Níunda blogg

Þetta er bölvað vesen. Ég á líka erfitt með að ákveða hvort ég vil heldur skrifa þetta í Word eða á blogginu sjálfu. Er búinn að prófa hvorttveggja. Greinaskil vilja týnast og fontastærð og þessháttar er í einhverju rugli. Eflaust er þetta mest sjálfum mér að kenna. Best að hafa þetta blogg ekki alltof langt svo ég geti haldið áfram með frekari tilraunir.

Já og ég gleymdi alveg að lýsa því þegar við ég, Áslaug, Bjarni og Hafdís fórum að hjálpa Bjarna Harðar í prófkjörinu. Á fimmtudaginn var semsagt síðasti sjens að kjósa utankjörfundar og skrifstofunni á Hverfisgötunni átti að loka klukkan fimm. Klukkan 4 var Áslaug búin að vinna og kom heim klukkan eitthvað að ganga 5. Svo var farið til Hafdísar og þá hringt í Bjarna og allir sóttir sem sækja átti. Á leiðinni niður á Hverfisgötu var klukkan svo alveg að verða fimm, en við sluppum inn á síðustu stundu og væntanlega hefur Bjarni þar fengið ein fjögur atkvæði og veitir víst ekki af. Afleiðingar þess frumhlaups að skrá sig í Framsóknarflokkinn eru strax farnar að koma í ljós því í pósthólfinu mínu hjá Snerpu var núna rétt áðan komin tilkynning um þorrablót Framsóknarfélags Kópavogs.

Búinn að ganga frá Atlas reikningunum og á morgun förum við Hafdís e.t.v. á sýningu hjá þeim í Perlunni. Bjarni er að keppa á Skákþingi Reykjavíkur. Kominn með 3 vinninga eftir sex umferðir og keppir í þeirri sjöundu á morgun. Horfði á Íslendinga bursta Ástrali á himstrakeppninni í Þýskalandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband