27.3.2010 | 00:07
972 - Um Moggabloggið
Einhver sem skrifar á vef sem kallaður er Escape.is" segir:
Það hefur oft verið rætt í mínum bakgarði um blogg þjónustu mbl.is og áhrifin sem hún hefur haft á blogg kúltúr Íslands. Umræðan er oft á þann veginn að "moggabloggið hafi komið óorði á bloggið". Breytingar á blogg venjum fólks eiga sér eflaust flóknari útskýringar (m.a. tilkoma Facebook) en það er einn punktur sem mig langar að draga fram.
Blogg þjónusta mbl.is er að stórum hluta kommentakerfi á fréttir mbl.is. Til þess að geta kommentað á fréttir á mbl.is þá þurfa notendur að skrá blogg. Með þessari kröfu varð til nýr hópur af bloggurum. Fjöldi fólks sem aldrei hefði annars haft frumkvæði fyrir því að stofna og viðhalda bloggi.
Ég ætla ekki að fara í djúpar vangaveltur um hvað telst blogg og hvað ekki. Ég veit þó að komment eru ekki bloggfærslur.
Þetta er greinilega einn af þeim sem finnst ekki nógu erfitt að blogga á Moggablogginu og að bloggarar séu orðnir alltof margir. Ég hef áður skrifað um slíkt fólk og ætla ekki að endurtaka mitt álit á því. Belgingurinn er þó oft hlægilegur. Það er að vísu alveg rétt að athugasemdir við fréttaklausur eru ekki blogg en ég sé ekki að það skaði neinn þó þær séu taldar þannig eins og mbl.is gerir.
Eftirfarandi segir Jens Guð á sínu bloggi:
Það er einhver svakalega mikill spenningur í loftinu vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsök bankahrunsins. Það er eins og fólk haldi að í skýrslunni sé eitthvað upplýsandi; að loksins komi sannleikurinn í ljós. Ég get fullvissað ykkur um að því fer víðs fjarri. Það mun nákvæmlega ekkert markvert koma í ljós í þessari skýrslu. Allt orðalag verður almenns eðlis í loðnum getgátustíl. Ábyrgð verður ekki vísað á einn né neinn. Þetta verða aðeins margtuggnar klisjur um að eftirlitsstofnanir hafi brugðist, menn hafi ekki gætt að sér, betur hefði farið ef hlustað hefði verið á gagnrýnisraddir, umsvif bankanna hafi orðið of stór fyrir íslenska hagkerfið, viðvörunarbjöllur hafi verið farnar að hringja og eitthvað í þeim dúr. Sannið til. Skýrslan verður máttlaust plagg, hvítbók.
Ég er sammála Jens um þetta en bind þó vonir við að margir taki mark á þessari skýrslu og hún verði ekki alveg gagnslaus. Alltof lengi hefur þó verið beðið eftir henni og talað um hana. Alltof oft hefur útkomu hennar verið frestað og alltof miklar vonir eru bundnar við hana til þess að nokkur von sé til þess að hún standi undir væntingum.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:08 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það verður áhugavert hvernig menn taka á skýsrslunni. Ég held að ekkert markvert komi þaðan. Jafnvel æsi menn upp, án rökstuðnings?
Ólafur Sveinsson 27.3.2010 kl. 00:27
Öh athugasemd við frétt er jú kannski blogg í huga þess er skrifar hana á sínum bloggvef! Held ég því ekki að við ættum að fara að reyna að gæðaflokka folk eftir hversu djupt það skrifar að okkar eigin mati heldur frekar gleðjast yfir þvi að allir get tjað sig bæði með og án nafns.
Jón Arnar, 27.3.2010 kl. 00:31
Er í skýrslu ekkert nýtt
engir þurfa að kvíða.
Víkingana frelsið frítt
fer nú senn að prýða.
eða
Er í skýrslu allt mjög nýtt
allir þurfa að kvíða.
Víkinganna frelsið frítt
fer nú senn að líða.
Sæmundur Bjarnason, 27.3.2010 kl. 05:42
Hefur það hér skríllinn skítt,
skegg á körlum mestallt nýtt,
hefur það þó Sæmi sítt,
soldið lengi hefur prýtt.
Þorsteinn Briem, 27.3.2010 kl. 09:38
Einfalt ráð til að sía út einnar-línu kommenta-bloggara er að nota blogggáttina, blogg.gattin.is. Kommentabloggararnir hafa fæstir fyrir því - eða vit á- að skrá síður sínar þar.
Skeggi Skaftason, 27.3.2010 kl. 10:58
Ef skýrslan verður í þeim dúr sem Jens spáir ( reyndar fleiri en Jens sem hafa þennan óþægilega grun , þar á meðal ég )
Þá hefur nefndin og þar með alþingi brugðist þjóðinni.
