29.4.2010 | 00:25
1005 - Facebook vs. blogg
Vel er hægt að vera á báðum. Varla þó mjög afkastamikill beggja megin. Fésbókin á betur við suma en bloggið aðra. Nauðsynlegt er líklega að fylgjast með hvoru tveggja. Mér finnst betra að blogga en fésbókast. Að minnsta kosti ennþá. Held að allmargir fésbókarvinir mínir lesi bloggið mitt reglulega þó ég viti auðvitað lítið um það.
Lík 42 þúsund Dana eru brennd árlega. Á mbl.is er frétt um að óvirðulega sé farið með ösku þeirra Dana sem brenndir eru í Líkbrennslunni í Glostrup. Þetta leiðir hugann að líkbrennslu hér á landi. Ein slík minnir mig að sé í Fossvoginum. Ætli þar séu ekki bara brenndir þeir sem látið hafa í ljós ósk um það í lifanda lífi og gott ef lyktin þaðan fór ekki eitthvað illa í starfsfólkið við leikskóla í grenndinni. Það er ósiður að láta svona mikið og gott byggingarland fara undir kirkjugarða eins og gert er. Þessvegna ættu sem flestir að láta brenna sig eftir að jarðvist lýkur. Kannski dregur það úr mönnum ef óvirðulega er farið með öskuna. Mönnum ætti þó að vera alveg sama.
Með vaxandi bloggi er ég farinn að trúa því sjálfur að ég eigi auðveldara en margir aðrir með að lýsa hlutum (og tilfinningum) í orðum. Illskiljanlegt hvað fólki finnst flókið við það. Ég er líka sæmilegur við að taka myndir af dauðum hlutum sem á vegi mínum verða (og jafnvel lifandi) og smíða læsilega skýringartexta við þær. Er þetta það eina sem ég get? Ekki finnst mér það. Mér finnst ég geta næstum allt. Erfitt að vísu að gera sumt núorðið. Ágætt að þykjast eiga erfitt með það sem manni leiðist að gera. Það gat ég ekki þegar ég var uppá mitt besta. Mikið er rætt um laxveiðiferðir þessa dagana. Í því sambandi vil ég taka fram að mér hefur aldrei verið boðið í slíka ferð.
Varðandi stjórnlagaþing sem ég minntist á í gær vil ég bara segja að það er auðvelt að tala um slíkt og sumir stjórnmálamenn eru ágætir í því. Engin leið er samt að trúa peningasjálfsölunum sem nú um stundir þykjast vera þingmenn til að stuðla að því að slíkt þing verði haldið.
Og fimm myndir eins og oft áður.
Og ég sem hélt að ljósleiðarar væru ekki svona hlykkjóttir.
Jólasveinninn er ekki ennþá kominn uppá þak þó hann sé búinn að vera að hengslast í stiganum síðan fyrir jól.
Þessi var sallaróleg í sinunni upp við Rauðavatn í dag.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Blogg er hetugt til að koma á framfæri skoðunum og ýmsu öðru í alvöru. En feisbúkk finnst mér fyrst og fremst vera leikur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 29.4.2010 kl. 01:03
Fínt að blogga og deila blogginu svo á feisbúkk ... tvær flugur í einu höggi, stundum fleiri ef einhver deilir blogginu áfram.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! 29.4.2010 kl. 01:06
Fólk sem kann vel að nýta sér Feisbúk getur haft töluverð áhrif með henni, held ég, enda þótt ég sé svipaðrar skoðunar og Sigurður Þór um að hún sé leikur. En þeir geta líka verið áhrifamiklir. Held að Feisbúk geti haft talsverð áhrif á stundarskoðanir fólks og bíð þess að sjá hvernig henni verði beitt næst þegar kemur að Alþingiskosningum.
Átti heima í DK á árunum. Starfsemi líkbrennslu héraðsins komst eitt sinn í fjölmiðla þegar uppvíst varð að hún styrkti rekstrargrundvöll sinn með því að selja hitann frá ofni sínum til almenninghitasveitunnar. Supu sumir hregg og hveljur við tilhugsunina um „ylinn af ömmu“. En öðrum var slétt sama og þótti þetta ráðslag bara fornúftigt. Ég var í þeim hópi.
K.S. 29.4.2010 kl. 07:49
Heyrðu, K.S., þú ættir að kommentera meira eða skrifa þitt eigið blogg. Vantar alltaf meira af velskrifandi og skemmtilega þenkjandi fólki til að vega upp á móti öllu bullinu.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! 29.4.2010 kl. 14:00
Sigurður, þetta með alvöruna og alvöruleysið er áhugavert.
Grefill, hundrað í höggi var einu sinni sagt, en það voru nú flugur á haug og ekki alveg að marka.
K.S. Sammála Grefli um að þú ættir að blogga.
Sæmundur Bjarnason, 29.4.2010 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.