25.5.2010 | 00:12
1029 - Sylvía Nótt og Jón Gnarr
Það var tími til kominn að stjórnmálin fengju sína Sylvíu Nótt. Að mörgu leyti er Jón Gnarr einmitt það. En stjórnmálamennirnir áttu þetta skilið. Ef Jón Gnarr fær meirihluta í Reykjavík þá er það bara merki um að stjórnmálin þar hafi verið komin í algert öngstræti og að hann sé að bjarga þeim úr því. Reykjavíkurlistinn hafi í rauninni ekki verið neitt betri en Sjálfstæðismenn. Sem er slæm tilhugsun.
Af ýmsum ástæðum var ég á sínum tíma mikill aðdáandi Sylvíu Nóttar og fékk bágt fyrir víða. Fyrir mér lauk ævintýri hennar ekki fyrr en í Grikklandi þegar hún reifst og skammaðist yfir að komast ekki áfram. Það var of langt gengið því aumingja Grikkirnir skildu ekki brandarann.
Ég vorkenni þeim svolítið sem eiga 5000 vini á fésbók. Sjálfur á ég bara nokkra tugi og finnst það nóg. Svo tefli ég líka á fésbók og fer þessvegna þangað inn nokkuð oft. Samt finnst mér að mínir vinir séu ekki að skrifa mjög oft. Sem er ágætt.
Í fyrndinni fórum við bræðurnir þrír (það er mínus Bjössi) oft saman í bað og skemmtum okkur vel. Af einhverjum ástæðum hafði mamma okkur alltaf í sundskýlum við það. En það var mikið fjör og mikið gaman. Mikill hávaði líka er ég viss um. Okkar helsta íþróttaiðkun var að kasta þvottapoka þannig upp í loftið á baðinu að hann festist þar. Kom samt alltaf niður á endanum en ef hann tolldi þar dálitla stund var það mikill sigur. Man samt ekki hvort tími var tekinn eða hvernig stig voru reiknuð en mikið gekk á.
Sagt við Goldfinger-Geira: (er mér sagt)
Seðlum fleiri á súlumey
sýnist illa varið.
Ballarmiðið bregst mér ei
ef bikinið er farið.
Sé að það er kominn tími á myndir. Kannski ég reyni að finna einhverjar.
Ástæðulaust að nýta ekki þessa fjárans ljósastaura fyrst þeir eru þarna.
Hef ekki hugmynd um hvað þessi er að gera.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Því miður verða það kjósendur en ekki stjórnmálamennirnir sem munu verða fyrir barðinu ef ævintýrið endar eins og í Grikklandi.
TómasHa, 25.5.2010 kl. 00:19
Þessi þarna á mynd #3 er að moka. Ég er nokkuð viss um það.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! 25.5.2010 kl. 00:33
Mér finnst neðsta myndin lýsa rótum vandans.
Emil Hannes Valgeirsson, 25.5.2010 kl. 00:50
Takk allir!
TómasHa, já kjósendur tapa alltaf hvort eð er.
Grefillinn sjálfur - kíktu við, já hann er örugglega að moka, en að hverju er hann að leita?
Emil, já en hvar lá slóðinn áður en tréð var fellt?
Sæmundur Bjarnason, 25.5.2010 kl. 08:38
Kannski þetta með rót vandans sé klassíska dæmið um eggið og hænuna. Hver veit?
Sæmundur Bjarnason, 25.5.2010 kl. 08:40
Ef Georg Bjarnferðarson og Sylvía Nótt verða sigurvegarar kosninganna í Reykjavík held ég sé mál að óska bara góðrar nóttar.
Annars held ég Sæmundur, að þú sér farinn að eyða of miklu tíma á Smettu og leggir minni rækt við bloggið en þú gerðir áður.
Sigurður Hreiðar, 25.5.2010 kl. 13:49
Maður þarf nú ekki að vera að leita að einu né neinu til að hafa gaman af því að moka. Tala nú ekki um á ströndinni.
En kannski hefur hann bara tapað sjálfum sér?
Af hverju eru annars allir allt í einu farnir að tala um Sylvíu Nótt? Var hún ekki löngu dauð?
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! 25.5.2010 kl. 19:40
Ja, hérna, Sæmundur. Nú var orðið of langt síðan ég hafði kíkt í bloggheima. Segi þér ástæðuna prívat ef við hittumst. En ég hef verið að velta fyrir mér einni grundvallarspurningu. Hún er: Af hverju spillast stjórnmálamenn? Gæti hugsast að það sé vegna þess að of fáir kjósendur taki þátt í stjórnmálastarfi og það skorti því aðhald? Getum við ekki verið sammála um að án stjórnmálaflokka og stjórnmálastarfs sé lýðræðið lítið nema nafnið eitt? Nú virðist öll umræða snúast um að allt sé vont við stjórnmál, stjórnmálaflokka og stjórnmálastarf. Hver hagnast á því að við rústum grundvallarstoðum lýðræðisins?
Ellismellur 25.5.2010 kl. 20:03
Af hverju spillast stjórnmálamenn? Ég veit að þú varst ekki að spyrja mig ... en ég ætla samt að svara:
Af peningum.
Og við megum alls ekki rústa grundvallarstoðum lýðræðisins, en við VERÐUM að taka til í spillingagrenunum.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! 25.5.2010 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.