Hræddur er ég þá um að búsáhaldabyltingin virki sem smá æfing í samanburði við þá reiðiöldu sem rísa mun upp.
hilmar jónsson, 27.3.2010 kl. 12:21
Við hverju búast menn eiginlega varðandi þessa skýrslu? Að einhver einn verði dreginn til ábyrgðar?....og þá helst Davíð Oddsson
Bankarunið hér er í grundvallaratriðum nákvæmlega eins og annars staðar í veröldinni. Eini munurinn er sá að hér voru bankarnir allt of stórir miðað við hagkerfi þjóðarinnar og þ.a.l. réði fámenn fjármálaklíka of miklu.
Sumir segja að allir stjórnmálaflokkar á Íslandi eigi sök á því hvernig fór, nema VG. En VG var ekki á móti eiknavæðingu bankanna vegna þess hverjir keyptu þá... eða fengu að kaupa þá. VG var einfaldlega á móti einkavæðingunni, punktur.
En það var bara ekki hægt að komast hjá því að einkavæða bankanna, a.m.k. meirihluta þeirra. Svo er ESB fyrir að þakka... segi ég, en að kenna segir VG. En VG sá ekki bnakahrunið fyrir frekar en aðrir og gerðu þess vegna ekkert til að koma í veg fyrir það, frekar en aðrir.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.3.2010 kl. 13:08
Nú skelfur allt sem skolfið getur
því skýrslan kemur senn
Og hengdir verða hér í vetur
hrunsins ábyrgðarmenn
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.3.2010 kl. 14:35
Bloggarar velta mjög vöngum
um vandann sem við er að kljást
Rasandi' á áherzlum röngum
og regluverki sem brást
Hér reyndi á þolin mörk landans
sem þraukaði framyfir jól
en öryggið farið til fjandans
og fokið í flest öll skjól
Ástandið enn fór að kárna
og almúginn þoldi ekki meir
Hann hallmælti Davíð og Árna
og helvítis fíflinu Geir
En áður en skall á hér skálmöld
skelkaðir alþingismenn
samþykktu' að setja' af þau stjórnvöld
sem sviku og svíkja víst enn
Úti á Austurvelli
almúginn heimtaði hefnd
skúrkarnir skefldir í hvelli
skipuðu rannsóknarnefnd
Og allir sem ábyrgð hér bera
helst Árni og Davíð og Geir
Makleg upp málagjöld skera
með orðstí sem aldregi deyr
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.3.2010 kl. 14:36
Þarna heyrirðu það Hilmar. Skýrslan mun fjalla um aðal sökudólginn sem er VG, ef marka má Gunnar hér að ofan.
Finnur Bárðarson, 27.3.2010 kl. 14:36
Þó skipti litlu máli lengur og til að hafa það á hreinu, þá birti SJS bók og greinar, þar sem hann varar við aðstæðunum sem voru að myndast. Þetta var allt frá árinu 2005.
Ólafur Sveinsson 27.3.2010 kl. 15:15
Einkavæðingin - Forsætisráðuneytið
Þorsteinn Briem, 27.3.2010 kl. 15:17
Sameign þjóðarinnar veðsett - Alþingi
Þorsteinn Briem, 27.3.2010 kl. 17:44
Var að fá þessa<<.
Þau lögðu saman lend og kinn
-lostugur var kossinn-
þarna mættust stálin stinn
stólpípan og krossinn.
Ólafur Sveinsson 27.3.2010 kl. 18:36
Ég kíkti á þessa Escape-síðu sem Sæmundur fjallar um og get ekki séð að hún sé mikið merkilegri en bloggin hjá okkur örmu vesalingunum hérna á Moggablogginu.
Eða eru berin bara súr?
Kama Sutra, 27.3.2010 kl. 19:06
Gunnar Th. Gunnarsson segir hér að ofan: "En VG sá ekki bnakahrunið fyrir frekar en aðrir og gerðu þess vegna ekkert til að koma í veg fyrir það, frekar en aðrir."
Ég tel að í umræddri Hrunskýrslu muni annað koma fram. Hrunið átti sér lengri aðdraganda en menn halda fram. Margir vissu að þess væri von, en kusu að stinga hausnum í sandinn, í þeirri von að þetta væri bara vondur draumur. Þessi hópur manna verður vonandi nefndur í Hrunskýrslunni og síðan dreginn til ábyrgðar.
Björn Birgisson, 27.3.2010 kl. 20:06
Steini Briem bendir á mjög góðar síður hér að ofan. Efni til þess að moða úr.
Ólafur Sveinsson 27.3.2010 kl. 20:14
Forsætisráðherra: Þjóðaratkvæðagreiðsla um kvótann
Þorsteinn Briem, 27.3.2010 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.