29.3.2010 | 00:16
974 - Framboð og fleira
Þetta sem útrásarvíkingarnir gerðu er ekkert annað en það sem fjárglæframenn allra tíma hafa stundað stíft. Taka lán til að borga eldri lán. Kaupa sem mest af fyrirtækjum og snúa á Skattmann. Þykjast vera ofsaklárir og láta ekkert koma sér á óvart. Elsta brellan í bókinni. Það sem þeim tókst að svikja út var risavaxið á okkar mælikvarða af því að þeim voru gefnir allir helstu bankar landsins.
Þessu var svo jafnað niður á sauðsvartan almúgann með skattlagningu. Fáir mögla því Íslendingar eru svo vanir óhæfum stjórnendum að þeim finnst þetta bara eðlilegt.
Annars er ég hættur að botna í þessum ósköpum og er að hugsa um að taka þessu bara með ró. Best er að eiga aldrei neina peninga eða eyða þeim að minnsta kosti jafnóðum. Sparnaður er blekking. Þetta lærði ég á sparimerkjatímanum í barnaskóla. Græddur er geymdur eyrir," var þá sagt og kváðu við hrossahlátrar úr öllum áttum.
Í alvöru talað. Annað hvort er að vera útrásarvíkingur og éta gull eða lepja bara dauðann úr skel. Þetta bjargast allt einhvern veginn.
Eins og ég skil íslensku þjóðarsálina þá þyrstir hana í réttlæti. Bankahrunið hefur farið illa með sálarlíf margra. Aldrei verður hægt að draga alla þá til ábyrgðar sem það ættu skilið og einhverjir verða ranglega dæmdir. Það breytir því ekki að óhóflega lengi hefur dregist að hefjast handa við hefndaraðgerðir. Þær þurfa ekki að vera merkilegar en eru nauðsynlegar samt.
Hverfafundir eru fundir sem hverfa. Það er að segja framboðsfundir. Einu sinni voru framboðsfundir skemmtilegir. Man eftir einum slíkum á Hótelinu í Hveragerði. Þá var Unnar Stefánsson (pabbi Kristjáns Más fréttamanns) með bindið fast á öxlinni í framboði fyrir Alþýðuflokkinn á Suðurlandi og sá eini sem ég þekkti af frambjóðendunum sem á fundinum voru.
Pólitískt ber það hæst núna að Samfylkingin hefur kastað stríðshanskanum. Kvótagreifarnir verða hundeltir því þjóðin er alfarið á móti sölu óveidds fisks og íslenskt þjóðlíf er á hraðri leið til aukins réttlætis. Atkvæðin eru hjá þeim sem óánægðir eru með kvótakerfið og á þau mið ber að róa. Icesave-málið er löngu tapað og ekki seinna vænna að snúa sér að atkvæðaskapandi verkefnum.
Nú er óhjákvæmilegt að beygja svolítið til vinstri og ná óánægjuliðinu sem Ömma fylgir aftur um borð. Upplagt væri að henda Icesave-málinu eins og það leggur sig í hausinn á Sigmundi Davíð og Bjarna Ben.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Algjörlega sammála.... nema þetta að "þeim voru gefnir allir helstu bankar landsins".
Það er búið að fara í gegnum það mál... tvisvar, af óháðum matsaðilum og niðurstaðan var að verðið sem fékkst fyrir bankana (en fékkst þó ekki) var eðlilegt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.3.2010 kl. 00:44
.... fyrir utan það að það gleymdist að meta til eigna einhver málverkasöfn og þar eru allir samsekir í sauðshætti
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.3.2010 kl. 00:46
OK, Gunnar. Fengu bankana á slikk (kom í ljós seinna)
Sæmundur Bjarnason, 29.3.2010 kl. 00:53
Peningalúðarnir fengu bankana í rauninni gefins. Þeir fengu þá á slikklánum (lánuðu hver öðrum í hringekju) en hafa samt ekki enn druslast til að greiða þau lán.
Kama Sutra, 29.3.2010 kl. 01:01
Ása vinnur í Ágæti,
ætíð þyrstir í réttlæti,
Finnur sýnir fálæti,
fólið með sitt innræti.
Þorsteinn Briem, 29.3.2010 kl. 07:50
Íslenska hagkerfið í sögulegum og alþjóðlegum samanburði
Þorsteinn Briem, 29.3.2010 kl. 08:21
Alveg sammála. Ég er líka komin til þeirra skoðunar að það er ekki vit í því að spara. Mér tekst bara illa að eyða peningunum. Ég ólst nefnilega upp í nægjusemi og mig langa ekki í óþarfan glingur. Fólk eins og ég er ekki gott til þess að "koma efnahagslífið í gang".
Úrsúla Jünemann, 29.3.2010 kl. 11:20
Ég er alinn upp af þýskri konu sem kenndi mér að setja niður radísur, leggja fyrir, brjóta saman föt og setja niður í ferðatösku.
Þar að auki bjó ég eitt sinn með þýskri læknastelpu, sem lagði fyrir.
Hef enga samúð með Íslendingum sem tóku allt að 100% lán til að kaupa húsnæði og einkabíla, jafnvel 18 ára auðnuleysingjar.
Þessum idiótum hefur verið refsað harðlega og ég er hæstánægður með það.
Þorsteinn Briem, 29.3.2010 kl. 11:38
Að spara og leggja fyrir þarf ekki endilega að vera það sama.
Að spara fyrir einhverju ákveðnu getur vel verið skynsamlegt.
Að taka lán bara vegna þess að verið er að ota þeim að fólki er óskynsamlegt.
Sæmundur Bjarnason, 29.3.2010 kl. 12:53
Sonur minn eyddi engu af því sem hann hafði lagt fyrir í banka og greiddi með þeim peningum, einnig eftir "Hrunið" hér haustið 2008, öll skólagjöld sín í Kvikmyndaskóla Íslands, 1,2 milljónir króna á ári, vegna þess að hann vildi það sjálfur.
Ef verðbólgan hefði verið mikið meiri en innlánsvextirnir á bókinni hans í bankanum frá því að hann var sex ára hefði hann hins vegar ekki getað greitt skólagjöldin sjálfur.
Og hann keypti sér ekki bíl þegar hann varð 17 ára, heldur tók strætó í skólann. Hann á ekki ennþá bíl og hefur ekki tekið bílpróf. Hann gengur í vinnuna.
Aðrir nemendur í bekknum tóku hins vegar námslán fyrir skólagjöldunum og þurfa að greiða þau til baka með vöxtum á mörgum árum og jafnvel áratugum. Í því eru ekki fólgin meiri lífsgæði, eins og margir Íslendingar halda fram, vegna þess að þeir hafa ekkert peningavit.
Ég lagði einnig fyrir þegar ég var unglingur og tók aldrei út af bankabókinni minni. En verðbólgan var mun meiri en innlánsvextir í bönkum á þeim tíma og staðan á bókinni er núll, í stað þess að vera nokkrar milljónir króna.
Þeir sem tóku peninga að láni í bankanum á þeim tíma fengu alla þá peninga sem ég hafði lagt fyrir og ef þetta sama fólk hefði fengið að ráða hefði það einnig fengið allt það sem sonur minn hafði lagt fyrir með því að hafa útlánsvexti mun lægri en verðbólguna og þar með innlánsvexti.
Látum ekki glæpamenn stjórna landinu.
Þorsteinn Briem, 29.3.2010 kl. 14:07
Gefið gæti ég án kvaða
góðu ráðin hér í reynd
en fjármál mín og fjárhagsstaða
falla undir bankaleynd
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.3.2010 kl. 15:17
Sei sei nú og hvaða hvaða,
hrikaleg sú bankaleynd,
ferleg er sú fjárhagsstaða,
fallin spýtan er í reynd.
Þorsteinn Briem, 29.3.2010 kl. 15:26
Hvaða draugur hljóp í drenginn
og diktaði þetta rím
Æru-Tobbi afturgenginn
er í Steina Briem
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.3.2010 kl. 15:37
Takk öll. Hér er mikið ort. Mikið fjör og mikið gaman.
Jafnan er víst Jói í stuði
og étur alveg bankann sinn.
Sterklega þó Steini tuði
og styrki mikið sparnaðinn.
Sæmundur Bjarnason, 29.3.2010 kl. 15:57
Afturgenginn er hann Jói,
úti á miðum held ég rói,
engin dýrin, enginn Nói,
en einn er þar nú vælukjói.
Þorsteinn Briem, 29.3.2010 kl. 15:59
Sæmi ætíð gengur með Guði,
gaman hjá þeim, ætíð í stuði,
en með Fjandanum Jói í juði,
í, Jesús minn, örlitlu krummaskuði.
Þorsteinn Briem, 29.3.2010 kl. 16:11
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.3.2010 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.