16.7.2010 | 00:11
1081 - Ég vildi það sem ég vildi
Svo er margt rímið sem flímið.
Ég vildi það sem ég vildi.
Að rassinn á henni Hildi
yrði að stórum tólgarskildi.
Þetta er ekki eftir mig enda er ég enginn sérstakur tólgaraðdáandi. Sumir vita jafnvel ekki hvað tólg er. Kannski er hún ekki einu sinni seld í verslunum lengur. Hvað veit ég? Í mínu ungdæmi var lýsi og tólg oft hrært saman og úr varð bræðingur svonefndur sem notaður var sem viðbit á brauð. Ekki var hann góður en það mátti svæla honum í sig. En svona er ég víst orðinn gamall. Nútildags mætti mikið ganga á áður en fólk færi að nota bræðing ofan á brauð. Eða hræring á kvöldin en hann var gerður með því að hræra saman skyri og köldum hafragraut.
Öfgasinnaðir hægri menn nefna oft Kína sem valkost á móti ESB. Já, pólitíkin er oft mjög einkennileg. Verð að segja fyrir mig að heldur vildi ég ESB.
Það hvernig fólk skiptist nútildags hér á Íslandi eftir afstöðu til Icesave og ESB ber vott um afar ólíkan hugsunarhátt. Þessi ólíki hugsunarháttur kom áður fyrr einkum í ljós í sambandi við afstöðuna til veru Bandaríska hersins.
Vel má kalla andstöðu við þessi fyrirbrigði (Icesave og ESB) þjóðernissinnaða. Þróunin í heiminum er í áttina frá þjóðríkinu til aukinnar samstöðu og samvinnu milli þjóða. Auðvitað er ekki sjálfgefið að slík stefna sé alltaf til heilla.
Alllangt er síðan almennar styrjaldir hafa verið háðar. Áður fyrr virtist tortryggni og hatur milli þjóða leiða til víðtækra styrjaldarátaka með vissu millibili. Hugsanlegt er að ESB hafi rofið þann vítahring í Evrópu. Þjóðir sem vinna mikið saman fara síður í styrjaldir hver við aðra.
Hvaða blogg lesa bloggarar? Ég er nú svo innbilskur að halda að þar sé ég ekki neðstur á blaði. Ef dæma skal eftir athugasemdum þekkra bloggara hér þá eru þeir nokkrir sem lesa blogg mitt reglulega. Kannski er það vegna þess að ég hef náð betri tökum á Sæmundarhættinum í bloggi en þeir. Það er að blogga um blogg og þá aðallega um sjálfan sig. Mér hefur þó aldrei tekist að fá Stefán Pálsson til að kommenta hér.
Sníkjubloggun (sem er kannski hluti af Sæmundarhættinum) er glósa sem ég lærði af Hörpu Hreinsdóttur. Slík bloggun kom til umræðu í athugasemdum hjá mér í gær og tekur einkum til þess í mínum huga að menn skrifa þá langt mál og ýtarlegt í athugasemdum við önnur blogg í stað þess að blogga sjálfir. Menn eru sjaldnast langorðir í athugasemdum hér á mínu bloggi og auðvitað er gaman að fá slatta af þeim. Reyni oft að fjölga þeim svolítið sjálfur.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Víst máttu vera hreykinn af því Sæmi að hafa fundið upp Sæmundarháttinn í bloggi. Sníkjublogg eru ágætt svo fremi sem menn tröllast ekki á síðunni. Svo hefur maður einnig samúð með húsgangsbloggurum sem reknir hafa verið út á Guð og gaddinn en vilja samt halda tryggð við gamla bloggsvæðið.- En hugleiðingar þínar um hvernig blogg bloggarar lesa eru ágætar. Fréttatengd blogg eru greinilega mest lesin af almenningi og sjálfsagt af bloggurum líka. Það eru ekki mörg blogg sem sérhæfa sig í að blogga fyrir aðra bloggara. Þitt blogg er eitt af fáum.
kv,
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.7.2010 kl. 08:11
Takk Svanur. Já, skilgreiningar geta verið skemmtilegar. Stundum eru þær bara snarvitlausar. Mér finnst best að blogga svona um allan þremilinn og sérhæfa mig ekki í neinu. Blogg eru oft eins og upphafið af einhverju. Mér finnst þau bæta heilmiklu við. Blogglestur er greinilega talsvert stundaður. Og því ekki það? Ef litið er niður á bloggið þá er það bara í lagi. Og ef fáir (samanborið við alvöru fjölmiðla) lesa einstök blogg þá er það ekkert sem gerir neitt til.
Sæmundur Bjarnason, 16.7.2010 kl. 08:51
Ekki hef ég séð neinn setja Kína sem valkost við ESB (þ.e. að ganga í Kína), en margir hafa viljað snúa út úr málflutningi fólks sem svo. Ég er einn þeirra sem hef bent á framtíðarmikilvægi Kína og möguleika þess að ná góðum fríverslunarsamningi við það mikla ríki með hagsmuni okkar í huga. Ef ESB myndi einhverntíman gera fríverslunarsamning við Kína myndi hann miðast við meðaltalshagsmuni sambandsins og líklega ekki henta okkur sérstaklega vegna þess mikla munar á atvinnusamsetningu hér á landi og meginlandinu.
Axel Þór Kolbeinsson, 16.7.2010 kl. 09:38
Að tala um að ganga í Kína er dæmigerður strámaður og ekki svaraverður. Sá hagur sem við gætum hugsanlega haft af samningum við Kína er smámunir einir í sambandi við margt annað. Annars er innganga í ESB eða ekki fjarri því að vera eitthvert reikningsdæmi. Framtíðarhagsmunir og hver þróun heimsmála muni verða er það sem máli skiptir.
Sæmundur Bjarnason, 16.7.2010 kl. 18:31
Ég finn iðulega eitthvað mér til ánægju í bloggskrifum þínum, Sæmundur, en viðurkenni fúslega að ég er ódugleg að skrifa í athugasemdir. Vil nota tækifærið hér og þakka þér. Kærar þakkir.
Sigríður Sigurðardóttir, 16.7.2010 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.