1023 - Í fréttum er þetta helst

Samsteypustjórnir tveggja flokka eru ágætar til að byrja með. Eftir eitt til tvö ár þarf minni flokkurinn annaðhvort að einbeita sér að því að þrauka út tímabilið eða leggja áherslu á sérstöðu sína. Fyrri aðferðin hefur oftast reynst illa. Það geta þeir flokkar sem lagt hafa lag sitt við Sjálfstæðisflokkinn borið vitni um. 

Veit ekki hvort seinna atriðið á við núverandi ríkisstjórn. Svo getur þó vel verið. Sé svo mun hún ekki þrauka út kjörtímabilið. Vinstri grænir munu vilja út. Hvort sem það verður núna strax eða seinna.

Þetta sem hér er sagt á einkum við um Ísland. Gæti líka átt við um Bretland en þar er tveggja flokka kerfið að hefast. Það sem gilti um stjórnmál fyrir löngu á ekki við í dag.

Ástandið í Bangkok í Thailandi er skelfilegt. Borg brossins og skemmtunarinnar er orðin vígvöllur. Auðvitað er það einungis hluti borgarinnar sem er undirlagður þessum ósköpum en áhrifin ná um allt. Yfirvöld hafa tilkynnt að mánudagur og þriðjudagur séu opinberir frídagar. Þar með þurfa engir að leggja sig í þá hættu að fara til vinnu. Skólar í landinu verða lokaðir að minnsta kosti alla þessa viku.

Stjórnvöld hljóta að sigra. Geri þau það ekki og gefi mótmælendum tækifæri til að forða sér lifandi (vilji þeir það) er einfaldlega skollin á borgarastyrjöld í landinu án þess nokkur vilji það. En það ofbeldi sem til sigurs þarf mun setja mark sitt á lífið í Thailandi um alla eilífð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

átakasvæðið í bkk er um 3 ferkm.. borgin er yfir 8000 fkm, eða svipað stór og Vatnajökull að flatarmáli.  En þetta eru ekki góðar fréttir. Thaksin borgar fátæku fólki úr norðaustur héruðum thailands til að fara til Bkk og motmæla.Núna er hans hyski allt flúið land og formaður stjórnmálaflokks Thaksin er farinn til kina og á vart endurkomu auðið til thailands. 

Óskar Þorkelsson, 17.5.2010 kl. 10:06

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Átakasvæðið er í miðborg Bangkok svo stærðin segir ekki allt. Þetta snýst heldur ekki um Taksín. Borgarstyrjöld er að mörgu leyti verst allra styrjalda. Minningar Spánverja snúast enn um atburði í Borgarastyrjöldinni þar.

Sæmundur Bjarnason, 17.5.2010 kl. 12:59

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Sæmi.

Samkvæmt heimildum frá blog.is var síðu Hildar lokað vegna brots á notendaskilmálum.

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.5.2010 kl. 16:07

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta snýst eingöngu um thaksín Sæmi.   Ég var búinn að heil ósköp um málið sem hvarf svo út í buskann.. sem ég nenni varla að skrifa inn aftur vegna þess að ég hef hita.

En i stuttu máli.. thaksín borgar fólki fyrir að skapa glundroða og notar til þess áróður fyrir lýðræði.. einhverstaðar hefur maður heyrt þetta áður :)

Thaksín vill losa thailand við konungsdæmið.

Thaksin er ráðgjafi kambódíustjórnar, sem er gróf móðgun við thailand og konungin. enda ríkir styrjaldarástand á milli þessara landa og hefur gert lengi þótt það fari hljótt.

Thaksin er eftirlýstur líkt og Siggi okkar einars vegna fjarmálamisferlis og spillingar.. þetta veldur því að thaksin getur ekki undir eðlilegum aðstæðum snúið heim til thailands.. svo hann reynir að skapa óeðlilegar aðstæður.

Þori ekki að skrifa meir ef ske kynni að cyber steli skrifum minum

Óskar Þorkelsson, 17.5.2010 kl. 16:32

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Óskar. Ég held að þetta hafi að miklu leyti snúist um fyrrverandi forsætisráðherra Taksín til að byrja með en sé að mestu hætt að snúast um hann núna.

Eins friðelskandi fólk og Thailendingar eru er ástandið í Bangkok hörmulegt.

Auðvitað er það mikil einföldun að segja að þetta snúist um hægri og vinstri eða ríka og fátæka en það er sú mynd sem fólk fær af þessu. Ástandið þarna er áfall fyrir lýðræðið.

Gísli. Ég vil gjarnan vita meira um þetta HildarHelgumál. Það er ekki mikið rætt um það í þeim bloggum sem ég les og Gúgli veit ekki mikið um málið.

Sæmundur Bjarnason, 17.5.2010 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband