1003 - Intelligent design

Horfði á heimildarmynd í sjónvarpinu um búddískan munk sem settist að hér á Íslandi. Áhugavert efni. Hef heyrt að aðstandendur myndarinnar hafi verið í stökustu vandræðum með hvernig klippa ætti efnið saman eftir að hafa safnað í mörg ár. Klippingin var að vísu óttalega skrýtin en gekk þó að mestu upp.

Hef líka verið að lesa pælingar Kristins Theódórssonar um Mofa og margt sem tilheyrir þrætunum varðandi þróunarkenninguna og „intelligent design". Verð að viðurkenna að mér finnst Mofi fara mjög halloka í þeim deilum.

Skelfingar vinalæti eru þetta á Facebook. Það eru bara allir að verða vinir allra. Gott ef ég er ekki að dragast aftur úr eftir ágæta byrjun. Held samt að það sé betra að safna frímerkjum en fésbókarvinum.

Hinsvegar er bloggið mitt að verða samsafn af „one-liners. (eða few-liners a.m.k.)" Kannski á þetta betur heima á Facebook án þess að ég fatti það. Finnst ég ekki geta lagt það á fésbókarvini mína að fá þetta allt í hausinn fyrirvaralaust. Þannig skilst mér  nefnilega að þetta virki en auðvitað getur það verið tómur misskilningur. Líklega get ég stillt fésbókina þannig að eingöngu birtist þar það sem ég hef áhuga á.

Hef alltaf verið skíthræddur við stjórnborðið á Moggablogginu. Gunnar Helgi frændi minn á Topplistanum setti hausmyndina á það fyrir löngu (þar er nefnilega mynd af pabba hans) en ég hef alltaf verið afar íhaldssamur á útlit þess að öðru leyti. Tölusetningin á bloggfærslunum er mögnuð uppfinning hjá mér og ég reikna með að halda henni áram þó nú fari fjögur stafabil í þetta og  stytti með því þann hluta fyrirsagnarinnar sem kemst fyrir á blogg.gáttinni.

Helga Haraldsdóttir fyrrum sunddrottning sagði mér einhvern tíma að hún hefði stundað það þegar hún var að skemmta sér í miðbænum í Reykjavík og átti heima útá Kársnesi í Kópavoginum að synda yfir Fossvoginn á heimleiðinni. Einhverntíma brá henni illilega þegar yrt var á hana þar sem hún var á sundi og átti sér einskis ills von. Þar var þá lögreglan komin á bát til að fylgjast með þessari brjáluðu konu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu Sæmundur ... af því að þú ert að tala um íhaldssemi ... nú er maður búinn að horfa á vinstri vangasvipinn á þér í þrjú ár ... ætlarðu ekkert að fara að snúa þér fram?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! 27.4.2010 kl. 01:54

2 Smámynd: Kama Sutra

Kama Sutra, 27.4.2010 kl. 01:58

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Nei Grefill, veistu það að almennilegar myndir af mér eru svo sjaldgæfar að ég veit ekki hvenær ég skipti um mynd. Þessi er tekin af mér í september 2008 svo þetta með árin þrjú eru svolitlar ýkjur hjá þér. Myndir af þér er ansi góð.

Sæmundur Bjarnason, 27.4.2010 kl. 07:40

4 identicon

Já, ég myndast nokkuð vel.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! 27.4.2010 kl. 09:31

5 identicon

... eða avmyndast ... eins og Færeyingarnir segja.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! 27.4.2010 kl. 09:32

6 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þessi búddistamynd þótti mér líka dálítið áhugaverð. Ekki síst að gaurinn gafst upp á samskiptum við hitt kynið og fór bara aftur í felur, en kannaðist við það að hann væri að missa þarna af einhverjum þroska - en vildi samt meina að hann væri ekki að hlífa sér við lífinu heldur að takast á við það með því að notast ekki við afþreyingu eða losta/æsing/langanir af neinu tagi.

Þá er ég ekki að segja að það sé neitt að þessu hjá honum, kannski er valið bæði eðlilegt og andlega merkilegt. En mér þótti niðurstaðan dálítið lykta af því sem hann sagðist ekki vera að gera - escapism.

Varðandi Mofa, þá er hann ekki intelligent design karl nema að litlu leyti, hann er þungavigtar bókstafstrúaður ungjarðar (unglífs allavega) sköpunarsinni (creationist). ID hinsvegar er oft sagt vera sú hugmynd að guð haf sett af stað einhverja tilbúna atburðarrás sem þróun geti ekki skýrt, en tíminn samt verið milljarðar ára.

Búddisminn er nú dýpri en sköpunartrúin, það verð ég að segja.

Kristinn Theódórsson, 27.4.2010 kl. 12:42

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Skyldi intelligent design hafa nokkuð verið ofarlega í huga hans guðs þegar hann skapaði okkur Sæma. En því fleiri vinir á feisbúkksíðum því meira fjör á síðunni en ekki nenna allir að fylla síðuna af fólki sem þeir þekkja ekki.

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.4.2010 kl. 13:02

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Margt er ung-jarðarlegt í "intelligent design"-fræðunum, en auðvitað er ekki rétt að rugla þessu saman. Sköpunarsinnum er á margan hátt gert of hátt undir höfði með því að líkja þeim við "intelligent design". Annars er langt í frá að ég sé einhver sérfræðingur um þessi málefni en áhugaverð eru þau.

Þegar ég fer á fésbókarsíðuna mína finnst mér oftast eins og ég sé að missa af einhverju.

Sæmundur Bjarnason, 27.4.2010 kl. 18:17

9 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég er hrifnari af "artificial intelligent design" eins og hún birtist í mörgum sögum Isaac nokkurs Asimov.

Hrannar Baldursson, 27.4.2010 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband