1.5.2010 | 00:09
1007 - Kallar í kjólum
Og um að gera að hafa kjólana sem litskrúðugasta. Bara að vindstrekkingurinn taki kallagreyin ekki. En að kallar giftist köllum og kellingar kellingum. Ekki að tala um. Best að fresta málinu einu sinni enn. Skítt með almennan stuðning. Stuðningur öfgamanna er betri.
Flugvöllinn burt og flugvélar um kjurt. Þetta er langbesta tillagan í þessu erfiða máli. Auk þess rímar þetta og það er strax kostur. Hvað á að gera við flugvélarnar sem verða um kjurt eftir að flugvöllurinn er farinn er síðari tíma vandamál sem börn okkar og barnabörn ráða eflaust framúr. Völlurinn er draugur fortíðar.
Aska úr Eyjafjallajökli og Grikklandsvandræði leiða vel í ljós galla Evrópusambandsins. Sameinaðir standa menn en sundraðir falla þeir. Það má halda því fram að þetta sé vegna þess að miðstýringin sé ekki nógu mikil. Andstæðingar Evrópuaðildar halda því einmitt fram að miðstýringin sé of mikil.
Margt í Evrópu finnst ferðamönnum benda til þess að hún sé að mestu sameinuð. Svo kemur eitthvað fyrir og þá sést að í Evrópu eru margar þjóðir sem hafa mismunandi hagsmuni og eru lengi að taka ákvarðanir. Stórríkið er langt undan. Stefna sambandsins hlýtur þó allaf að vera í átt að meiri sameiningu eða minni. Þar er lóð okkar Íslendinga ekki stórt. Hlutskipti okkar utan sambandsins verður með tímanum erfiðara og erfiðara.
Annaðhvort gýs Katla eða ekki. Forseta vorn langar að láta á sér bera. Leyfum honum það. Menn geta verið á móti því sem hann segir án þess að láta eins og bestíur. Í augum þeirra sem fátt sjá annað en pólitík er hann ýmist skúrkur eða hetja. Mér finnst hann hvorugt. Hann er að reyna að hrifsa til sín aukin völd eins og eðlilegt er. Skárra að þau séu hjá honum en máttlausu Alþingi.
Sumir sem segjast lesa bloggið mitt reglulega segja samt að það fjalli yfirleitt ekki um neitt. Auðvitað er ég óánægður með það. Sennilega skrifa ég þá svona vel. Varla geta þeir verið að pynta sjálfa sig með því að lesa leiðinlegt og illa skrifað blogg.
Er alveg hættur að geyma sæmilega skrifaðar klausur sem ekki eru háðar tíma. Það gerði ég stundum áður fyrr. Nú treysti ég á að mér detti eitthvað í hug næsta dag. Oftast gengur það eftir.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Æi ... ég meinti það ekki þannig ... heldur ... svona ... eða þannig ... að þetta eru ekki beint frásagnir eða umfjöllun ... heldur meira svona ... hugsanir ... eða hugleiðingar ... sem læðast úr höfðinu, fram í hendur, áfram í puttana ... og festast svo á bloggi ... svona ... splash, splash, splash ... bloggið komið ... bara ýta á "Vista og birta" og ... púbb ... sleppa þeim lausum ... hugsununum ... eins og fiðrildum ... sem flögra síðan út í netheima ... eða sæberspeis eins og kaninn kallar það.
Svo gerist það aftur á morgun ... ný fiðrildi.
Ég var eiginlega að meina það ... ef þú skilur hvað ég meina.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! 1.5.2010 kl. 00:40
Ég var í fermingarmessu um daginn. Þar voru 2 kallar í kjólum og 2 í slátrarasloppum. Athöfnin líktist á köflum Kapólskri messu. 10 sinnum þurfti söfnuðurinn að standa upp á meðan á athöfn stóð. Það fannst mér 10x of oft. Annars fór ég að velta fyrir mér örlögum þessara 20 fermingabarna svona tölfræðilega. Þegar fermt er, eru börnin boðin velkomin í söfnuðinn, að því gefnu að þau játist undir leiðsögn Jesú Krists, eins og segir í trúarjátningunni. En hvað verður svo um þann hluta sem fellur utan við normið? Þau eru ekki lengur velkomin ef þau eru öðruvísi en það er ekkert verið að gera of mikið úr því á meðan á innleiðingunni stendur. Hvernig væri nú að Guðsorðasnakkararnir færu að taka trúna alvarlega og kenna kristni? Í stað þess að níðast á óþroskuðum ungingum sem bara vilja fermast til að vera eins og aðrir og til þess að fá gjafir. Það er nefnilega alltif snemmt að staðfesta skírnina 13 ára. Fyrir utan það að það er sennilega mannréttindabrot að þröngva fólki til að skrá hvítvoðunga í trúfélög. Það er löngu tímabært að aðskilja Ríki og Kirkju og láta okkur í friði sem ekki viljum játast undir kennivald klerkanna.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.5.2010 kl. 01:55
Varúð Sæmundur!
Skv. þessari bloggfærslu gæti verið vissara fyrir þig að henda myndinni með þessari færslu hið snarasta út - ef þú vilt ekki fá yfir þig lögsókn og eintóm leiðindi.
Kama Sutra, 1.5.2010 kl. 04:51
takk fyrir mig. Þú nærð að draga fram brosviprurnar hér yfir morgunkaffinu.
Óskar Þorkelsson, 1.5.2010 kl. 06:56
Grefill, það varst einmitt þú minnir mig sem sagðir að bloggin mín fjölluðu ekki um neitt. Ég ákvað að glefsa aðeins í þau ummæli vegna þess að ég var viss um að þú tækir því ekki illa. Vissi líka að þau voru alls ekki illa meint. Eiginlega fjalla engin blogg um neitt þar sem ekki er rifist og skammast úti hrunið - eða þannig.
Sæmundur Bjarnason, 1.5.2010 kl. 07:34
Vá!!, Kama Sutra. Ég las greinina eftir Matta. Skáka bara í því skjólinu að ég sé annað hvort "góðgerðasamtök eða áhugamannavefur". Man ekki lengur hvar ég stal myndinni. Geri slíkt samt afar sjaldan. En myndin er góð og ef Matti biður mig að fjarlægja hana geri ég það auðvitað. Þykist annars bara ekkert vita eða skilja.
Sæmundur Bjarnason, 1.5.2010 kl. 07:39
Gaman að velta því fyrir sér af hverju prestarnir eru í þessum þykku ´"kjólum"... verð nú að segja að mér finnst þetta pínulítið hallærislegt
En sko varðandi Reykjavíkurflugvöllinn sem ég reikna með að þú sért að tala um þá snýst málið um það hvort að við viljum hafa innanlandsflug eða ekki... því það nennir ekki nokkur kjaftur að fljúga utan af landi til Keflavíkur t.d. og keyra svo til Reykjavíkur... þetta er alveg borðleggjandi.
Komum nú að Evrópusambandinu... skil ekki að það saki neitt að skoða og sjá hvað er í boði og kjósa svo um samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu... held frekar að við missum sjálfstæðið með því að einangar okkur.
Mér finnst kannski ekki alveg "eðlilegt" að forseti VOR skuli seilast í meiri og meiri völd... mér finnst það einmitt þveröfugt mjög óeðlilegt... hann talar sjálfur um aukið lýðræði en er með meiriháttar einræðistilburði alla daga.
Amen.
Brattur, 1.5.2010 kl. 10:57
Já, Brattur þú tæpir á svo mörgu. Kannski er ég mest ósammála þér varðandi forsetann. Úr því að við erum að kjósa hann í allsherjaratkvæðagreiðslu finnst mér ekki fráleitt að hanna hafi völd. Það stendur yfir valdabarátta í landinu hvort sem okkur líkar betur eða verr. Auðvitað ættu mál ekki að vera þannig að einhver sé að hrifsa eitthvað en reglur um forsetaembættið eru óskýrar. Kannski er það sem okkur vantar mest almennilegt stjórnlagaþing því stjórnarfarið í landinu er alls ekki nógu gott.
Sæmundur Bjarnason, 1.5.2010 kl. 11:38
Við kjósum þingmenn til að setja lög og stjórna landinu.
Forsetinn er ekki kosinn til þess að stjórna landinu og heldur ekki til þess að setja lög. Hann aðeins staðfestir lög sem Alþingi samþykkir.
Forsetaembættið og sá sem gegnir því hverju sinni á að vera einskonar sameiningartákn þjóðarinnar en nú hefur sá sem situr í því embætti sundrað þjóðinni frekar en að reyna að þjappa henni saman og virðist hafa gaman af.
ÓRG er bara alls ekki að sinna sínu hlutverki.
Brattur, 1.5.2010 kl. 15:02
Ég er sammála Bratti. Ég vil ekki sjá að forsetinn sé að hrifsa til sín meiri völd. Hann var ekki kosinn til þess.
Kama Sutra, 1.5.2010 kl. 16:21
Jég er ikke sammála Bratt núna... það er alls ekki mögulegt að sameina þessa þjóð um eitt eða neitt. og akkurat núna þarf íslenska þjóðin foreseta sem hefur bein í nesa.
Óskar Þorkelsson, 1.5.2010 kl. 17:32
Mér finnst óþarfi að vera að kjósa forseta með þjóðaratkvæðagreiðslu og langri og dýrri kosningabaráttu ef hann á bara að vera til skrauts.
Finnst ÓRG ekkert ólíklegri um þessar mundir til að sameina þjóðina en fjórflokkurinn.
Stjórnlagaþing er nauðsyn og eitt verkefni þess er að setja reglur um embætti forseta landsins.
Sæmundur Bjarnason, 1.5.2010 kl. 18:16
Mér finnst framganga ÓRG í forsetaembættinu orðin slík að hann eigi best heima í kartöflugeymslunni á Bessastöðum.
Og lykillinn að kartöflugeymslunni best geymdur úti á rúmsjó - djúpt á hafsbotni...
Kama Sutra, 1.5.2010 kl. 18:31
Hvað hafa kartöflurnar gert til að verðskulda svá grimm örlög sem þessi?
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! 1.5.2010 kl. 20:07
He he...
Kama Sutra, 1.5.2010 kl. 21:14
Og hvað haldið þið að þjóðin borgi þessum kjólaköllum í laun, bara þessir fjórir á myndinni góðu eru örugglega með ~1 milljón hver á mánuði...
Hvað myndi fólk segja ef ríkið borgaði Harry Potter aðdáanda milljón á mánuði, ekki nóg með það heldur fengi hann einnig Harry Potter kastala, aðgengi að börnum til að Harry Potter væða þau; Fær að vasast í lagabókstaf vegna þess að yfirgaldrakarlabókin segir eitthvað bull um eitthvað.
Lísa í undralandi nær ekki að toppa þessa dellu alla saman.
DoctorE 2.5.2010 kl. 11:48
Ég kippi mér ekkert upp við það þó þú notir myndina.
kv.
--
Matti
Matthías Ásgeirsson, 6.5.2010 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.