deildu Kiddi og Grefill sem frægt er orðið. Peningar koma málinu ekkert við. Ekki heldur barnaníð, sorg eða aðrar kenndir. Heldur ekki rökfræði eða jólasveinar.
A: Ibexinn var sniðugur. Ef doctorE líkist honum en trúmenn kallinum þá vil ég Ibexinn frekar. Finnst þetta myndband samt ekki innlegg í trúmálaumræðu.
E: DoctorE hefur heilmikið fyrir þessu trúboði sínu. Safnar miklu efni úr erlendum fjölmiðlum og dreifir því. Tekur líka mikinn þátt í trúardeilum.
A: Eins og þú.
E: Ég reyni nú að vera fjölhæfari og minnast á fleira. Vara mig líka á Morgunblaðsguðunum. Það eru mín trúarbrögð.
A: Hahaha. Góður þessi. Er Dabbi þá sama og Sússi eða Guddi?
E: Eiginlega.
A: Tölum um annað. Dabbamál leiða bara að hruninu. Það viljum við umfram allt forðast. Þetta er að verða eins og hver önnur pólitík.
E: Sem er slæm tík.
A: Já, ekkert betri en rjómatíkin hans Kiljans.
E: Svanur Gísli saknaði trúleysingjanna sem venjulega láta til sín heyra í svona málum. DoctorE var eiginlega einn á móti öllum þarna. Og þó ekki.Margir eru sammála honum um sumt.
A: Er búinn að pæla í gegnum fleiri komment hjá Svani. Mér finnst þau skemmtileg. Villi í Köben svarar kallinum eiginlega af mestum krafti.
E: Já, en ég er samt á móti honum. Hann réðist einu sinni á mig að ósekju og ég studdi Doksa þegar hann var rekinn af Moggablogginu. Er tvístígandi í þessu sem öðru.
A: Þú ert bara blaðrari sem þarft heilt blogg þegar flestir láta sér nægja stutt komment.
E: Nú er ég sár. Ég sem reyni alltaf að vera stuttorður og gagnorður.
A: Komment eru blogg og blogg eru komment. Voru það ekki Moggabloggsguðirnir sjálfir sem útmáðu skilin þarna á milli?
E: Í kommenti ertu ofurseldur öðrum. Í þínu eigin bloggi ræður þú öllu.
A: Ásamt Moggabloggsguðunum. A.m.k. í þínu tilfelli.
E: Ég kann að umgangast þá.
A: En Doksi ekki, eða hvað?
E: Er blogg trúarbrögð?
A: Já, hjá þér.
E: Tölum um eitthvað annað. Hvað er klukkan?
A: Málmur og gler og mælir tímann.
E: Ertu genginn í barndóm, eða hvað? Svona tilsvör þóttu skemmtileg þegar ég var ungur. Aðeins meira vit en þetta ættirðu að hafa í fórum þínum.
A: Veit ekki hvort ég vil eyða því í svona innihaldslitlar umræður.
E: Hvað er merkilegra en trúmál?
A: Heimspeki.
E: Þykist þú vera einhver heimspekingur?
A: Meiri en þú.
E: Pabbi minn er stærri en pabbi þinn og ég skal láta hann lemja þig. Svona rök eru lítils virði.
A: Hvort eigum við heldur að tala um blogg eða heimspeki?
E: Heimspeki bloggsins. Annars vorum við að tala um trúmál og DoctorE.
A: Mér finnst þetta trúmálastagl jafnleiðinlegt og hrunfréttir.
E: Hvað eigum við þá að tala um?
A: Ekkert.
E: O.K. Hættum þessu þá.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Heimspekingar eru ekki til... svo var "auto-complete" svarið í ruslpóstvörninni hjá þér rangt ;)
DoctorE 22.8.2010 kl. 01:20
Mér finnst doktorinn bæði fínn og fúll.
Mér finnst hann fínn þegar hann talar á móti trú ... ekkert að orðlengja hlutina ... bara beint í efnið ... en svo finnst mér hann fúll þegar hann setur samansemmerki á milli trúar og heimsku og heilaþvottar. Ég þekki nefnilega fullt af trúuðu fólki sem er hvorki heimskt né heilaþvegið heldur eitthvert besta og fordómalausasta fólk sem ég hef kynnst á mínum fimmtíu árum.
Hins vegar getur doktorinn ekki annað en verið góð sál inn við beinið. Það sé ég á því hvað honum finnst kettir skemmtileg dýr. Allir sem kunna að meta ketti eru góðir inn við beinið. Það hef ég lært.
Hólímólí 22.8.2010 kl. 01:43
Hey ... og bara til að hafa það á hreinu þá er Hólímólí alter egó Grefilsins ... sem snýr bráðum aftur á nýju bloggsíðunni sinni, aldrei ferskari.
Hólímólí 22.8.2010 kl. 01:48
Ég set ekki samasem merki á milli trúar og gáfnafars... Ég tengi trú fullorðna 90%+ við forritun í æsku... trú er algerlega tengd heilaþvotti.. hvað þú átt heima, hverja þú umgengst.. gengi þitt í lífinu..
Það sem okkur er sagt í æsku mun loða við okkur svo lengi sem við lifum.. já jafnvel maður sem hefur sjálfur afneitað trú en verið alin upp við trú.. getur hæglega stutt við trú... rétt eins og hann gengur yfir götu ef hann ,ætir svörtum ketti, vegna þess að amma hans sagði að svartur köttur boði ógæfu.. Já hann gæti farið að kasta salti yfir axlir sínar í forvarnarskyni, banka 7,9,13... eða hvaða vitleysu sem er.. sem hann/hún nam sem barn... Það er ástæða þess að biblían segir: Leyfið b0rnunum að koma til mín... börn eru svampar og segulbandstæki
DoctorE 22.8.2010 kl. 01:55
Er þá ekki öll reynsla og upplifun sem hefur áhrif á líf manns í æsku heilaþvottur samkvæmt þinni skilgreiningu?
Hólímólí 22.8.2010 kl. 02:01
Jú öll okkar reynsla sem börn mun hafa áhrif á líf okkar... allt það sem við kennum börnum er breytinum umvorpið..(Umvorpið er það nýtt orð)...;)
Aðeins eitt fag er kennt sem fellur ekki undir ákvæði um endurskoðun og breytingar(Well breytingar gerast ef trúarsöfnuðir miss spón ú aski sínum vegna fáránlegra laga Gudda)
Ríkiskirkja íslands hefur fylgt lögum Gudda, sem við árið 2010 erum ekki að fíla; Eins og að konur séu ekki menn... að samkynhneigðir séu réttdræpir... Já meira að segja samkynhneigðir telja að Sússi fíli þá í botn, að það sé frábært að gifta sig innan trúar sem hreinlega hatar þá... Sem orsakaast af því að samkynhneigðir voru líka börn, bðrn sem töldu að Guddi elskaði alla skilyrðislaust... FAIL
Meintur Guddi elskar bara þá sem fjölga í söfnuði... konur eru útungunarvélar fyrir söfnuði... Og Guddi sagði(Var ekki Guddi)... fjölgið ykkur eins og rottur, gerið okkar þjóðflokk mestan og besta þjóðflokkinn.
Trúarbr0öðð eru tribalismi... Og þú HólíMólí ert sjálfur oferseldur þessum tribalisma... tribalismi sem gengur út á: Us and Them... í stað þess að snúast um okkur öll; Trú er pólítík, skipulögð trú that it; Hver sá sem er í skipulögðum trúarbrögðum, eða byggir sína trú á trúarritum; Sá hinn sami er leiksoppur.
DoctorE 22.8.2010 kl. 02:24
Já, jæja ... hvað segirðu ... alltaf í boltanum?
Segðu mér annars eitt, doktor. Hefurðu einhvern tíma skirfað um eitthvað annað en eitthvað tengt trú og trúarbrögðum?
Hvað viltu t.d. segja um ketti?
Hólímólí 22.8.2010 kl. 02:36
... og þeirra útsýni yfir lífið og tilveruna? Kattanna, altso.
Hólímólí 22.8.2010 kl. 02:37
Já ég hef reynar skrifað mun meira um forritun en yfirnáttúru... Ég veit ekki hvað gerðist hjá mér... ég sem aldrei spáði í trúmálum las í fréttum að prestar ættu að fá aðgengi að börnum í skólum.... Ég bara WTF, hvað er í gangi hér eiginlega, hvað er verið að láta presta valsa á meðal barna og forrita þau á einhverri vitleysu... .Og hér er ég, gaur sem vill einna helst vera í góðum fíling með kisu... að vera guð yfir fiskabúrinu mínu.. Hér er ég orðin að one man army að berjast gegn öllu sem ég tel vera svindl.. uhhh sem ég veit að er svindl.
Mér ætti kannski að vera skítsama.. ég ætti kannski ekki að vera að eyða svona miklum tíma í þetta... ég græði ekki neitt.. það er ekki eins og ég eigi eftir að vera hér forever.... Það er eitthvað náttúrueðli sem hvetur mig áfram, verð að viðhalda mannkyninu....
Málið er að mér væri skítsama um þetta allt ef guð væri til.. Lífið okkar meikar ekki neinn sense ef guðir væru til... lífið okkar eina er einskis virði ef annað og betra bíður ef við skrifum undir pólitík X.
Málið er að trúarbrögð gera lífið einskis virði... þú ert með vara lúxuslíf sem er miklu betra í alla staði. Trúarbrögð gera guði að fávitum.
DoctorE 22.8.2010 kl. 03:05
Þetta með geitina var bara tilraun til að fá smá léttleika í umræðuna. Mér hefur stundum fundist þetta myndband lýsa minni upplifun af rökræðum við suma trúleysingja, sérstaklega D. En það kann að vera að þeir hafi margir hverjir sömu upplifun af mér.
Er sammála þér með að að mörgu leyti er meiri heiður að vera líkt við þessa geitategund en svona pirrandi Spánverja. Geitin er mjög seig og harðger skepna.
Mér finnst D. fara yfir strikið margoft. Hann var að ráðast að manneskju í sorg vegna missis tveggja barna og það er skítleg framkoma að mínu mati.
Það er eins og sumir öfgatrúleysistrúboðar hafi enga sómakennd eða nærgætni gagnvart fólki, t.d. í sorg eða áfalli út af erfiðum atburðum. Hef séð fleiri dæmi um það.
Theódór Norðkvist, 22.8.2010 kl. 03:24
Ég fer aldrei yfir strikið Theodór... ég er bara að segja það sem þú vilt ekki heyra... En hey, ég drepst líka.. ég þarf að sætta mig við raunveruleikann... Einn góðan eða vondan veðurdag verð ég dauður.. ég á eftir að missa ættingja og vini áður en ég drepst, það gæti verið barnið mitt.... Það ógeðslegasta sem ég get hugsað mér að gerist í þeirri aðstöðu er að maður gangi að mér og segi að barnið mitt sé hjá bossinum í hans trúarbrögðum... Ég hugsa að ég sem hef aldrei beitt ofbeldi ætti í erfiðleikum með að buffa ekki viðkomandi.....
DoctorE 22.8.2010 kl. 03:48
Málefnalega er ég sammála DoctorE í flestum atriðum. Á leið mannsins til frekari þroska eru trúarbrögð helsta hindrunin. Langverst er eingyðingsátrúnaður, Kristni, Múhameðstrú, Gyðingdómur sem og önnur afbrygði.
Málið er að trúarbrögð gera lífið einskis virði... þú ert með vara lúxuslíf sem er miklu betra í alla staði.
Lauk rétt hjá DoctorE, við hugum ekki næganlega að því, að við eigum ekki neitt annað líf, fáum aðeins þennan eina séns. Tilgangurinn? Sá sami og allra lífvera, fæðast, afrita sig og deyja. Því betur sem við þroskum vitund okkar og visku, því líklegri erum við til að skila af okkur hæfari afleggjurum, þar sem hæfi foreldra skilar sér til næstu kynslóðar.
Í lífríkinu hefur mannkynið sérstöðu, hæfi þess við að koma þekkingu til skila og meðtaka hana er einstök, og getan til aðlögunar breyttra lífsskilyrða, er óþekkt meðal "æðri" dýra. Við, eigum því alla möguleika á því að vera ráðandi lífveran á þessari jörð um alla framtíð og hugsanlega dreifa okkur um óravíddir alheims.
Hætta steðjar þó að. Síðustu 1500-2000 þúsund ár hefur skelfileg hugsýki breiðst út meðal manna. Sjúkdómur sem veldur því, að í stað þess að flytja visku og þekkingu milli kynslóða, er ungviðið fyllt af bábiljum og lygasögum sem allir vita þó að geta ekki staðist, en með innrætingu allt frá fæðingu verður bullið að trú á galdraveröld þar sem lífið er bara plat, en dauðinn lífið.
Vandinn er sá,að sú snilldar uppfinning mannkyns, að ná sér í andlegan styrk með bænum til æðri máttarvalda, hefur með tilkomu himnaskeggs valdið niðurbroti á framþróun rökhyggju. Allir vita að þetta er della,en trúa samt á það!
Áður voru guðir fyrir hitt og þetta, og væru þeir til mikilla vandræða skiptu menn þeim einfaldlega út. Öll(eða nánast) vitum við,að í vanmætti okkar á erfiðum stundum, má sækja styrk og mikla andlega orku með bæn eða ákalli til æðri máttarvalda. Hvers vegna svo er hef ég ekki hugmynd um, en þetta hefur reynst mannkyni mjög vel frá upphafi vega. Krómagnon menn greftruðu þá dauðu með viðhöfn sem bendir til átrúnaðar.
Þeim sem aðhyllast trúarbrögð vita að biðji þeir til, síns Guðs, þá virkar það, en flaska illilega á því,að þeirra Guð er einungis ein af óteljandi aðferðum til að ná sér í orku frá alheimi eða eigin heila til að takast á við það sem er óyfirstíganlegt eða virðist vera það.
Sá sem er alin upp í þorpinu við fljótið, sem mestu lífsbjörgina gefur, biður til Guðs fljótsins og öðlast sömu hugarró og sá sem notar himnaskegg. Þorparinn er þó mikið betur settur en heilaþvegni eingyðingstrúarblesinn, því bregðist fljótið þrátt fyrir allar bænir, þá hefurðu þú verið plataður, biður guð vindsins um að feykja fíflinu fyrir krókódílana og prófar hvort guð krókana verði þér ekki þakklátur.
Sá hryllingur sem á sér stað í flestum ríkjum sem nota leið Múhameðs að Guði, er slík afturför á leið mannsins til andlegs þroska, að slíkt hefur vart nokkur tíman gerst fyrr. Í heimi Krists er ástandið mikið betra, en ekki gekk nú þrautalaust að berja af sér þá andlegu fjötra sem fulltrúar Krissa höfðu lagt á allt sem til framfara gat talist. Uppgangur skilningslausra eingyðingsfáráða í Bandaríkjunum,er farin að standa vísindum þar fyrir þrifum og ef ekki verður gripið til harkalegra gagnráðstafana hið fyrsta gæti áður en varir orðið til geigvænlegt ofsatrúar ríki.
Dingli, 22.8.2010 kl. 09:43
Skemmtilegt leikrit Sæmi :)
Doctorinn svaraði aldrei megin spurningu færslunnar, hvers vegna hann er að amast út í það sem hann telur vera ranghugmyndir og heilaþvott, þegar þær eru nauðsynlegur hluti af hinum meðvitaða hugsandi heila. - Hann gerir sér eflaust grein fyrir mótsögninni sem er fólgin í að berjast gegn einhverju sem er afleiðing þróunar og náttúrvals því engu öðru er til að dreifa í lífssýn hans.
Svanur Gísli Þorkelsson, 22.8.2010 kl. 14:10
Ég afneita slíku bulli eins og að trúleysi sé trúboð. Vera má að DoktorE hafi í frammi trúleysisboð, en slíkt er þá trúleysisboð en ekki trúboð. Sjálfur er ég trúlaus/guðlaus án þess að ég sé að boða það eða bera sérstaklega á torg.
Umræða Grefilsins og félaga hans var marklaus frá upphafi, því hún byggðist á spurningunni hvort trýleysi væri trú. Sem er álíka umræðunni hvort svart sé hvítt. Vitanlega eru tilfelli þar sem menn eru heitir í sannfæringu sinni, svona eins og DoktorE og Gunnar Þorsteinsson, en að alhæfa um að trýleysi sé trú er tóm firra.
Sé spurningin röng er ekki við henni neitt rétt svar.
Brjánn Guðjónsson, 22.8.2010 kl. 15:47
Já, en Brjánn ... þarna segirðu einmitt að það sem er í gangi hjá þeim sem hafa sig mest í frammi fyrir hönd trúleysingja sé einmitt trúleysisboð. Hvort tveggja er einmitt "boðun" á ákveðinni stefnu og eini munurinn er að þessar stefnur fara hvor í sína áttina, önnur til trúar, hin til trúleysis.
Vissulega er svart ekki hvítt og hvítt ekki svart fekar en að blátt sé rautt eða rautt sé blátt en hvort tveggja er samt litur (eða skuggi í tilfelli svart/hvíta dæmisins).
Og það er þetta sem deilt er um og trúleysisboðberarnir vilja ekki fyrir sitt litla líf viðurkenna að sé rétt.
Trúleysisboðarnir eru að "selja" svartan bolta á meðan trúboðarnir eru að selja hvítan bolta. Þegar trúleysingjunum er bent á að báðir séu samt að selja bolta þá neita þeir því og segja ...
Trúlaus: Nei, minn er svartur, þinn er hvítur og þess vegna er þetta ekki sami boltinn.
Trúaður: Já, en ... ég sagði ekki að við værum að selja sama boltann, ég sagði að báðir væru samt sem áður að selja bolta.
Trúlaus: Já, nei, nei, það stenst engin rök því svartur bolti er ekki það sama og hvítur bolti.
Trúaður: Já, en það er bara alls ekki það sem ég er að segja. Ég er að benda þér á að jafnvel þótt trúleysingjar séu að selja svartan bolta og trúaðir að selja hvítan bolta þá eru báðir aðilar samt sem áður að selja BOLTA ... skilurðu það ekki?
Trúlaus: Nei, enda er þetta röng fullyrðing vegna þess að svartur bolti er alls ekki það sama og hvítur bolti.
Trúaður: #$#%%# ... já en skilurðu ekki maður að við erum alls ekkert ósammála um það og ég veit að svartur bolti er ekki eins og hvítur bolti. en liturinn á boltanum breytir samt ekki þeirri staðreynd að hvort tveggja eru BOLTAR, rétt?
Trúlaus: Nei, það stenst enga skoðun því svartur bolti er langt frá því að vera eins og hvítur bolti.
... Og svo framvegis. Þetta er mjög skýrt dæmi um þá meinloku sem herjar á þá sem boða trúleysi ... þeir vilja ekki sjá að þar með eru þeir að boða nákvæmlega sama hlutinn þótt vissulega sé annað trúleysi og hitt trú.
Það er út frá þessum punkti sem ég t.d. segi að trúleysi sé samt sem áður það sama og trú ... að svartur bolti sé samt sem áður bolti, alveg eins og sá hvíti.
Hólímólí 22.8.2010 kl. 17:12
Það er hroðalegt hvernig Guð er komin með slæmt orð á sig vegna biblíutrúarfólks sem vilja reka Guðsorð ofan í kok á fólki.
Sumir dónalegir sem er allt í lagi og svo koma sumir og eru bara ógeðslegir í predikum sínum. DoktorE er oftast aldrei dónalegur bara trúr sinni sannfæringu. Þess vegna fær hann aldrei vinnu í neinni kirkju... :)
Stundum verða umræðurnar um Guð eða ekki Guð, þannig að þær minna helst á hugsanlegt eintal unga í hænueggi.
Ungin er að reyna að gera sér grein fyrir veröldinni sem hann lifir í. Að sjálfsögðu getur hann ekki hugsað lengra enn að skurninni.
"Ætli það sé til Alheimshæna sem verpti "heiminum" sem ég er í eða er öll tilveran bara þetta egg?" spyr unginn sjálfan sig.
Trúir fóstrið í maga mömmunar á líf eftir fæðingu? Fullt af getgátum eru til og fullt er af fólki sem er að reyna að leysa lífsgátuna.
Alla vega verður hún ekki leyst af trúlausum. Ég vil meina að þeir byggi tilbúna skurn utan um sig og kalla sinn Guð fyrir vísindi...
Óskar Arnórsson, 22.8.2010 kl. 19:02
Trúleysi og trú eru hvort um sig lífsskoðanir.
Svona er skipuritið:
Lífsskoðanir:
Trú: (t.d. íslam, kristni, hindúismi, sum form búddisma)
Trúleysi: (t.d. húmanismi, konfúsíanismi, sum form búddisma)
-
Það er síðan hægt að tala um dogmatíska fylgni við hugmyndir af hvaða tagi sem er sem trú.
Það er líka hægt að tala um allar fullyrðingar sem trú, þar sem ekkert er endanlega sannanlegt ef rökun eru rakin til fumforsendanna.
-
En séu menn að tala um muninn á því að trúa á æðri mátt annars vegar og að trúa ekki á æðri mátt heldur byggja skoðanir sínar sem mest eða nánast alfarið á staðfestanlegum upplýsingum, nú þá er ekki óeðlilegt að kalla annað trú og hitt trúleysi.
Þetta verður oftast ljóst þegar í ljós kemur að það eina sem skilur að hugmyndir trúaðs manns og trúlauss manns er afstaðan til æðri máttar. Þeir telja sig vita flest alla hluti á sama hátt og kalla þá hluti ekki trú, t.d. að á morgun komi dagur, en annar trúir auk þess á æðri mátt sem hefur óútskýranlega og ósannanlega eiginleika.
Þetta síðasta er augljóslega trúin sem skilur þá að, hvað sem öðru líður - ef menn eru á annað borð búnir að fallast á að tala um hlutina á svipuðum nótum.
Annar boltinn er svartur, hinn er hvítur, en bara ef verið er að tala um lífsskoðanir.
Þegar farið er á neðri hæðir skipuritsins eru báðir með lífsskoðanir og siðfræði og heimspeki, en annar einfaldlega auk þess að selja bolta og hinn er ekki að selja bolta, heldur boltaleysi.
Kristinn Theódórsson, 22.8.2010 kl. 22:20
Kristinn: Hvernig byggir fólk skoðanir sínar "alfarið á staðfestanlegum upplýsingum"? Hver eða hvað á að staðfesta upplýsingarnar? Það sjálft eða einhverjir aðrir? Eru það kristnir vísindamenn eða trúlausir sem eiga að staðfesta upplýsingarnar, eða félagarnir í klúbbnum?
Þetta er eins og hver önnur klisja sem fólk slær um sig með en verður ansi mikill spóavæll við nánari skoðun. -
PS. Fylgjendur Knfúsíusar trúa klárlega á guðdóm, líf eftir dauðann og tilvist andavera.
Engin form Búddisma gera ekki ráð fyrir Nirvana sem andlegu ástandi eða andlegu aðsetri.
Svanur Gísli Þorkelsson, 22.8.2010 kl. 22:40
1.Trú: á ekki neitt sérstakt nema að skipulagður kraftur liggi til grundvalla öllu sem til er og að hann sé jafn raunverulegur og þyngdarlögmálið...Guð er útskýranlegur og það einfaldasta sem til er fyrir hvern og einn persónulega... menn skipta um skoðun eins oft og þurfa þykir og kallast það "þróun" eða "ást" eða hvað sem hverjum og einum finnst þægilegast. Engar kirkjur þarf né sérstök rit og algjört trúfrelsi.
2.Trúleysi: (t.d. húmanismi, konfúsíanismi, sum form búddisma) eða engin trú...
3.Trúarbrögð: (t.d. íslam, kristni, hindúismi, sum form búddisma) eru skipulögð pólitík þar sem menn vinna að sameiginlegri hugsun, sömu hugsun og trú verður rétt eða röng, stangast gjarna á við önnur trúarbrögð. Ekki má skipta um skoðun á neinu og ekkert trúfrelsi innan trúarbragða.
Trú í mínum skilningi er ekki það nákvæmlega sama og lífsskoðun. Ég myndi aldrei reyna að útlista fyrir nokkrum manni mína trú því hún gæti þurft á leiðréttingu að halda á morgun...að mínu mati verður hún betri og betri með hverjum deginum einmitt þessvegna... verði hún verri vil ég geta breytt stefnunni...mín lífsskoðun varð til þess að ég fékk áhuga á trú yfirleitt. Trúarbrögð hafa haldið áhuganum niðri árum saman...
Óskar Arnórsson, 22.8.2010 kl. 22:45
Þú klipptir af miklum heiðarleika af setningunni orðin: "sem mest eða nánast"
Þetta er auk þess útskýrt í seinni hlutanum. Menn hér á landi t.d. eru almennt sammála um næstum allt sem viðkemur eðli hins daglega heims og líta á það sem sannað að því marki sem hægt er, en aðeins annar bætir við þessum æðri mátti.
Ja, í þessu tilfelli varstu bara að snúa út úr og sleppa því að leggja þig fram.
Nei, það er allur gangur á því hvort menn líti á þetta sem veraldlega heimspeki eða trú.
Einmitt, andlegu ástandi, en alls ekki endilega yfirnáttúrulegu.
Þeir sem túlka kristni sem heimspeki og orð Krists sem veraldlega speki og himnaríkis sem hugarástand eru á sama stað. Þeir eru ekki trúaðir í þeim skilningi að þeir trúi á æðri mátt.
Kristinn Theódórsson, 22.8.2010 kl. 23:10
Trú er kannski meira hluti af lífsskoðun, en lífsskoðun í sjálfu sér. Fellur undir mengið.
Kristinn Theódórsson, 22.8.2010 kl. 23:26
Kristinn: Heimspeki Konfúsíusar eru bæði trú og trúarbrögð eins og hún hefur þróast. Langflestir fylgjendur hans trúa á tilvist guðdóms, anda og líf eftir dauðann. Þú getur engan veginn talið fylgjendur hans til trúleysingja.
Þetta með Búddistana er útúrsnúningur hjá þér Kristinn. Þeir eru allir trúmenn og teljast sem áhangendur trúarbragða sem gera ráð fyrir andlegum veruleika sem þið trúlausir afneitið. Þeir teljast ekki til til trúlausra heldur.
Kristinn skrifar;
Væntanlega eru það fleiri en tveir menn hér á landi sem hafa eitthvað um þetta að segja Kristinn :)
Ég held að þú ofmetir sameiginlegan þekkingar og/eða trúargrunn Íslendinga nema um hið augljósasta og því sem ekki skiptir neinu máli, þegar kemur að mótun lífsskoðana.
Svanur Gísli Þorkelsson, 22.8.2010 kl. 23:30
Á wikipedia eru þetta kölluð quasi-relgious menning, En Konfúsúsar mega alveg vera í hinum flokkunum fyrir mér, ég var bara að sortera gróflega.
Þetta er ekki rétt. Það er til fullt af fullkomlega sekúlar búddistum sem líta á hugtökin sem lýsingu á einhverju veraldlegu sem ég t.d. hafna ekki. Sjálfur er ég áhugamður um búddísk fræði, en túlka ekkert þar sem yfirnáttúru eða eitthvað sem aðeins er hægt að gera með búddisma. En það skiptir mig heldur engu máli, færðu þá á milli ef þú vilt.
Má vera. En ég á ágæta vini sem eru trúaðir og heimsmyndin er bara sú sama fyrr utan þetta atriði; trú á æðri mátt. Það er því augljóslega ekkert mál að kalla það trúleysi að trúa ekki á æðri mátt.
Kristinn Theódórsson, 22.8.2010 kl. 23:39
Ég vil ekki trúa því Svanur, að í haus-verki þínu hafi brotnað fjöður líkri þeirri sem brast hjá Hólí Gref. við svipaðar aðstæður.
Hvurslags spurningar eru þetta eiginlega?!?!No.1 Aðeins frá lokum WW-II hafa 100.000+ mannsveskjur, sagst hafa hitt geimverur. Ég byggi skoðun mína á sannleiksgildi frásagnanna á því, að ekki í eitt einasta sinn, hafa óhrekjanlegar sannanir verið lagðar fram. Skoðun mín er því sú, að um bull og vitleysu sé að ræða.
Geimskip yfir borg þar sem allir borgarbúar sjá það, fréttastofur dreifa myndum af því í beinni þegar það lendir, og best væri að vera sjálfur á staðnum. Þetta teldi ég staðfestingu.
Frásögn af grænum eða fjólubleikum bláeygðum dvergum, sem veifuðu regnhlíf Merry Poppins í takt við þjóðsöng Atlandis þegar þeir gengu frá borði, tryði ég ef ég sægi það sjálfur, annars ekki!
No.2 no.3 no.4 no.5 Sama svarið er við þeim öllum: Hver eða hvað HVAÐ? Hvaða upplýsingar þarf að staðfesta. Við gerum ráð fyrir því svona í daglegu lífi að samskipti fari þannig fram að þau séu sannleikanum samkvæm. Margt vitum við að er rétt annað er sennilega rétt sumt er ótrúverðugt, en það er engin að gera sér rellu út af þessu.
Það eru fréttir eða frásagnir af atburðum sem eru utan þess að hægt sé að trúa þeim án ÓYGGJANDI staðfestra sannana sem verið er að tala um.
Í 2000 ár hefur himnapabbi passað okkur öll, en samt getur engin sýnt fram á að hann sé til. Ekkert líkindakjaftæði, sögur af illsku hans eða gæsku, né nokkuð annað, EN SKOTHELD ÁÞREIFANLEG SÖNNUN ER GILD! Og hversvegna er þetta svona erfitt? Ef ég segist eiga gullkött og engin trúir mér, þá sýni ég þeim bara þann hlandgula, ef ég á hann - og málið steindautt!
Dingli, 23.8.2010 kl. 00:20
Dingli reit;
Hvað ef málið er einmitt það að kanna öll málsatrið fyrir sig og ákveða svo. Hvað ef það á ekki að vera augljóst og fyrirhafnarlaust að þekkja Guð eða verða fullviss um tilvisst hans. Hvers virði er hið auðfengna? Þú ættir að skilja það því efnahagskerfi heimsins er meira að segja byggt á þeirri forsendu að hið fagurfræðilega og sjaldgæfa sé mikils virði.
Við erum að tala um hvar og hvernig andleg verðmæti verða til, ekki bara hlandgula ketti sem þó engin getur smalað.
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.8.2010 kl. 00:32
Svanur, ég get vel sagt þér hvað eða hver Guð er. Guð er það sem hver og einn leggur átrúnað sinn á og beinir bænum sínum að. Guð er því, og getur verið hver eða hvað sem er!
Hvar og hvernig andleg verðmæti verða til, er svolítið þyngra. Þar þarf líka fyrst að skilgreina hvað telja skal til verðmæta í þessu tilliti og hvað má fara í köttinn.
Dingli, 23.8.2010 kl. 01:44
Dingli, það hefur enginn "fjöður" brostið í mínu "haus-verki" hvað sem það á svo sem að fyrirstilla hjá þér.
Þú ættir að lesa athugasemd sem ég var að setja inn hér rétt áðan (23.8.2010 kl. 01:56) og ég kann ekki við að peista líka inn hér hjá Sæmundi þótt hún eigi við.Hólímólí 23.8.2010 kl. 02:15
Dingli, ég get alveg skrifað undir það að flestir sem trúa á Guð upplifa hann á persónulegan hátt.
En er hann einungis til sem slíkur?
Tökum t,d, Múhameð sem dæmi. Hann er ólæs og óskrifandi fátækur kamelsmali sem er í ferðum milli landa við að segja og kaupa vöru. Hann segist fá opinberun frá Guði, þeim sama og Kristur og Móses sögðust hafa spjallað við. (eða svo segir sagan)
Áhrifin sem Múhameð og opinberun hans hafði á samtíðarmenn hans voru slík að þjóðfélagið umbreyttist á fáeinum árum. Til lengri tíma litið, urðu áhrifin enn djúpstæðari.
Ein setning í Kóraninum (opinberunarbók Múhameðs) varð t.d. til þess að múslímar fóru á kreik um öll lönd til að safna þekkingu.
Landvinningum leiðtoga múslíma var fylgt eftir með gjörbreytingu samfélaganna og íslömsk menning varð til.
Ég viðurkenni alveg að sú menning hefur látið á sjá og er ekki svipur hjá sjón frá því sem áður var.
En samt eru stórkostleg áhrif kenninga þessa fátæka kamelhirðis óumdeilanleg. - Í aldanna rás hafa margir slíkir menn risið upp, hver um sig algjörlega valdalausir í upphafi, algjörlega ómenntaðir, algjörlega einir og algjörlega sannfærðir um að Guð hafi falið þeim það hlutverk að koma ákveðnum skilaboðum til samtíðar sinnar.
Orð þeirra og kenningar hafa síðan mótað samfélögin umfram allar aðrar kenningar hugsuða og heimspekinga. Krishna, Zaraþústra, Móses Búdda og Kristur eru aðeins þeir best þekktu.
Enginn Guð, bara blanda af pólitík og hjátrú, er ekki sennileg skýring á þessu ferli sem marg-endurtekur sig í mannkynssögunni í öllum þjóðlöndum heimsins.
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.8.2010 kl. 02:27
Takk, hólímóli fyrir að þú settir þína löngu útskýringu ekki hér í athugasemdirnar. Ég las hana samt. Sá þá að margir þeir sömu höfðu skrifað í athugasemdirnar hjá Svani og hér en las ekki allt. Mér finnst umræður sem þessar ekki eyðileggja blogg. Þeir lesa þetta sem vilja, hinir ekki. Ef ég vil forðast umræður sem þess þá skrifa ég ekki um trúmál. Það er stefna hjá mér að lesa allar athugasemdir á mínu bloggi, aðrar miklu síður. Takk allir.
Sæmundur Bjarnason, 23.8.2010 kl. 08:30
Ef að DoktorE líkar vel við ketti þá er enn von fyrir hann :)
Mofi, 23.8.2010 kl. 12:07
Doktore elskar ketti og ber mikla virðingu fyrir þeim, hvernig þeir hugsa og hvernig þeir haga sér. Ekki rétt doktor?
Ég er reyndar sjálfur eins og Egyptarnir forðum, tel ketti allt að því guðlegar verur og enga menn verri en þá sem eru vondir við þá (og dýr yfirleitt).
Hólímólí 23.8.2010 kl. 12:17
kettir eru half in, half out ;) Þeir sjá eitthvað sem við sjáum ekki og það fær mann stundum til þess að hugsa, er húsið mitt reimt ? Er eitthvað annað ?
Charles Geir Marinó Stout, 23.8.2010 kl. 16:28
Mjá!
Kama Sutra, 23.8.2010 kl. 23:50
Kristinn,
varðandi Búddisma, þá er undirstaðan sú að læra að sjá og upplifa hvað er "raunverulegt" og hvað ekki, að koma auga á "sjónhverfinguna" og yfirstíga "blekkinguna miklu" .... að vera það sem þú ert í raun og veru, en ekki það sem þú telur þig vera við fyrstu sýn.
Saga Gautama Búddah lýsir manni sem iðkaði og prófaði hinar ýmsu kenningar þáverandi trúarbragða og var aldrei sáttur við þær öfgar og merkingalausu hindurvitni sem hann varð vitni að, það má segja að hann hafi hafnað yfirnáttúru í þeim skilningi sem ég held að þú leggir í orðið ...
Gautama hafnaði öfgum og lagði grunninn að kenningum sínum um meðalveginn, jafnvægið og harmóníuna, frá þeim grunni þróast isminn, það er búdd-isminn... þó að gagn sé að kenningum búddisma í daglegu lífi án þess að vera "trúaður" þá er búdd-ismi trúarbrögð.
Búddisminn gerir ekki ráð fyrir guð-veru utan tilverunnar, það eitt að hugsa slíka veru er talin blekking og merkingalaust, hluti af sjónhverfingu og skyggir á "raunveruleikann".
En "raunveruleiki" sá er alls ekki í takt við þann "raunveruleika" sem Vantrúarfélagið boðar... raunveruleiki búddisma byggir alls ekki á yfirnáttúru, heldur náttúru að öllu leiti, annarvegar náttúrulögmálum sem þú hefur uppgötvað og lögmálum sem þú átt eftir að uppgötva, jafnvel lögmálum sem þú aldrei uppgötvar en yfirnáttúra er það ekki.....
munurinn er sá að "raunveruleiki" búddans eða hins upplýsta er fyrst og fremst vitund/líf, það er hinn eini raunverulegi fasti í tilverunni, allt annað er breytingum háð og aðeins ytra sjónarspil lögmálanna og heimur skynjana.. en Vantrúarfélagið hinsvegar viðurkennir einungis vitund/líf staðfest samkvæmt vísindalegum ytri gögnum og hafna því að vitundin/lífið sé annað en stundarblossi í heilagraut sem varð til óvart út frá tilviljanakenndri óreiðu, vitundarlausum og lífvana efnisheimi.... þrátt fyrir að vísindin margumtöluðu hafa komist að þeirri niðurstöðu að "efnið" er visst form blekkingar og er ekki til sem fastur massi.
Ég er nokkuð viss um að Gautama Buddah hefði brosað ljúfu skilningsríku brosi til ykkar vantrúarmanna og séð að þið væruð að ströggla á veginum eins og aðrir án þess að hafa fundið leið í fyrstu heimahöfn ennþá.
Ólafur í Hvarfi 24.8.2010 kl. 09:40
Meiriháttar komment hjá Ólafi í Hvarfi! Algjörlega sammála.
Óskar Arnórsson, 24.8.2010 kl. 10:58
Ég er margbúinn að svara þér Svanur... þú ert bara með valkvæma blindu
DoctorE 24.8.2010 kl. 11:01
Svanur, Múhamed var ekki fátækur smali. Hann var af kynþætti Kúrejsmanna sem höfðu mikil völd í Mekka og tóku gjöld af flutningalestum og pílagrímum. Mekka var þá verslunarmiðstöð við þjóðbrautina Indland - Sýrland og trúarmiðstöð fjölmargra siða sem þó flestir höfðu sameinilega trú á lofsteini sem geymdur var í Kaba(ferstrengt hús) ásamt skuðgoðum af ýmsu tagi.
Sem forréttinda polli, gat hann ásamt vinum af stétt Kúrejs, þvælst um ævintýraheim viðskipta og trúar þar sem hann drakk í sig sögur af öllu tagi þar á meðal um einguðinn, sem þá var mikið að komast í tísku víða um lönd.
Fljótt lærði hann að sinna úlföldum kaupmanna ,og fékk stundum að fara með út fyrir borgina til að gæta þeirra, en "lestirnar" tjölduðu oft utan borgar, í 10 daga eða svo, til að hvíla og fita farartækin auk þess að sinna viðskiptum.
Einu tók hann sérstaklega eftir í sögum þeirra kristnu, og það var endurkoma messíasar. Tæp sexhundruð ár voru liðin frá fæðingu Krists og endurkoma hans gat orðið hvenær sem var. Smátt og smátt fékk hann þetta á heilann og eitt kvöldið, í hæðunum utan við borgina, birtist honum erkiengillinn Gabríel og hrópaði til hans, LES UPP! og Múbbi þuldi upp eftir Gabba fyrstu orð Kóransins.
Og hann var klókur. Þegar hann var 24ára gerðist hann lestarmaður hjá ríkri kaupmannsekkju og giftist henni svo, enda var hún bara 15 árum eldri.
Ekki ætla ég að segja þessa sögu lengra, en ekkjan trúði vitruninni og þeim vitrunum sem fylgdu í kjölfarið.
En semsagt! Múbbi var aldrei fátækur smali.
Dingli, 24.8.2010 kl. 12:27
Takk fyrir hrósið Óskar... og þar sem ég verð svolítið eins og feiminn krakki þegar ég fæ hrós, þá ætla ég að finna jafnvægið og hrósa þér til baka fyrir góðar athugasemdir almennt, ég ætlaði reyndar áður en ég skrifaði inn athugasemdina mína að vera búinn að taka sérstaklega undir eftirfarandi ummæli þín.
Ólafur í Hvarfi 24.8.2010 kl. 12:39
Dingliminn. Þetta er er mjög vestræn og slepjuleg söguskýring hjá þér. Og í henni eru augljósar mótsagnir. Þú lýsir Múhameð sem ríkum kumlhirði sem fyrir aðra kaupmenn sem giftir sig ríkri ekkju sem síðan reynir að þykjast vera messías. Ásamt því að vera af áhrifaríkri ætt mundi auður Múhameðs og ekkjunnar þá ekki hafa gert Múhameð það voldugan að hann hefði varla þurft að búna til ný trúarbrögð til að návöldum í Mekka, hvað þá að flytja inn framandi hugmyndir sem vitað var að mundu mæta mikilli andstöðu hjá öðrum Mekkabúum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.8.2010 kl. 13:24
Svanur, Segi hvergi Muhammed ríkan, en ættflokkurinn sem hann tilheyrði var valdamikill. Söguskýringin er ekki vestrænni en svo, að hún er úr opinberri ævisögu Múhammeðs frá heimssambandi múbbanna. Ef hún er slepjuleg er það þeim að kenna en ekki mér. Stikla að vísu á stóru og hraðþýddi.
En hann var ekki fátækur, komin af ráðandi stétt, en innan hennar var fólk auðvitað misvel efnað.
Hjá mér eru engar mótsagnir, en skáldskapur þin reynir að búa þær til. Ekkjan, Kadidsja, trúði á vitranir hans, frændi hennar einn, Ali, sem var frændi M, og giftist síðar dóttur hans og voldugur kaupmaður nokkur Abu Bekr, sem síðar varð fyrsti eftirmaður hans. Í áratug héldu vitranirnar áfram og M. sannfærðist að lokum um að það væri Guð sjálfur sem til hans talaði og hefði valið sig sem fulltrúa sinn og boðbera. Flesta daga, stóð hann við Kaba, eins og kallinn á kassanum og básúnaði vitranir sínar yfir lýðnum við litlar undirtektir. Eiginkonan og Bekr studdu hann fjárhagslega, en þegar hann fór að fordæma skurðgoðadýrkun sem var ein helsta tekjulind Kaba var hann hrakin úr borginni.
Og sjáðu nú til Svanur. Flótti Muhammed og fámenns söfnuðar frá Mekka átti sér stað 15júlí 622, meir en 30!árum eftir að hann fékk fyrstu vitrunina. Þó fjáð væru gátu eiginkonan og Bekr ekki keyft sig til valda í einni af ríkustu borgum heims, en pílagríma frá lítilli borg, Jatríb, 350km frá Mekka, gátu þau keypt og þangað flúðu þau.
Tímatal Íslam er miðað við flóttadaginn og atburðurinn nefnist, hidsjara. Í Jatríb vegnaði M. vel og þar nýttust aurarnir til að kaupa ráðamenn til liðs við skoðanir hans. 630 sótti hann svo þaðan með her að Mekka og tókst að vinna hana að lokum. En það er önnur saga.
Flest bendir til að mínu mati, að múbbi hafi verið klikkhaus, en hitt á rétta stund og stað og auðvitað var hann snjall og klókur OG hafði aðgang að nægu fé.
Jatrib var endurskýrð, Medinat an nabi, (borg spámannsins) sem í dag er stytt í Medina.
Dingli, 24.8.2010 kl. 15:32
Asakið uppsetninguna og prentvillur, en var mjög að flýta mér!
Dingli, 24.8.2010 kl. 15:42
Ég er sammála sálfræðilegu kenningu/tilgátu DrE um að lífsreynsla okkar í æsku getur oftar en ekki markað brautina sem við fylgjum restina af lífinu. (líklega fyrsta skiptið sem ég er sammála honum).
En eitt ráð handa DrE, mér er nokkuð sama um trúmál, en þín aðkoma að þessum málaflokki er það hrokafull að hún stórskemmir málfluttning þinn.
Prófaðu að vera aðeins auðmýkri og málefnalegri, vægi orða þinna mun margfaldast við þessa litlu breytingu !
Í það minnsta í mínum augum.
runar 24.8.2010 kl. 16:35
Sammála Rúnari hér að ofan, DrE eyðileggur algerlega málstað sinn með þessu "Gudda, galdrabók, apa, sússa" o.s.frv. tali, ekki það að ég sé viðkvæmur fyrir uppnenfum síður en svo og er ég heldur ekki í flokki trúaðra. Þetta er bara mjög svo barnalegt, og það pirrandi að margur tekur upp hanskan fyrir þá sem DrE er á móti.
Annars er hann beittur, og á köflum skemmtilegur. Þarf bara að hefla sig aðeins!
Góðar stundir
Karl 24.8.2010 kl. 18:16
Stíll DoktorE er skemmtilegur einmitt af því að hann notar "skrítin" og óvenjuleg orð..
Óskar Arnórsson, 24.8.2010 kl. 18:55
Stend með Saxa. Þetta er hans tjáningarform, oft gróft, en um leið skorinort.
Dingli, 24.8.2010 kl. 19:13
Það er mjög erfitt að vera trúlaus, en það er aftur á móti mjög auðelt að vera guðlaus.
Trú er ekki það sama og trúarbrögð.
Trúarbrögð eru stjórntæki.
Það þarf mjög góð rök til þess að sanna tilvist guðs og þá hvaða guðs sem er.
Það hefur enginn sannað tilvist guðs hingað til og að ætla það að eitthvert trúarrit sé einhver sönnun þá er það fjarri lagi.
Einnig verður maður þá að spyrja hvaða guð er réttari en annar?
Svarið hjá flestum sem trúa á guði verður þá minn eða mínir guðir.
Hvað eru til mörg trúarbrögð í heiminum? Þeir sem stunda þessi trúarbrögð hafna öllum öðrum trúarbrögðum og segja að sinn guð sé hinn eini sanni eða hinir einu sönnu guðir.
Að kalla guðleysi trúarbrögð er eins og að kalla það að safna ekki frímerkjum tómstundagaman.
Egill Örn Guðmundsson 24.8.2010 kl. 22:23
Það á ekki að reyna að "sanna" tilvist Guðs fyrr enn hugtakið "sönnun" hefur fengið aðra o skýrari merkingu....
Menn eru raunverulega oft að rífast um sjálft hugtakið "sönnun" og hvað það sé eiginlega...
Óskar Arnórsson, 25.8.2010 kl. 00:02
Sússi og Guddi eru kallaðir hinum ýsmu nöfnum.. á ensku er það Jeebu$ and Gawd...
Þetta gera menn nú bara vegna þess að fáránleikinn er svo yfirgengilegur.. og auðvitað er dollaramerki í Jeebu$, því hann gengur 100% út á peninga, þína peninga í vasa presta og trúboða.
doctore 25.8.2010 kl. 09:44
Dingli reit;
Dingli; Skilgreiningar þínar og túlkun svipar æði mikið til vaxlíkama woodoo iðkandans. þú heldur að ef þú vitir eitthvað smávegis um hluta einhvers hafir þú vald á því.
Þú semur meira að segja eigin nöfn yfir það sem þú óttast, ert greinilega hræddur eins og woodoo dýrkandinn að kalla hluti sínum réttu nöfnum. Þeir trúa líka að það sé kraftur í nafninu einu.
Svanur Gísli Þorkelsson, 25.8.2010 kl. 11:23
Auðvitað var Mummi alveg gaga... ráðamenn á þessum tímum voru alltaf að fá vitranir frá Gudda... Guddi wants this, Guddi wants that... Funny how it's always men telling us what Gawd wants.
doctore 25.8.2010 kl. 11:57
Ef ríkiskirkjan verður áfram þá sé ég ekki annað í stöðunni en að ég verði biskup yfir henni... það er algert möst að hafa utanaðkomani yfir þessu batteríi... :)
doctore 25.8.2010 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.