1052 - Gengistrygging ólögleg

Hæstiréttur hefur talað. Sé ekki að grundvöllur sé til að breyta þeim úrskurði þó fjármögnunarfélögin muni eflaust reyna það. Treysti líka ríkisstjórninni til að fara ekki á taugum og reyna að draga þau að landi á kostnað almennings.

Sé að ég er alltof ónýtur við að lesa Google-readerinn minn. Eða þá að bloggin þar eru alltof mörg. Það eru margir dagar síðan ég leit á hann síðast og nú eru innleggin orðin meira en fjögur hundruð. Ég verð bara að þykjast lesa þau. Fjöldi þeirra er samt örugglega afar athyglisverður eins og venjulega. Ætti kannski að fækka bloggunum eitthvað.

Auglýsing frá Keflavíkurflugvelli. Furðulegt. Eins og við getum bara brunað uppá Sandskeið og tekið næstu vél til Langtíburtistan. Eru það ekki starfsmenn auglýsingastofunnar sem eru að auglýsa hvað þeir séu sniðugir að hafa platað forráðamenn vallarins til að kaupa þessa auglýsingu? Það finnst mér.

Afsakanlegt með Mjólkursamsöluna. Hún hefur þó komið sér upp einskonar samkeppni þó í smáu sé. Líklega eru auglýsingar frá einokunarfyrirtækjum sérgrein okkar Íslendinga. Hef bara aldrei spekúlerað í þessu.

HM í fótbolta truflar mig ekki sérlega mikið. Horfi hvort eð er ekki mikið á sjónvarp. Hef horft á hluta af nokkrum HM-leikjum og finnst myndatakan góð. Lúðrablásturinn er í lagi mín vegna svo og íslensku þulirnir. Auðvitað væri betra að heyra betur í leikmönnum og önnur umhverfishljóð og þulirnir mættu vera betur að sér um HM en það verður ekki á allt kosið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð blessi þig Sæmundur. Þú ert sannur sonur Guðs.

Sigurður Pétursson 17.6.2010 kl. 04:17

2 identicon

Hjörleifur Guttormasson rökstuddi það fyrir mörgum árum, að gengistrygging lána væri ólögleg.

Ólafur Sveinsson 17.6.2010 kl. 15:57

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, Ólafur. Fjöldi manna virðist hafa atvinnu af því að flækja sem mest mál sem ættu að vera tiltölulega einföld.

Sæmundur Bjarnason, 17.6.2010 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband