1032 - Kartöflugrösin féllu um nóttina

Einhverntíma á útrásarárunum var allt í einu til of mikiđ af peningum til ađ henda í gatnaframkvćmdir í Reykjavík. Ekki var hćgt ađ láta ţessa peninga í ţađ sem mest var ađkallandi ţví ekki var búiđ ađ ákveđa hvernig Sundabrautin ćtti ađ vera. Ţví var ákveđiđ ađ fćra Hringbrautina á sem allra dýrastan hátt og međ sem mestum slaufum og brúarsporđum.

Ţađ hafđi líka ţau áhrif ađ önnur ákvörđun sem var alveg ađ verđa tilbúin var afsakanlegri. Reisa skyldi stórkostlegan hátćknispítala ţar sem Hringbrautin hafđi veriđ. Enn er veriđ ađ slást viđ ţann draug. Aftur á móti er Tónlistarhússdraugurinn víst búinn ađ sigra skynsemina en förum ekki nánar út í ţađ.

Mörgum finnst Guđbergur Bergsson lifa um of á fornri frćgđ og vera heldur leiđinlegur. Mér finnst margt sem frá honum kemur um ţessar mundir vera óttaleg fordild og lítiđ merkilegt. Man samt ađ bókin „Tómas Jónsson metsölubók" hafđi mikil áhrif á mig. Man líka ađ mér fannst sumir dómar um ţá bók hjálpa mér til skilnings á henni.

Lengi fyrir ţá bók hafđi tíđkast ađ lýsa samförum í bókmenntaverkum međ ţví ađ stökkva skyndilega í yfirdrifnar náttúrulýsingar. Ekki er ţörf á ađ lýsa ţví mikiđ en auđvitađ voru allir á hnotskóg eftir samfaralýsingum. Eftir ađ ađdraganda ţeirra hafđi veriđ lýst á ţann hátt sem höfundinum ţótti viđ hćfi var sem allra skáldlegust og stórkarlalegust náttúrulýsing látin taka viđ. Hjá Guđbergi var sú lýsing svona:

„Kartöflugrösin féllu um nóttina."

Ţetta var á margan hátt „banebrydende" svo dönsku sé slett.

Kannski verđur eitt ţađ merkilegasta sem útúr bankahruninu kemur ađ loksins verđi fariđ ađ hrófla viđ gjafakvótanum. Óheft framsal hans og ţar međ eign ákveđins útgerđarađals á óveiddum fiski var sú afsökun og upphaf auđćfa í bland viđ óhefta einkavćđingu sem gerđi ţađ ađ verkum ađ bankakerfiđ varđ eins stórt og raun ber vitni. Eyđslusemi sú og óhefta gróđahyggja sem einkenndi útrásartímann var ekki bara útrásarvíkingunum ađ kenna heldur öllum almenningi og grútmáttlausum stjórnvöldum.

Var ađ róta í gömlum ljósmyndum og fann međal annars nokkrar gamlar skólaferđalagsmyndir. Líklega frá 1957:

IMG 00011Hér eru Mummi Bjarna, Örn Jóhanns og Kiddi Antons.

IMG 00021Ţetta eru Erla Traustadóttir og Jóna Helgadóttir.

IMG 00031Grund í Eyjafirđi.

IMG 00041Gunnar Benediktsson. Veit samt ekki á hvađa tröppum hann er.

img 0051Hólar í Hjaltadal.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunnar Benediktsson ... stendur hann ekki á tröppum Austurbćjarskóla? Fyrsta sem mér datt í hug.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! 28.5.2010 kl. 02:16

2 Smámynd: Óskar Ţorkelsson

jamm tek undir međ Grefli

Óskar Ţorkelsson, 28.5.2010 kl. 03:58

3 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Nei, ţetta er örugglega ekki Austurbćjarskólinn. Einu sinni var Gunnar ađ kenna okkur stćrđfrćđi í forföllum og sagđi. "Nú skulum viđ byrja á ţví ađ útrýma öllum kommum!!" Ţađ var ekki fyrr en allir fóru ađ hlćja sem hann áttađi sig á hvernig skilja mátti ţetta.

Sćmundur Bjarnason, 28.5.2010 kl. 07:05

4 identicon

Áttu ekki fleiri sögur um ţennan merka mann, Sturlungu sérfrćđinginn Gunnar?

Ólafur Sveinsson 28.5.2010 kl. 11:19

5 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Jú, jú. Ţađ getur vel veriđ. Gunnar var skólastjóri í Hveragerđi ţegar ég var ţar. Hann var mjög eftirminnilegur. Var t.d. vanur ađ snúa gleraugunum sínum hratt í hringi ţegar hann var ađ tala viđ okkur. Eitt sinn hrukku ţau útí vegg og mölbrotnuđu viđ ţađ. Man vel eftir ţví. Eđa ţegar stóllinn hrundi međ Hermanni hreppstjóra.

Sćmundur Bjarnason, 28.5.2010 kl. 13:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband