28.3.2010 | 00:08
973 - Icesave og ESB
Munurinn á Icesave og ESB er talsverður. Aðallega í því að annað snýr að fortíðinni en hitt að framtíðinni.
Menn geta haft ýmsar skoðanir á Icesave. Trúað því til dæmis að þetta sé bara einfalt kröfuréttarmál þar sem skorið yrði úr um úrslitin af þar til bærum dómstólum ef báðir aðilar málsins fengjust til að fallast á það.
Fyrir stuttu gerði ég hér á blogginu grein fyrir skoðunum mínum á þessu máli. Ekki ætla ég að endurtaka þær enda voru viðbrögðin við stuttri grein minni satt að segja öfgafull.
ESB-málið snýst hins vegar aðallega um hvernig menn gera ráð fyrir að þróun mála þar verði næstu áratugina. Margir virðast trúa því að ESB muni þróast í átt til stórríkis og það sé Íslendingum alls ekki til ávinnings að ganga í það.
Í rauninni hafa menn ekki við annað að styðjast í þessu efni en eigin spádómsgáfu. Þróunin getur orðið með ýmsu móti. Hald sumra er að reikna megi út í beinhörðum peningum hvort borgi sig að ganga í sambandið. Svo er alls ekki.
Síðast en ekki síst eru það þjóðernisrökin. Ég geri alls ekki lítið úr þeim rökum að verið sé að fórna hluta af sjálfstæði landsins ef af inngöngu verður. Spurningin er bara hvort sjálfstæði okkar að þessu leyti sé svo miklu dýrmætara en annarra og hættan samfara smæð okkar svo mikil að þjóðerninu sé hætta búin.
Svo virðist ekki vera því þróun mála innan ESB hefur hingað til öll verið í þá átt að auka hagnaðinn af því að vera memm. Markaðurinn er stór og mikils virði að fá sama aðgang að honum og aðrir.
Ég geri ráð fyrir að alls ekki séu allir sammála mér um þetta. Óralöng innlegg um hið gagnstæða munu ekki sannfæra mig um neitt annað en að þeir sem að þeim standa séu að reyna að kæfa með þeim umræðu sem þeim er á móti skapi.
Mér leiðast svarhalar sem eru óhóflega langir og það er alls ekki víst að ég muni svara þeim sem kommenta á þessa færslu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þá byrjar svarthalinn!
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.3.2010 kl. 01:14
Ég breyti ekki áliti mínu á Gísla. Við erum ekki alltaf sanmmála. En það geriir bara ekkert til..:
Fundin vildi ég fá til ráð;
freslis ríífka böndin.
Gisldæinga um lög og láð
leið aðvalds höndin.
Ólafur Sveinsson 28.3.2010 kl. 01:36
Steini,Sæmi og jóhannes vor flinkir í gær. Gerum þessa síðu, bæði alvarlega og þræl skemmtilega
Ólafur Sveinsson 28.3.2010 kl. 01:43
Bretar myndu aldrei samþykkja að ríki Evrópusambandsins yrðu sameinuð í eitt ríki og öll ríki sambandsins yrðu að samþykkja slíkt, rétt eins og þau þurfa nú öll að samþykkja inngöngu Íslands í sambandið.
1. desember 1918 er miklu merkilegri dagur í okkar sögu en 17. júní 1944.
"Ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki 1. desember 1918 og fékk þá í hendur æðsta vald í öllum málum sínum, þ.á.m. utanríkismálum. En samið var um að Danir færu með utanríkismálin í umboði íslensku ríkisstjórnarinnar."
Meðferð utanríkismála - Utanríkisráðuneytið
Þorsteinn Briem, 28.3.2010 kl. 01:52
Steini, ég hef oft orðið hneykslaður á því hve fáir gera sér grein fyrir mikilvægi 1. desember 1918. Það er hætt að gefa frí í skólum til dæmis og margir hafa enga hugmynd um hvað er merkilegt við daginn. Konungssambandinu var þó alls ekki sagt upp þannig að Danir væru ánægðir með það.
Sæmundur Bjarnason, 28.3.2010 kl. 02:03
Ólafur biður um eitthvað skemmtilegt. Hérna er mynd sem mér finnst alveg þrælskemmtileg.
Kama Sutra, 28.3.2010 kl. 02:14
Ísland varð sjálfstætt ríki, Konungsríkið Ísland, 1. desember 1918.
Hvort lögheimili kóngsins er í Kaupinhafn eða á Bessastöðum breytir hér engu.
En Breiðhyltingar gera það að ástæðu til að fara einu sinni á ári í miðbæ Reykjavíkur, graðga þar í sig kandíflossi og angra lögreglustjórann á ókristilegum tímum með skrílslátum og almennu fylleríi.
Eins og þeim ætti ekki að vera nokk sama hvar kóngurinn hefur sína heimilisfesti og engin ástæða til að drekka sig fullan út af því.
Þorsteinn Briem, 28.3.2010 kl. 02:26
Í dember 1958 gróf eg skurð með haka og skóflu frá gamla útvarpshúsinu, við Austurvöll, að Sjávarútveggsráðuneytinu, við Skúlagötu. (ÚTVARPIÐ).
Þetta var á þeim tíma sem ekki var notuð loftpressa nema þegar nauðsyn krefði.
Eina vitleysan sem ég gerð,i var að mæta ekki á 1.desember. Var vanur að frá frí þann dag. Guðmundur verkstjóri hjá Landssímanum var alls ekki ánægður með glókollinn sinn.
Fékk langa yfirhalningu hjá honum. Hann var faðir Gvendar gúm og þeirra bræðra, þjálfari Frammara í knattspyrnu. til margra áratuga. Ég var rétt kominn af saltfisktogar, sem ég hafði verið á síðustu 9 mánuði. Gaman er að nú, að rifja það upp að ég hætti í Landsprófini í janúar 1958, vegna kennara, sem hét Njörður Snæhólm.
Með mér voru margir góðir nemendur. Ólafur Ragnar var þar á meðal. Leiðinlegur.
Ólafur Sveinsson 28.3.2010 kl. 02:44
Afsakið. Hann hét Njörður P Njarðvík.
Njörður Snæhólm skrifaði bók um hernámsárin og í einum stað stóð " að þar voru allar vélarnir í gangi" í hlöðunni.
Ólafur Sveinsson 28.3.2010 kl. 02:50
Nú að hætta mál er mér,
mun þó tala í símann
og láta vita að enduð er,
illa kveðin ríman.
Ekki er flas til fagnaðar,
fánýtt mas er þrotið
Vegaglasið Steina Briem
í gömlu vasa er brotið.
(Eg hélt að pelinn væri úr silfri?)
Ólafur Sveinsson 28.3.2010 kl. 03:07
Besti vinur minn og skólabróðir frá Noregi hefur uppi þá skoðun að Noregur eigi að standa fyrir utan EU.
Hann er erki íhaldsmaður og fyrrverandi forstjóri í stórri skipasmijðustöð fyrir borpallanna. Annar gamall skólabróðir er aðal kallinn á bak við gasborunarnar í Melköyja. Hjá STATOIL. Öllum útlendingum er bannað að fjáarfesta í STAOIL.
(MAGGMA Energi???)
Íslenskur landbúnaður hefur sótt mikið fram á undanförnum árum og veitir fjölda fólks, allt í kringum landið, atvinnu með beinum og óbeinum hætti. Landsamband kúabænda hélt glæsilegan aðalfund núna um helgina þar sem afgreiddar voru fjölmargar ályktanir sem snúa að hagsmunum greinarinnar.
Aðalfundurinn varaði við þeim afleiðingum sem ESB aðild Íslands myndi hafa á störf í landbúnaði og hvatti stjórnvöld til að draga aðildarumsóknina til baka. Auk þess var skorað á stjórnvöld að falla frá áformum um að sameina Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið við Iðnaðarráðuneytið meðan á umsóknarferlinu stendur. Kúabændur hafa þar með bæst í hóp fjölmargra búgreinafélaga, búnaðarsambanda, hagsmunasamtaka í sjávarútvegi og sveitarstjórna sem mótmælt hafa fyrirhuguðum breytingum og þeirri veikingu sem þær myndu hafa á þessar grunnatvinnugreinar Íslendinga í aðildarferlinu.
Ég tek heilshugar undir með aðalfundi LK, flokksráði VG og öðrum þeim sem laggst hafa gegn áformum um sameiningu þessara ráðuneyta við núverandi aðstæður. Vegna þessa og fleiri atriða sem tengjast ESB umsókninni þá er mikilvægt að hafa gamalt máltæki í huga sem segir að þegar kötturinn fari í burtu þá bregði mýsnar sér á leik.
Ólafur Sveinsson 28.3.2010 kl. 03:31
Ég er bara hljóðlatur aðdándi???????????????????
Ólafur Sveinsson 28.3.2010 kl. 03:43
Ég e rí fínu formi. Þið sem nennið að lesa. Farið í hug ykkar og finnið jafnræði.
Ólafur Sveinsson 28.3.2010 kl. 03:59
Er ég yfirgnæfa góða menn?????????????????????
Ólafur Sveinsson 28.3.2010 kl. 04:06
Einræður Ólafs.
Kama Sutra, 28.3.2010 kl. 04:09
Gaman að þessu.
Tók sjálfur landspróf 1958.
Njörður Njarðvík er giftur frænku konunnar minnar.
Njörður Snæhólm var (er) rannsóknarlögreglumaður. Hef líka lesið frásagnir hans frá hernámsárunum.
Veit vel að breytingar verða meiri hjá sumum hópum en öðrum við inngöngu (ef af verður) í ESB.
Ólafur er stundum (oftast) gulur, stundum grænn.
Sæmundur Bjarnason, 28.3.2010 kl. 04:24
Mig langar að vita hvers vegna Ólafur hætti í landsprófi út af Nirði P. Njarðvík. Var hann svona leiðinlegur kennari?
Kama Sutra, 28.3.2010 kl. 04:34
Hvaða Ólafur er stundum gull eða grænn?????????????????
Ólafur Sveinsson 28.3.2010 kl. 04:35
Gull eða grænn. Hættu nú alveg...
Kama Sutra, 28.3.2010 kl. 04:38
Nú er hann blár.
Kama Sutra, 28.3.2010 kl. 04:39
Svona krakkar mínir, farið nú að sofa. Sá sem verður fyrstur að sofna fær 25-eyring. Þetta sagði pabbi oft í gamla daga og við flýttum okkur auðvitað að sofna.
Sæmundur Bjarnason, 28.3.2010 kl. 04:44
??????????????????????????????????????????????????????????
Ólafur Sveinsson 28.3.2010 kl. 05:07
Litaflóran eykst. Hvernig stendur annars á því? Kemur þetta frá mörgum tölvum?
Kama Sutra, 28.3.2010 kl. 05:14
Missti af þessu partýi en fer samt ekkert að grenja frekar en Tryggvi Þór, þegar þingheimur brast í grát um daginn
Upp af Adamseplunum
andlit ekki lekkert
Úr krókódílakirtlunum
kreist gat Tryggvi ekkert
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.3.2010 kl. 08:40
Ólafur minntist á ketti, sennilega þá sömu og Jóhanna í ræðunni sinni í gær
Ríkisstjórn sem reikult fley
ef raðir ekki þéttir
Vöndinn kyssa vilja ei
vinstri grænir kettir
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.3.2010 kl. 09:14
Ég sé að heimaræktuðu fasistanir eru farnir á kreik.
Jón Frímann 28.3.2010 kl. 10:54
Það bíður okkar framtíð fín
með Fransmönnum og Tyrkjum
Liggja svo og lepja vín
og lifa bara á styrkjum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.3.2010 kl. 11:20
Enda þótt hér yrkjum,
ekki á góðum styrkjum,
tel að við með Tyrkjum,
tólin okkar virkjum.
Þorsteinn Briem, 28.3.2010 kl. 13:57
Vísangerðin virðist góð
og versnar sjálfsagt ekki.
Þó ESB með öflug hljóð
öllu hleypi í kekki.
Sæmundur Bjarnason, 28.3.2010 kl. 14:25
Tönnlast þeir á Tyrkjunum
tólf sinnum á ári.
Vara svo við virkjunum
sem valda miklu fári.
Sæmundur Bjarnason, 28.3.2010 kl. 14:47
Frímannn víst svo fór á kreik
framtakið að hylla.
Taka þátt í léttum leik
lætur sumum illa.
Sæmundur Bjarnason, 28.3.2010 kl. 14:51
Frímann Jón sem falur er
fyrir nokkur euró
Framtíð Íslands fagra sér
sem file á Brussel's Bureu
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.3.2010 kl. 16:00
Hrikaleg öll heimarækt,
hroðalegt og allt ótækt,
í ESB er allt vel fægt,
elegans og þar allt hægt.
Þorsteinn Briem, 28.3.2010 kl. 16:40
Ég bendi á eigin færslu:
Hvað er að gerast í Evrópu? Hver er framtíð Evrunnar? Hvað er að gerast með, samskiptir Þýskalands vs. restarinnar af Evrópu?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.3.2010 kl. 16:57
Einar við viljum ekki láta kristna okkur, hér eru allar skoðanir jafnréttháar vona ég. Jón Frímann þarf ekkert að móðgast þótt við gerum smá grín
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.3.2010 kl. 17:03
Einar, samkeppnishæfni ESB er svo mikið að ESB flytur út 30% af öllu því sem flutt er út í heiminum, og er þar langstærsti (eða var það) útflytjandi heimsins. Verðgildi evrunar er einnig fyrir nokkru síðan orðið meira en dollars. ESB svæðið er einnig stærsta efnahagssvæði heimsins í dag. Stærra en Bandaríkin og stærra en Kína, svo dæmi séu tekin. Evran er gjaldmiðill sem er ekkert að fara að hverja þó svo að einhverjir leiðtogar ESB rífist á fundum þessa dagana.
Efnahagur ESB.
Euro (Evran).
Ég vil líka Evru frekar en krónu sem er búin að tapa 99.9% af verðgildi sínu síðan gjaldmiðilinn var skilin frá dönsku krónunni á sínum tíma.
Jón Frímann 28.3.2010 kl. 17:17
ESB með styrkleik stáls
og stöðugleikann gefna.
Bandalag án bundins máls
bannað er að nefna.
Segi bara svona......
Sæmundur Bjarnason, 28.3.2010 kl. 17:38
Sæmi flottur, engir hagyrðingar í Brussel......
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.3.2010 kl. 17:44
Jón Frímann - eins og vanalega, missir þú alveg af punktinum sem skiptir máli, en færsla mín er um samkeppnishæfni ríkja Evrópu innbyrðis.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.3.2010 kl. 17:45
Virði gjaldmiðilsins, er algert auka-atriði þannig séð.
Aðalmálið, er hvort hann þjóni þeim hagkerfum er búa við hann.
Eða nánar tiltekið, þau hagkerfi er búa við hann, geti það án mikilla fórna.
Staða hagkerfa Evrópu, er sú að samkeppnishæfni annarra hagkerfa, en Þýskalands og Austurræiki hefur hrakað, síðan Evran var tekin upp.
Það bendir til þess, að Evran henti vel Þýskalandi og Austurríki, en mun síður honum ríkjunum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.3.2010 kl. 17:49
Mun síður hinum ríkjunum.
Kc.
Einar Björn Bjarnason, 28.3.2010 kl. 17:50
Krónan hefur styrkinn stáls,
stöðug hún sem verðið áls,
að storka henni stór ósiður,
sterkust þegar hún fer niður.
Þorsteinn Briem, 28.3.2010 kl. 18:25
Þrasar og masar Jón Frímann,
fer brátt að taka upp símann,
og spyrja þann mann, hvort hafi hann
ekkert annað að gera við tímann.
Theódór Norðkvist, 28.3.2010 kl. 19:23
Ég hef sjálfur ekkert þarfara fundið, en er að vinna í því...
Theódór Norðkvist, 28.3.2010 kl. 19:24
Framsal og veðsetning kvóta - lagasetning þar að lútandi
Þorsteinn Briem, 28.3.2010 kl. 20:22
Fólk í öllum stjórnmálaflokkum vill að aflakvótar verði "innkallaðir" og Ísland gangi í Evrópusambandið.
Í þjóðaratkvæðagreiðslum kemur í ljós hvað meirihluti Íslendinga vill í þeim efnum og skoðanakannanir eru ekki þjóðaratkvæðagreiðslur, frekar en kosningar til Alþingis og sveitarstjórna.
Jón Gnarr er ekki orðinn borgarstjóri í Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 28.3.2010 kl. 20:49
Einar, í aðildarviðræðum er farið yfir aðgerðir og það sem þarf að gera til þess að viðkomandi ríki sé samkeppnishæft innan ESB. Þetta hefur alltaf legið fyrir. Þar fyrir utan er nauðsynlegt að benda þér á þá staðreynd að af 27 aðildarríkjum ESB eru aðeins 16 með evruna sem gjaldmiðil. Reyndar er líklegt að Eistland muni taka upp evruna 2011 ef þeir uppfylla skilyrðin til þess á þessu ári.
Wiki vefsíða um evrusvæðið.
Wiki vefsíða um stækkun evrusvæðisins.
Jón Frímann 29.3.2010 kl. 01:40
Sæll Sæmundur. Ég held barasta að þú hafir gaman af því að koma af stað svarhölum um ESB og Icesave. Ég ætla mér ekki að básúna neitt hér, en þegar horft er til framtíðarþróunar ESB er gott að líta yfir hver þróunin hefur verið frá lokum seinna stríðs og ímynda sér framhaldið.
Axel Þór Kolbeinsson, 29.3.2010 kl. 09:58
Enn eina ferðina, tekur þú ekki á atriðinu sem skiptir máli - Jón Frímann - þ.e. að Evran hefur ekki verið að skila því, sem vænst var.
En, niðurstaðan er sú, að samanborið við Þýskaland og Austurríki; hefur samkeppnisstaða þeirra ríkja sem hafa tekið þátt í Evrusamstarfinu farið versnandi á hverju ári. Þetta kemur fram, ef þú skoðar samkeppnishæfni vinnuafls. En, á meðan Þjóðverjar og Austurríkismenn, hafa haldið sínu vinnuafli samkeppnishæfu, virðist sem að hin löndin hafi mistt þann kostnað úr böndum. Þannig, hefur kostnaður Miðjarðarhafs landa hækkað á umlðnum áratug um 25% samanborið við Þýskaland.
Þetta þíðir, að útflutningi þeirra lands hnignar, þ.e. allra nema Þýskalands og Austurríkis.
Ég veit að þetta passar ekki við þau trúarbrögð eða orthodoxy sem þú aðhyllist:
Sjá Skýringarmynd:
Einar Björn Bjarnason, 29.3.2010 kl. 13:05
Einar, hefur þú eitthvað á móti því að laun fólks hækki. Hérna er grein Eurostat um málið, svo að fólk taki nú ekki vitleysingana og heimræktuðu fasistana alvarlega. Það er öllum frjálst að hunsa sannleikan eins lengi og þeir vilja. Það fylgir því bara eitt skilyrði. Ekki væla þegar sannleikurinn loksins nær þér.
Alex, friður í Evrópu og vaxandi hagsæld manna. Það er það sem gerðist með ESB og þeim grundvelli sem það skapar fyrir þjóðir Evrópu. Þetta er auðvitað grundvöllur sem íslendingar eiga að taka þátt í af fullum krafti, enda best fyrir okkar hagsmuni að gera slíkt.
Jón Frímann 30.3.2010 kl. 00:37
Já, Axel Þór, mér finnst umræður sem hér fara fram oft fróðlegar ef innleggin eru ekki of löng. Líka getur verið vont að fylgjast með þeim ef umræðurnar standa marga daga. Það er auðvitað mér að kenna því mér finnst ég þurfa að skrifa eitthvað á hverjum degi. Mér finnst gott að þessar umræður fari fram á mínum heimavelli.
Sæmundur Bjarnason, 30.3.2010 kl. 08:05
Jón minn - þ.e. kallað að lifa um efni fram, ef þjóðfélög fara í það far, að falsa lífskjör með þeim hætti, að láta innlendar kostnaðarhækkanir fara úr böndum, þar á meðal laun, þannig að útflutningsgreinum hnigni á kostnað þeirra greina sem starfa við neyslu og innflutning.
Þá gerist akkúrat þ.s. hér gerðist, að þjóðfélagið safnar skuldum - en, einhvers staðar er borgað fyrir viðskiptahalla.
Þýskaland, þ.s. hefur verið stunduð aðhaldsstefna, haldið m.a. aftur af neysly- og launaþróun, þar er enn öflugt atvinnulíf og stór afgangur af útflutnings verslun.
Á hinn bóginn, bendir flest til, að mörg hinna landanna, stefni í að þurfa að skera niður þau fölsuðu lífskjör sem búin voru til, eins og hérlendis, með skuldasöfnun - og það verulega. Þannig, að kreppa og efnahags samdráttur verði þar ríkjandi, þangað til að lífskjörum hefur hrakaða niður á það stig, að útflutningsgreinar fari á nýjan leik, að byggjast upp. En, eins og hérlendis, hefur almenningur í S-Evrópu safnað milklum neysluskuldum, og þær munu einnig lengi vel, halda niðri lífskjörum, þangað til að þær hafa lækkað, að nægilegu marki.
En, einn galli við að búa við Evruna, er að þessi aðlögun, getur einungis farið fram með efnahags samdrætti - launalækkunum og atvinnuleysi. Ekki, er hægt að framkalla raun launalækkun, með gengisfellingu.
En, 50% gengisfelling krónunnar, með því að lækka lífskjör hér hratt, hefur sparað okku umtalsverða atvinnuleysisaukningu er annars hefði orðið, þ.e. útflutningur hefur kippt við sér og tekið upp, nokkuð af þeim slaka er skapaðist. Sá vandi, sem eftir er, er aðallega skuldavandi fyrirtækja og einstaklinga - sem eins og í S-Evrópu, verða lengi bremsa á lífskjör.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.3.2010 kl. 15:08
Einar, það að fella krónuna eins og þú talar um er stjórntæki manna sem eiga ekki að sinna efnahagsmálum. Mjög einfalt. Enda eru gengisfellinar eingöngu til þess fallnar að lækka laun fólks að með minni kaupmætti, og draga almennt úr lífskjörum fólks. Núna er svo komið á Íslandi, eftir þessa aðferðarfræði sem þú aðhyllist að fjöldi fólks er orðin gjaldþrota og þeir sem ekki eru orðnir gjaldþrota hafa varla efni á að lifa af mánuðinn hérna á landi.
Ekkert slíkt hefur átt sér stað í aðildarríkjum ESB, ekki einu sinni á evrusvæðinu. Þar sem kaupmáttur er stöðugur og verðbólga lítil. Ástandið er reyndar þannig að á evrusvæðinu hafa afborganir af húsnæðislánum fólks lækkað vegna lágra vaxta og lítillar sem engrar verðbólgu. Á tímabili var verðbólga á evrusvæðinu 0%, og þar þykir 4% verðbólga mikil verðbólga. Íslendingar þurfa hinsvegar að lifa við 7 til 18% verðbólgu.
Það sem þú talar fyrir er skaðræðisleið og íslendingar eru búnir að finna oft fyrir þessari leið, en virðast seint læra af mistökum fyrri tíma.
Einar, þú ert talsmaður gamalla tíma. Ég mæli með því að þú gefir þig fram á Þjóðminjasafninu til varðveislu, og þjónir þar hlutverki viðvörunar fyrir komandi kynslóðir.
Jón Frímann 31.3.2010 kl. 01:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.