1038 - Hafragrautarhugleiðingar og fleira

Fyrir nokkru birti ég hér á blogginu hugleiðingar um hafragrautargerð. Birti jafnvel uppskrift að slíku góðgæti. Fá blogg frá minni hendi hafa vakið jafn mikla eftirtekt. Minnir mig.

Nú er ég, samkvæmt tillögum í athugasemdum, ævinlega farinn að bæta ýmsu í hafragrautinn sem ég fæ mér næstum alltaf á morgnana. Þegar búið er að setja saxaðar döðlur, kanel og hunang útí er þetta eiginlega enginn hafragrautur lengur en góður samt. (Stundum fara jafnvel bananar útí hann líka). Fæ mér ekki lýsi á eftir en í staðinn blóðþrýstingspillur og þess háttar.

Svo kann að fara að sú ákvörðun Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins að halda flokksþing fljótlega sé hans besta ákvörðun. Líklegt er að hún tryggi endurkjör hans í formannssæti flokksins. Að minnsta kosti eru tveir helstu keppinautar hans um hnossið þau Hanna Birna og Kristján Júlíusson talsvert löskuð eftir sveitarstjórnarkosningarnar.

Eitt fleygasta orðatiltækið úr kosningabaráttunni finnst mér vera: „Allskonar fyrir aumingja." Með því hefur Jón Gnarr sagt pólitískri rétthugsun stríð á hendur. Hingað til hefur verið bannað að taka svona til orða í kosningabaráttu. Og hver hefur bannað það? Fjórflokkurinn að sjálfsögðu. Hefur nokkur minnst á þetta við aumingjana? Ekki held ég það.

Leyndardómar Facebook eru smám saman að ljúkast upp fyrir mér. Hef samt ekki enn fattað hvernig ég læt innlegg frá fésbókarvinum sem ég hef „falið" birtast aftur. Bréfskákin sem boðið uppá þarna virðist vera þokkalega hönnuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Nýjustu rannsóknir sýna að hafragrautur er bráðóhollur... mikið er ég feginn að heyra það því mér hefur alltaf þótt þetta hálfgert skepnufóður...

Brattur, 3.6.2010 kl. 23:57

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég hef aftur á móti heyrt að það sé ekkert að marka "nýjustu rannsóknir", það séu þær gömlu sem gildi!!

Sæmundur Bjarnason, 4.6.2010 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband