1093 - Hvur skrambinn

Var búinn að gera uppkast að næsta bloggi og það var ein talsverð ESB-messa ef ég man rétt. Þetta var ég með á word-skjali á Lexar-kubbi en nú heldur tölvan því fram að hann sé óformattaður. Kann ekki að ráða bót á því svo ég verð að sjá til hvort þetta reddast.

Í dag var ég að taka til í dóti niðri í geymslu og rakst á ýmislegt allmerkilegt:

kj 1Hér er til dæmist Voigtlander myndavélin mín gamla sem ég hef tekið margar myndir á. Linsan var nokkuð góð á þessari vél og myndirnar alveg sæmilegar þó hún væri ófullkomin. Var stundum með Pentax-vél frá Vigni bróður í láni og hún tók miklu betri myndir og auðveldara var að stilla hana. Hún var samt alls ekki eins sjálfvirk og myndavélar eru almennt orðnar nú til dags.

kj 2Hér er fyrsta flassið sem ég eignaðist. Það var talsvert notað. Í það minnir mig að hafi verið sett 9 volta battery og lausar perur sem eyðilögðust í hvert skipti sem smellt var af.

Ljósmæli þurfti ég líka því þá voru þeir almennt ekki innbyggðir í vélar.

kj 7Hér er mynd af konfektkassa sem þótti afar merkilegur á sínum tíma. Man að strákarnir mínir rifust um hvor ætti að eiga hann.

Læt þetta duga í bili en vona að mér takist að laga Lexarinn sem fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta eru fallegir gripir Sæmundur. Myndavélin og flassið ættu að vera á safni. Konfektkassin fullur af persónulegum skjölum, vegabréfum og slíku. Takk fyrir fésbókarvináttuna.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 28.7.2010 kl. 00:44

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

prófaðu minnislykilinn í annari tölvu áður en þú formatar hann. Ef þú ert að nota Vista stýrikerfi þá eru þetta ekki óalgeng vandamál.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.7.2010 kl. 01:11

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Arinbjörn.

Jóhannes, ég ætla að endurheimta skjölin, myndirnar og það sem á minnislyklinum var. Held að það sé til forrit sem gerir það. Búinn að prófa hann í annarri tölvu. Stýrikerfin á þessum tölvum eru Windows XP og Windows 7. Sjáum til.

Sæmundur Bjarnason, 28.7.2010 kl. 07:34

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Zero Assumption Recovery er hugbúnaður sem þú ættir að nota til að ná gögnunum.  Ýmis önnur forrit eru til líka.  Ef það dugar ekki til komdu þá við hjá mér í RS-húsinu og ég tek þetta að mér.

Axel Þór Kolbeinsson, 28.7.2010 kl. 12:37

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Axel. Nú er staðan sú að búið er að endurheimta skrárnar en lykilorðið eða eitthvað að servernum þar sem þær eru geymdar virkar ekki. Reddast fljótlega.
M.a.o. hvað er RS-hús? Er það hús Ríkisskattstjóra, sem er víst ofarlega í huga flestra þessa dagana? Veit hvar JL-húsið er.

Sæmundur Bjarnason, 28.7.2010 kl. 14:03

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

RS-húsið í Hveragerði.  Reykjamörk 1.  Í rýminu sem vinnueftirlitið var er núna lítið tölvuverkstæði.

Axel Þór Kolbeinsson, 28.7.2010 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband