17.4.2010 | 00:18
993 - Aukin reiði
Nú eftir útkomu hrunskýrslunnar skynja ég aukna reiði fólks í garð útrásardólganna. Ekki kæla eldgosin hugi fólks. Skoðanakannanir munu ef til vill sýna þessa reiði. Veit samt ekki hvernig hún muni brjótast út á endanum. Vonandi með sem mildustum hætti.
Mín skoðun er að hvorki Björgvin G. Sigurðsson né Illugi Gunnarsson eigi afturkvæmt í íslensk stjórnmál. Breytingar eru einnig vel hugsanlegar í forystuliði Sjálfstæðisflokksins og þinglið hans og fleiri flokka má sannarlega hugsa sinn gang. Ég er ekki spámaður og veit auðvitað ekkert hvernig þessi mál fara öllsömul en augljóst er að almenningur mun ekki lengur sætta sig við að verða féflettur á sama hátt og verið hefur undanfarin ár og áratugi.
Meðlimir rannsóknarnefndarinnar og helstu aðstoðarmenn eru hetjur dagsins. Krafa fólks um að hendur verði látnar standa fram úr ermum við rannsókn á afbrotum útrásarvíkinganna og stuðningsmanna þeirra meðal stjórnvalda er orðin svo hávær að engin eldgos, undirbúningur sveitarstjórnarkosninga eða hræðsla þeirra sem eiga að sjá um rannsóknina, draga úr henni. Ef ekki verður hreyfing í átt til aðgerða mjög fljótlega má búast við að einhverjir taki til sinna ráða.
Og nokkrar myndir:
Borgarspítali og Kringlumýrarbraut.
Mannvirki á Reykjavíkurflugvelli.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:09 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég er orðinn alveg öskureiður.
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.4.2010 kl. 01:36
Ég er orðinn miklu vonbetri um framtíð þjóðarinnar eftir að Hrunskýrslan var opinberuð. Þetta er á allan hátt vandaðra og aðgengilegra verk en ég lét mig nokkurn tíma dreyma um að sjá. Hún kom þægilega á óvart. Ég bjóst alltaf við að sjá hvítþvottaskýrslu.
Það fyllir mig bjartsýni að vita til þess að við eigum enn einhverja embættismenn sem skila af sér öðru en fúsk vinnubrögðum.
Vonandi ber okkur gæfa til að spila vel úr þessum niðurstöðum.
Já, ég er nokkuð bjartsýn á framtíðina - og alls ekkert reið lengur. Maður vissi svosem allan tímann hverjir voru vondu kallarnir og var eiginlega búin að taka út reiðina, fyrstu mánuðina eftir hrunið. En ég átti aldrei von á að kafað yrði svona djúpt og vondu gæjarnir afhjúpaðir svona algerlega og skýrt eins og gert var í skýrslunni.
Ef ég hefði hins vegar séð fúsk skýrslu þá hefði ég virkilega orðið alvarlega reið - barasta sprungið.
Þessi athugasemd er að verða svo löng að líklega hendir Sæmi mér öfugri út núna fyrir að sníkjublogga.
Ég þori varla hingað inn aftur...
Kama Sutra, 17.4.2010 kl. 02:18
Hvernig sem allt veltur og fer munu allir þeir sem viðriðnir voru óheilindi og fjársvik lenda utan þings. Forystumenn þó ungir séu einsog Bjarni Ben hafa lokið sínum ferli með þessari skýrslu. Það er bara tímaspursmál.
Gísli Ingvarsson, 17.4.2010 kl. 10:01
Takk öll.
Sammála Gísla um að afsögnum á mjög eftir að fjölga. Sennilega er að bresta á flótti í liðinu.
Sæmundur Bjarnason, 17.4.2010 kl. 20:25
Laugardagsfréttir:
Reiðin eykst.
Ólafur Sveinsson 17.4.2010 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.