1025 - Hið alþjóðlega auðvald

Skrifaði leitarorðið „hildur" á Blogg-gáttina áðan því mér leikur forvitni á að vita hvort þetta mál með Hildi Helgu Sigurðardóttur, sem lokað hefur verið á hér á Moggablogginu, er eitthvað umtalað á bloggsíðum. Fékk þá upp hundgamalt (10. júní 2008) blogg frá ljósvakalæðunni (Svanhildi Hólm Valsdóttur) og kíkti á það. Þar var talað um Ásthildi Helgadóttur en ekki Hildi Helgu. Skil ekki hvernig stendur á þessum ósköpum. Ekki ráða Moggabloggsguðirnir yfir Blogg-gáttinni mér vitanlega.

Svo virðist sem nú sé hafin í Thailandi sú aðgerð gegn mótmælendum sem lengi hefur verið beðið eftir. Afleiðingarnar er ekki hægt að sjá fyrir. Þetta er traustasta lýðræðisríki Suð-Austur Asíu og mikil stuðningsþjóð Bandaríkjanna. Nú virðist sem pólitíkin þar ætli að verða mun harðari en hún hefur verið. Herinn hefur alltaf verið áhrifamikill þarna og nú virðist kóngurinn vera hættur að beita sér. Það er skaði því hann nýtur mikillar virðingar af öllum.

Að kenna Thaksin fyrrverandi forsætisráðherra um allt sem miður fer í Thailandi er álíka gáfulegt og að kenna Davíð Oddssyni um allt sem fer ekki eins og það á að gera hér á landi.

Af hverju fjasa ég svona mikið um Thailand? Skil það ekki. Líklega vegna þess að ég les næstum engar aðrar erlendar fréttir. Og hversvegna skyldi það vera? Er eitthvað líkt með ástandinum þar og því sem gerðist hér? Sumum finnst það.

Mál málanna á Íslandi í dag er salan á Hitaveitu Suðurnesja. Sem heitir víst HS-orka núna eða eitthvað þessháttar. Ekki selja auðlindir landsins í hendur útlendinga segja þeir sem vilja koma í veg fyrir söluna, bólgnir af þjóðrembu. Ég er sannfærður um að þetta er bölvað svindl og til þess eins gert að komast að kjötkötlunum bakdyramegin en segi samt að útlendingar séu ekkert verri en Íslendingar.

Það voru Íslendingar sem settu bankana á hausinn og rændu okkur aleigunni. Skiptingin er ríkir og fátækir en ekki Íslendingar og útlendingar. Thailendingar, Grikkir og Íslendingar hafa verið rændir af skrímslinu sem heitir „Hið alþjóðlega auðvald" og er æðra öllum ríkisstjórnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kama Sutra

Hildur Helga (HHS) greinir sjálf stuttlega frá lokuninni á blogginu í athugasemdum hérna á blogginu hennar Jennýjar Önnu á Eyjunni.

Kama Sutra, 19.5.2010 kl. 11:21

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Jamm

Axel Þór Kolbeinsson, 19.5.2010 kl. 11:27

3 Smámynd: Kama Sutra

Svo er hérna færsla og umræður á blogginu hans Hilmars Jónssonar um lokunina hjá Hildi Helgu.

Kama Sutra, 19.5.2010 kl. 11:29

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Kama Sutra. Búinn að lesa það sem þú bentir á.

Reikna með að jammið hjá Axel Þór merki að hann sé sammála Moggabloggsguðunum um lokunina. Það er ég ekki.

Sæmundur Bjarnason, 19.5.2010 kl. 12:50

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Jammið á við síðustu málsgrein færslunar.

Axel Þór Kolbeinsson, 19.5.2010 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband