1045 - Gestabækur á fjöllum

Ef mín æðsta þrá væri að komast sem hæst á vinsældalista Moggabloggsins þá mundi ég gera sem flestar athugasemdir við fréttir á mbl.is. Svo er bara ekki og ég læt mér nægja að númera mín blogg til að gera þau ólík öðrum og blogga síðan yfirleitt einu sinni á dag. Oftast um miðnæturleytið en þó alls ekki alltaf. Það er algjör óþarfi að blogga daglega og bloggin verða með því óttalegur samtíningur. Nær væri að blogga sjaldnar og þá með skárri blogg-greinum. Tek það kannski upp hér með.

Sú sjálfhverfa sem oft er áberandi í mínum bloggum er af sumum nefnd Sæmundarháttur í bloggi. Það er ekki að ófyrirsynju því blogg um blogg eru mínar ær og kýr. Nenni ómögulega að semja löng blogg um stjórnmál og önnur leiðindi. Væri kannski annað mál ef einhver vildi borga mér fyrir það.

Gestabækur eða einhvers komar miðar til minnis um þá sem sigrað hafa viðkomandi fjall eru gjarnan á fjallstoppum. Fyrir þessu er gömul hefð. Eitt sinn tókum við okkur til við ég og Bjössi bróðir minn og fjarlægðum alla þá miða sem lágu undir skemmdum í lekum rörhólki sem komið var fyrir í vörðu á toppi Skeggjans sem er hæsti punkur Hengilsins.

Nöfnin og dagsetningarnar skrifuðum við svo upp í stílabók sem við komun aftur fyrir í hólknum eftir að við höfðum reynt að laga hann svolítið.

Á toppi Helgafells hjá Hafnarfirði er forláta gestabók í sérlega vel gerðum kassa sem starfsmannafélag Álversins í Straumsvík hefur gefið ef ég man rétt.

Þegar ég stundaði fjallaklifur af sem mestum móð var það mjög undir hælinn lagt hvort gestabækur var að finna eða aðrar upplýsingar um þá sem sigrað hefðu fjallið á toppum þeirra. Vörðubrot voru samt algeng og sumsstaðar voru þríhyrningamælistaðir með vel hlöðnum vörðum og fagurlega gerðum skjöldum þar sem stóð meðal annars „RÖSKUN VARÐAR REFSINGU", og er þar opinberum aðilum rétt lýst.

Og nokkrar myndir:

IMG 1583Eftir eldsvoðann.

IMG 1635Hús í Kópavogi.

IMG 2005Mósaíkveggur.

IMG 2009Kópur.

IMG 2025Til hvers er þessi hellulögn?

IMG 2042Lúpína.

IMG 2046Útsýni í allar áttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gott að lesa bloggið þitt Sæmi. Dreifir huganum og er fróðlegt og skemmtilegt M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.6.2010 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband