26.7.2010 | 00:19
1091 - Sennilega er þetta búið
Að leigja nýtingarrétt á hitaorku til 65 ára (með möguleika á helmingi lengri tíma) og gefa útvegsmönnum nýtingarréttinn" á fiskinum í sjónum eru mál sem verður að leysa. Þetta er sala (eða gjöf) á náttúrauðæfum hvað sem hver segir. Ef hægt er að koma í veg fyrir að stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar nýti þetta í eigin þágu er mun skárra að þjóðin (þ.e.a.s. ríkið) eigi þetta allt saman.
Undarleg árátta þessar skoðana-auglýsingar sem bloggið er. Sjálfur er ég illa haldinn af þessum kvilla. Öðrum finnst þær skoðanir sem ég auglýsi hér kannski merkilegar. Ekki mér. Mér finnst þær sjálfsagðar og eðlilegar. Svo er ég alltaf að breyta þeim því það er svo gaman. T.d. er ég núna alveg kominn á þá skoðun að það gáfulegasta sem ríkisstjórnin gæti gert væri að boða til kosninga.
Já, ég veit að það er stutt frá síðustu kosningum en það er gott að kjósa ört á tímum sem þessum. Þjóðaratkvæðagreiðslan í vor var hálfgert ómark og virðist ekki hafa haft nein áhrif.
Og nokkrar myndir, því ég á svo mikið af þeim:
Akranes fólkvangur, listigarður, skógrækt eða eitthvað þessháttar. Golfvöllur á bak við trén.
Göngubrú yfir Varmá hjá Reykjakoti skammt fyrir ofan Hveragerði. Draugur eða vatnsdropi fremst á myndinni.
Hér grilla menn af hjartans lyst. (Listilega kannski líka).
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ekki er ég viss um að vísir menn samþykki heitið Varmá svona ofarlega í þessari á þar sem hver kafli eða bútur hefur sitt sérheiti.
Grétar á Reykjum er örugglega ekki ánægður með þig þarna
Jóhannes F Skaftason 29.7.2010 kl. 00:00
Minn skilningur er að eftir að Reykjadalsá og Hengladalsá eru komnar saman heiti áin Varmá og síðan Þorleifslækur seinna meir. Hvenær byrjar áin að heita Varmá eftir þínum skilningi? Viðurkenni Grétar ekki sem hæstarétt í þessu máli.
Sæmundur Bjarnason, 29.7.2010 kl. 00:15
Það verður að segjast að ekki er ég fróður um blessaða ána. En bæði Grétar og svo líklega Björn Pálsson, aðfluttur maður er kenndi lengi í Hveragerði, vann þar svo í bankanum og gerðist síðan skjalavörður á Selfossi eru sennilega manna fróðastir um slík efni að Þórði á Grund gengnum. En Grétar hélt langa tölu yfir mér um ána fyrir nokkrum árum þar sem bæði Sauðá og Grændalsá komu við sögu. Hefði ég betur sleppt athugasemdinni því þegar á reynir sé ég að mig brestur minni.Var bara svo kátur yfir að hafa sigrast á ritvörninni. Bestu kveðjur Smundur.
Jóhannes F Skaftason 29.7.2010 kl. 20:27
Já, já. Mér þótti alltaf merkilegt að þessar fjórar ár mynduðu Varmá sem varð svo að Þorleifslæk niðri í forum. Grændalsá vil ég nú kalla Grensdalsá og það sem stendur í mér er einmitt hvað áin heitir frá ármótum Hengladalsár og Reykjadalsár og þangað sem Grensdalá rennur í hana. Nær hún kannski ekki Varmárnafninu fyrr en þar sem Sauðá rennur í hana? Merkilegt mál og hreint ekki einskisvert.
Sæmundur Bjarnason, 30.7.2010 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.