3.7.2010 | 00:05
1068 - Bjölluat í Brussel
Er umsókn okkar Íslendinga kannski ekkert annað? Allt í plati við meintum þetta ekkert. Eru atkvæði aumingja þingmannanna einskis virði? Sumir í vinstri grænum greiddu atkvæði með umsókn þó þeir séu á móti henni. Sögðu þeir að minnsta kosti. Sumir sem atkvæði greiddu á móti voru örugglega í hjarta sínu meðmæltir umsókn, en flokkshandjárnin héldu. Breski íhaldsflokkurinn er á móti aðild en ætla Bretar að ganga úr ESB? Nei, aldeilis ekki. Þar líður þeim vel. Geta andskotast á minni máttar án þess að ESB skipti sér af því.
Jón Bjarnason er á móti ESB-aðild. Samt er hann ráðherra í ríkisstjórn sem hefur sótt um aðild og mun auðvitað reyna með öllu móti að koma í veg fyrir hana. Eflaust eru fleiri mótfallnir aðild en meðmæltir. Þessvegna lætur Bjarni Ben. svona. Ef þetta snerist nú við á næstunni, ætli Bjarna finnist að við ættum þá að sækja um aftur?
Að gengistrygging njóti forgangs gagnvart verðtryggingu er kannski ekki sanngjarnt, en sanngirni hefur hingað til ekki haft neinn forgang í samskiptum manna. Síst af öllu þegar peningar eru annars vegar.
Maðurinn hefur fimm skilningarvit: Sjón, heyrn, ilman, smekk og tilfinningu. Svona lærði ég romsuna endur fyrir löngu. Smekkur á við bragðskyn og tilfinning við snertiskyn. Oft er talað um sjötta skilningarvitið og þá er átt við skilning sem erfitt er að skýra hvernig fenginn er. Getur verið draugagangur, trúarreynsla, röntgensjón og hvað sem er.
Mörg dýr hafa greinilega annarskonar skilningarvit en við. Ekki dugir að spyrja þau svo við vitum lítið um hvernig þau eru. Menn (t.d. nautabanar) geta lært ágætlega á viðbrögð dýra við ýmsu áreiti en það segir ekki endilega mikið um skilningarvitin.
Sú blanda sem heili mannsins myndar samkvæmt tilkynningum frá þessum skilningarvitum gerir hvern einstakling einstakan. Við getum aldrei verið alveg viss um að aðrir skynji heiminn á sama hátt og við.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæll Sæmi.
Ég er háður bloggi þínu og get ekki án þess verið. Ekki kæmi mér á óvart þó fleiri væru á sömu skoðun. Sakna þó kommentana eftir að Steini hvarf. Grunar samt að hann fylgist með úr fjarlægð.
Við eldumst þegar klukkan tifar án þess að vera mjög hressir með það. Fyrir mörgum er þetta feimnismál en þú tókst vel á því þegar þú talaðir um hvað þú þyrftir orðið lengri tíma en áður til að gera einhverja hluti. Ég þekki þetta líka er þó bráðungur, eða yngri en þú. (ekki eins gamall) :-)
Það er ekkert TABÚ að eldast. Gamalt verður verðmætara og þannig má réttlæta allt.
Ég nenni ekki að fletta því upp en mikið eldast sumir hlutir hraðar en aðrir. Skoðum td. Tölvur og hugbúnað. Hver notar td. RemoteAccess BBS í dag? Og þó, ég sá þetta á netinu áðan.
http://en.wikipedia.org/wiki/File:Monochrome-bbs.png
Kitlar mann svolítið.
Svei mér ef ég vildi ekki eiga svona síðu í dag. Kannski orðin of gamall í það.
Góðar stundir.
Guðmundur Bjarnason 3.7.2010 kl. 05:44
Takk Guðmundur. Ekki nóg með það að maður sé lengur að öllu en góðu hófi gegnir, heldur virðist unga fólkið helst hafa áhuga á gersamlega óáhugaverðum hlutum!! Sjáðu til dæmis fésbókina. Annars er mér sama. Það veit ekki af hverju það er að missa!!
Sæmundur Bjarnason, 3.7.2010 kl. 06:34
Gaman að sjá hvað þið eruð árisulir, Guðmundur og Sæmundur.
En nú þarf ég skýringar, Sæmundur. Að gengistrygging njóti forgangs gagnvart verðtryggingu? -- Það féll hæstaréttardómur um lögleysu gengisbindingar lána sem veitt voru í íslenskum krónum, sanngjarn að mínum dómi. Það var ekkert dæmt um verðtryggingu, enda hefur hún ekki verið kærð. Hvers vegna er nú verið að spyrða þetta saman? Mér finnst það langtífrá sanngjarnt. Þó einn hópur fái hlut sinn að einhverju bættan er ekki samhangandi eða endilega sjálfkrafa sanngjarnt að annar hópur með öðruvísi samsettan bagga fái umyrðalaust samskonar bót. Hvenær hafa allir verið jafnir -- eða, hvenær verða allir jafnir? Ef ég gef þér fimmkall, þarf ég endilega að gefa Guðmundi annan?
Sigurður Hreiðar, 3.7.2010 kl. 12:49
Sæmundur, ég veit ekki hvort aðalinnihald færslu þinnar sé ESB eða skilningarvit. En hins vegar vil ég gera athugasemd við skrif þín um Íhaldsflokkinn og aðild Breta í ESB, sem ég hef gert ýtarleg skil annars staðar. Bretar hafa alltaf verið andvígir ESB (EU) og vilja helzt hverfa aftur til EBE (EEC), enda miklir "sjálfstæðissinnar" (þ.e. á móti stjórnarfarslegum samruna evrópskra landa. Íhaldsflokkurinn (undir Thatcher) barðist ötulli baráttu á sínum tíma gegn bruðlinu í EEC og ofgreiðslu Bretlands til bandalagsins. Þar eð það er ekki á dagskránni að segja sig úr EU vegna gífurlegra viðskipta- og markaðshagsmuna, þá er Íhaldsflokkurinn betra spil á hendi en Verkamannaflokkurinn hvað varðar það að bremsa "EU-hraðlestina" eins og samrunaárátta embættismanna í Bruxelles er oft kölluð.
Þótt Bretland sé annað sterkasta land Evrópu, efnahagslega séð, þá er það ekki stórveldi og Bretar hafa ekki lengur í raun stórveldisdrauma ólíkt Þjóðverjum sem halada sig yfirleitt hafna yfir aðrar þjóðir. Hins vegar minnast Bretar með hryllingi og viðbjóði Þriðja ríkisins og vilja ekki sjá "German domination" eina ferðina enn, þótt ekki muni vera hervald að ræða í þetta sinn. Og samanburðurinn á því EU sem samrunasinnar (integrationists) vilja með Sovétríkjunum heitnu er áþreifanlegur. Þessa ályktun dreg ég á samtölum við fjölmarga Breta á meðan ég bjó þar, samtöl við brezka þingmenn í Evrópuþinginu og ýmsum blaðagreinum og lesendabréfum í brezkum dagblöðum.
Vendetta, 3.7.2010 kl. 13:57
Sjötta skilningarvitið er til og er mjög raunverulegt auk þess að vera nauðsynlegt. Það eru dópamín-efnasamskipti og taugaboð í undirstúku (hypothalamus) heilans og þar með undirmeðvitundinni, sem greiðir fyrir ákvörðunartöku byggðri á fyrri reynslu án þess að við verðum vör við það. Þegar menn hafa "eitthvað á tilfinningunni" eða "hafa innsæi" þá er það þessi ómeðvitaða starfsemi heilans sem er í gangi. Einnig kallað "sjötta skilningarvitið" (þótt það sé hugarstarfsemi og úrvinnsla á umhverfisáhrifum, en ekki eiginleg skynjun á umhverfi) og það hafa allir, en margir líta alveg framhjá því sem er ekki alltaf skynsamlegt að gera. Það er sem sagt ekkert yfirnáttúrulegt við sjötta skilningarvitið.
Ef það fer úr skorðum hjá einhverjum vegna t.d. heilaæxlis eða annarra meinsemda, þá missir sá einstaklingur "tilfinninguna fyrir hlutunum" og getur engar ákvarðanir tekið um neitt framar, ekki einu sinni um einfaldar hversdagslegar aðgerðir, því að hann getur þá ekki í skyndi metið kosti og galla út frá fyrri reynslu en verður að eyða klukkustundum saman í yfirvegun og ígrundun.
Annars vísa ég til tímaritsins "Lifandi vísindi" 5. tbl. 2010 varðandi nákvæmari lýsingu á þessu "fyrirbæri".
Vendetta, 3.7.2010 kl. 14:23
Skrif þín líða um huga mans, eins lygn streymir Don. Háðir skrifum þínum. Vona að Vendetta fari nú ekki að nota síðu þína, sem sínu sína. Áfram 1942!
Ólafur Sveinsson 3.7.2010 kl. 15:05
Sigurður, í mínum huga er sanngirni nánast það sama og jöfnuður. Í þessu tilfelli er alls ekki einboðið að þessi jöfnuður sé eftirsóknarverður. Gengistryggingin nýtur forgangs að því leyti að búið er að dæma hana ólöglega en ekki verðtrygginguna. Forgangur varðandi uppgjör á eftir að koma í ljós. Fyrirtækin sem lánað hafa með gengistryggingu reyna auðvitað að verja sig. Ríkisstjórnin ætti ekki að þurfa þess. Að einum hópi sé umbunað umfram aðra er ekkert nýtt. Þetta hafa stéttarfélög alltaf búið við og var einmitt með öfugum formerkjum þegar verðtryggingunni var komið á. Að reyna að etja saman kynslóðum leysir ekki þessi mál.
Vendetta, ég vildi gjarnan svara þér ýtarlegar en ég geri hér. Á Evrópusambandsmálum eru margar hliðar. Í mínum huga snýst málið einkum um hvernig búast má við að mál þróist. Að standa utan bandalagsins áfram kemur vel til greina.
Hvað skilningarvitin snertir er ég ekki sammála þér. Aldrei hefur verið sýnt framá starfsemi þessa sjötta skilningarvits en það getur samt vel verið til.
Sæmundur Bjarnason, 3.7.2010 kl. 15:07
Þá erum við sennilega ekki að tala um sama hlutinn. Þú er þá að tala um skyggnigáfu; fólk sem talið er að sé skyggnt eða segist vera það. Það er rétt, að enginn af þeim þúsundum manna og kvenna sem hafa sagzt vera skyggn hafa getað sýnt fram á það. Þó vil ég ekki þvertaka fyrir það að það sé til eitthvað yfirnáttúrulegt. Einu sinni fyrir áratugum síðan varð ég sjálfur vitni að því að búfénaður brást á ofsafenginn hátt við einhverju sem það sá nálægt sér, einhverju sem ég sá ekki þótt ég væri á staðnum, og sem enn ekki er hægt að útskýra sem eðlilegt fyrirbæri. Sumir sem ég hef sagt frá þessu segja að þetta hafi verið draugur.
Vendetta, 3.7.2010 kl. 15:42
Þakka þér fyrir svarið, Sæmundur. En ég sé enga umbun í því þó tiltekinn hópur fólks fái leiðréttingu sinna mála eftir að hafa verið beittur blekkingum og lögbroti til að byrja með. Leiðréttingin er að mínu mati aðeins -- ja? sanngirni? Hjartanlega sammála þér að það er engin lausn nema síður sé að etja saman einhverjum hópum um þessi mál. Þeir sem tóku verðtryggð lán gerðu það vitandi vits og hafa ekki fundið neina smugu á því að það hafi þeir verið rangindum beittir. Það gerðu hinir og hafa fengið hæstaréttarúrskurð um. -- Ég sé enga ástæðu til að reyna að hræra örlögum þessara hópa saman -- eða etja þessum hópum saman.
Sigurður Hreiðar, 3.7.2010 kl. 17:36
http://www.visir.is/hota-skadabotamali-vegna-gengislanadoms-haestarettar/article/2010828938919
Hvað um þetta?
Ólafur Sveinsson 3.7.2010 kl. 19:28
Sigurður, það má diskutera endalaust um þessi mál. Hóparnir eru ólíkir að því leyti að þeir sem tóku verðtryggð lán þegar þeir keyptu íbúðir sínar höfðu alls ekki um neitt annað að velja en þeir sem tóku gengistryggð lán gátu eflaust tekið verðtryggð lán ef þeir hefðu viljað það frekar. Það má alveg segja að verðtryggði hópurinn hafi líka verið rangindum beittur því í baksjón er það augljóst að viðmiðanir í verðtryggða kerfinu eru kolvitlausar.
Sæmundur Bjarnason, 3.7.2010 kl. 22:58
Rétt er það, að þeim sem tóku gengistryggðu lánin stóðu líka til boða verðtryggð lán, fræðilega séð. En gengistryggðu lánunum var haldið að þeim af hálfu þeirra sem á sama tíma voru á öðrum vettvangi að vinna að falli krónunnar. Á sama hátt má segja að þeir sem tóku verðtryggð lán á þessum tíma hafi valið þau umfram gengistryggðu lánin, sem eflaust stóðu þeim líka til boða. -- Það eru þeir sem eru með verðtryggð lán frá því fyrir tíma gengistryggðu lánanna sem segja má að séu rangingum beittir en þeir verða að fara aðra leið að leiðréttingu sinna mála en að heimta sérstakar aðgerðir til að þjarma að þeim sem nú hafa fengið dómsúrskurð sínum málum í hag. Og -- er rétt að kalla leiðréttingu samkvæmt lögum umbun?
Sigurður Hreiðar, 4.7.2010 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.