21.5.2010 | 00:13
1027 - Enn eitt bloggið um Jón Gnarr
Besti flokkurinn er málið í komandi sveitarstjórnarkosningum. Á önnur ný framboð er ekki minnst. Jafnvel þó grínframboð séu. Menn eru með böggum hildar útaf þessari uppfinningu Jóns Gnarr. Áróðurinn nú beinist einkum að því að þeim sé nær að láta svona og þeir viti ekki hvað þeir séu að fara útí. Menn eru semsagt búnir að komast að þeirri niðurstöðu að úrslit kosninganna verði þannig að flokkurinn fái verulegt fylgi.
Ég er þeirrar skoðunar að borgarfulltrúar úr besta flokknum verði bestu borgarfulltrúar sem um getur. Jafnvel þó þetta með ísbjörninn geti dregist eitthvað þá verða þeir lausir við að þurfa að hygla hinum og þessum sem hjálpað hafa þeim að ná þessum árangri.
Þeir verða auðvitað að vinna eins og menn og munu gera það. Eyðslusemi og yfirdrepsskapur er það sem fólk ætlast til að hverfi úr rekstri borgarinnar. Þetta verður því enginn dans á rósum fyrir þá bestaflokksmenn. En ég hef meiri trú á þeim en atvinnupólitíkusum og vonast til að þeir fái hreinan meirihluta í borginni.
Sem betur fer hef ég ekki kosningarétt í Reykjavík og þarf þess vegna ekki að gera upp við mig hvort ég styð Jón Gnarr eða ekki. Hef ekki einu sinni áhuga á Næstbesta flokknum sem ku vera með framboð hér í Kópavoginum þó það hafi eflaust farið framhjá einhverjum.
Hef enga hugmynd um hvað ég væri að kjósa yfir mig með því að styðja þessa grínara. Grunar samt að sumir þeirra kunni að vera hægrisinnaðri en mér gott þykir.
Hvar voru þeir meðan veislan stóð sem hæst? Voru þeir að græða á daginn og grilla á kvöldin, eða sneru þeir því kannski við?
Ef persónan Georg Bjarnfreðarson á að vera einhver skopstæling á vinstrimennsku almennt og Steingrími Jóhanni sérstaklega þá er sú gagnrýni fremur einfeldningsleg.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:15 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Hefur tekist að klína pólitískum skoðunum á þetta grínframboð?
Hrannar Baldursson, 21.5.2010 kl. 06:22
Ég held að Jón Gnarr sé hægrisinnaður trúmaður, ef ekki beinlínis afturhaldssamur. Man alltaf eftir andstyggilegri grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið um öryrkja og ég svaraði í því blaði.
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.5.2010 kl. 14:06
Þegar tæp vika er til kosninga þá er að renna upp fyrir fólki að fátt gott er í vali.
Ég held að Gnarrismin sé komin til að vera, a. m.k. næstu fjögur ár.
Sömuleiðis held eg að 4 flokkarnir megi vara sig í næstu alþingiskosningum.
Ég óska mér alls hins besta fyrir land mitt og fleiri blogga í anda Sæma til að opna augu fólks.
Guðmundur Bjarnason 21.5.2010 kl. 15:50
Mér finnst þú tvístígandi í þessari grein þinni, í fyrstu segir þú að þeir verði bestu borgarfulltrúar sem um geti, og síðan virðist þu ekki eins hrifinn er líða tekur á blogg þitt? Annars er þetta ekki fráleitt með þá skoðun sumra að Jón gæti verið hægri sinnaður trúmaður, ef ekki beinlínis harðlínumaður í sumum skilningi þess.
Guðmundur Júlíusson, 21.5.2010 kl. 21:35
... Besta flokkurinn ætlar að hygla vinum sínum komist þeir til valda... segja þeir skýrt og skorinort... þeir eru hreinskilnir, meira en hægt er að segja um gömlu þríflokkana... (undanskil VG... finnst þeir heiðarlegir og hreinskilnir)...
... við vitum hvar við höfum Besta flokkinn... þar er sko enginn feluleikur í gangi... megi hann verða fyrirmynd allra flokka í framtíðinni og megi hann ná meirihluta í borginni... þá erum við á réttri leið í uppbyggingunni...
Brattur, 21.5.2010 kl. 22:05
Guðmundur Júlíusson. Þeir (fulltrúar besta flokksins) geta vel verið bestir þó ég sé ekki ýkja hrifinn af þeim. Hef litla hugmynd um fyrir hvað þeir standa pólitískt.
Sæmundur Bjarnason, 23.5.2010 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.