1051 - ESB

Evrópusambandsóvinir hafa hátt um þessar mundir. Tillaga hefur verið flutt á Alþingi um að hætta við umsókn. Það er of mikill hringlandaháttur þó sennilega sé meirihluti kjósenda um þessar mundir andsnúinn aðild að ESB. Þetta segja skoðanakannanir en auðvitað getur það breyst. Alþingi samþykkti að sækja um aðild. Hinn möguleikinn sem einkum var rætt um á sínum tíma var að greiða atkvæði um hvort sækja skyldi um aðild.

Það er alveg óþarfi að hlaupa upp til handa og fóta útaf þessu. Það er hinsvegar ótækt að hafa menn á ráðherrastólum sem studdu umsókn á sínum tíma en segjast nú vilja afturkalla hana. Steingrími J. Sigfússyni er vorkunn að mörgu leyti. Flokkur hans er við það að klofna enda er það eðli íslenskra stjórnmálaflokka sem eru langt til vinstri að gera svo.

Framsóknarmenn í Sjálfstæðisflokknum og víðar reyna nú að herja sem mest á ríkisstjórninga fyrir að á einhverjum löngu boðuðum fundi hjá ESB sem halda á 17. júní næstkomandi eru líkur á að umsóknaraðild Íslendinga verði tekin til meðferðar. Mér vitanlega getur ríkisstjórnin ekkert að því gert þó auðvitað væri betra að fundurinn væri ekki haldinn 17. júní.

Nú er ég búinn að sálgreina þá sem eru sískrifandi á fésbókarvegginn sinn. Þeir komast ekki að annars staðar!! Hvað má þá segja um bloggarana? Hmm. Líklega er best að hugsa þetta aðeins betur.

Svo er hér í lokin mynd af 1. tbl. af Íþróttablaðinu Sport 3. árg. sem gefið var út árið 1957. Þetta fann ég í gömlu dóti. Kannski er þetta verðmæti hið mesta og kannski leynist fleira þessháttar í mínum fórum. Í miðopnunni á þessu blaði voru síðan gamlar íþróttamyndir og eru tvær þeirra hér.

IMG 0001

IMG 0003

mynd3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband