14.5.2010 | 10:11
1020 - Lífið heldur áfram
Einn af þeim mönnum sem bloggað hafa af hvað mestri skynsemi um hrunmál er Marínó G. Njálsson. Þetta er það sem hann segir um neyðarlögin svonefndu. Gæti varla verið meira sammála honum.
Þessi staða er afleit, þegar haft er í huga að 2% ofurríkra Íslendinga fékk fleiri hundruð milljarða af innlánum varða á byrgð okkar skattgreiðenda viðgildistöku neyðarlaganna 6. október 2008. Ef menn hefðu tekið vexti og verðbætur af þessum innistæðum, þá hefði það dugað til að greiða kostnað ÍLS og ríkissjóður hefði átt góðan afgang. Staðreyndin er, skv. skýrslu RNA, að örfáir einstaklingar og fyrirtæki fengu viðbótartrygging fyrir á annað þúsund milljarða með setningu neyðarlaganna. Við, skattborgarar þessa lands, erum að greiða um 290 milljarða vegna þessa í framlagi til Landsbankans. Það er ekkert mál, en að hjálpa heimilum landsins er ekki hægt."
Lára Hanna skrifar ágætan pistil um forfeður sína. Þar lýsir hún vel lífi formæðra sinna og þeirri hörku sem einkenndi líf fólks á fyrri tíð. Fyrir mér byrjar nútíminn árið 1872 en þá fæddist móðuramma mín. Bjó í mikilli fátækt í Þykkvabænum en afkomendur hennar hafa samt komist ágætlega af. Hún missti unnusta sinn í slysi þegar hún var rúmlega tvítug, giftist seinna mun eldri manni ofan úr Landssveit og eignaðist mörg börn.
Ég hef ekki jafn mikinn áhuga á ættfræði og Lára Hanna en skil samt vel þýðingu sögunnar og þess að í raun erum við ekkert annað en landið og sagan. Það eina líf sem forfeður okkar eiga í dag erum við. Þó þeir ættu það skilið get ég ómögulega trúað því að þau lifi í vellystingum pragtuglega í Himnaríki, borði gull og skemmti sér til dauðs. Í peningahyggju eftirstríðsáranna týndi ég með öllu þeirri trúarvissu og sátt við almættið sem einkenndi líf fólks hér á landi áður fyrr.
Mér lætur afar illa að skrifa um uppvöxt minn og lífssýn eins og mörgum fleirum. Heldur vil ég bollaleggja um framtíðina og bera hana saman við þau sannindi sem gamli tíminn hefur leitt í ljós. Hið peningalega hrun sem hér varð fyrir fáum misserum er vissulega alltumlykjandi og kallar fram reiði og sárindi. Þrátt fyrir allt höfum við það samt gott og þó einhverjum verði ekki refsað á þann hann sem flest okkar vildu er ekki annað að sjá en nú sé sjálft uppgjörið að hefjast.
Aum er sú tilvera sem ekki sér annað en eymd og volæði í lífinu. Ástæðulaust er samt að loka augunum fyrir öllum þeim miska sem okkur hefur verið gerður. Stjórnmál munu halda áfram að skipta fólki í hópa og þeir sem áherslu leggja á að auka frelsi manna og draga úr afskiptum ríkisins eru ekkert verra fólk en aðrir. Saga þeirra ríku á Íslandi er saga þeirra sem ekki kunnu með fé að fara. Að nota auðæfin eingöngu fyrir sjálfa sig og sína nánustu bar einfaldlega dauðann í sér.
Og nokkrar myndir í lokin:
Er þetta ást í meinum, eða hvað?
Ekki er rótt að eiga nótt undir Gróttutöngum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
„Aum er sú tilvera sem ekki sér annað en eymd og volæði í lífinu.“
Þessa lilju hefði ég viljað kveðið hafa, Sæmundur. Haltu áfram að sveifla svona gullkornum.
Sigurður Hreiðar, 14.5.2010 kl. 22:30
Takk, Sigurður
Sæmundur Bjarnason, 14.5.2010 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.