992 - Veit ekki hvernig ég á að hafa fyrirsögnina

Ætla heldur ekki að segja neitt fréttnæmt. Veit lítið um gos og þessháttar. Lætur best að skrifa um annað en harðar fréttir.

Er ekki frá því að það sé betra að hafa færri gesti og minni fyrirgang í athugasemdakerfinu en verið hefur hjá mér að undanförnu. Allavega er gott að vera laus við rifrildi og reiði. Kannski taka þeir sem rekast hingað inn mark á mér. Ég tel mér að minnsta kosti trú um það.

Svo er á það að líta að því minna sem bloggað er hverju sinni þeim mun auðveldara er að blogga á hverjum einasta degi. Er eiginlega orðinn háður þessu. Get ekki hætt.

Gosfréttir eru á margan hátt skárri en hrunfréttir. Tók eftir því að í tilkynningu sem birt var á ríkissjónvarpinu á miðvikudaginn þegar gosið í Eyjafjallajökli hófst var sagt að Suðurlandsvegur væri lokaður við Skeiðavegamót. Það stangaðist á við aðrar fréttir þar sem talað var um að fólk væri beðið um að vera ekki á ferðinni að óþörfu milli Hellu og Skóga. Kannski hafa þeir sem þetta skrifuðu bara ekki haft neina hugmynd um hvar Skeiðavegamót eru.

Áhrif gossins í Eyjafjallajökli virðast ætla að verða mest á flugsamgöngur. Flugið er líka orðið aðalferðamátinn hjá mörgum og almennt eru miklu fleiri á faraldsfæti nú en áður var.

Dreymdi nýlega að ég var að ljúka þáttöku í skákmóti og í beinu framhaldi af því var annað að hefjast. Bjarni var meðal þátttakenda þar og af einhverjum ástæðum þurftum við að nota sama bílinn. Meðal þátttakenda í seinna mótinu auk Bjarna man ég eftir Magnúsi Gunnarssyni frá Haga. Það eru nokkrir dagar síðan mig dreymdi þennan draum og ég held að hann þýði ekki neitt sérstakt frekar en draumar yfirleitt. Ástæðan til þess að ég man hann er áreiðanlega sú að ég punktaði eitthvað hjá mér um hann fljótlega eftir að ég vaknaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú átt náttúrlega að hafa fyrirsögnina sem æsilegasta!

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.4.2010 kl. 01:19

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta er fín fyrirsögn. Nú hópast hingað allir lurkarnir og gefa góð ráð

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.4.2010 kl. 01:44

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Lurkur!

Hrannar Baldursson, 16.4.2010 kl. 11:37

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hrannar, lurkur. sbr. enska orðið lurking. Á þeim spjallborðum erlendum sem ég er á, er það talin óæskileg hegðun. Hins vegar mun gömul íslensk merking vera ,harður vetur eða eitthvað svoleiðis.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.4.2010 kl. 11:46

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Í mínum vinahópi er "lurkur" vinsamleg kveðja. Þú ættir að prófa þetta, Jóhannes.

Hrannar Baldursson, 16.4.2010 kl. 12:05

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk allir.

Mér finnst menn megi vera lurkar ef þeir vilja. Það hentar bara sumum að kommenta á blogg sem þeir lesa. Aðrir kommenta aldrei eða næstum aldrei.

Sæmundur Bjarnason, 16.4.2010 kl. 12:43

7 identicon

Einu sinni, þegar ég var mjög ungur, þá sagðist einhver maður ætla að taka í lurginn á mér. Síðan hef ég öðru hvoru velt því fyrir mér hvað "lurgur" sé ... ég meina ... ef einhver tekur í lurginn á manni, hvar tekur hann þá?

Finnur maður þá til í lurginum eða lurgnum?

Getur einhver svarað því?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! 16.4.2010 kl. 23:33

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Grelli minn, lurgur er ekki sama og lurkur. Lurkur getur merkt ýmislegt en ég man ekki eftir að lurgur geti þýtt annað en hárlubbi. Nenni ekki að gá í orðabók.

Sæmundur Bjarnason, 17.4.2010 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband