966 - Grillað í góða veðrinu

Fór í dag í grillveislu í sumarbústað í Grímsnesinu og get því ekki bloggað neitt að þessu sinni. Er líka svolítið að hasast upp á því að blogga hvern einasta dag hvort sem ég hef eitthvað að segja eða ekki. Auðvitað get ég alltaf fundið einhvern fjárann til að skrifa um en þegar bloggið er orðið eins og myllusteinn um hálsinn á manni er kominn tími til að athuga sinn gang. Athugasemdirnar eru líka oft skemmtilegri. Manni finnst eins og maður þekki flesta þeirra sem kommenta oft hjá manni.

Nú er ég kominn uppá lag með það að fara í langar gönguferðir á hverjum morgni þegar ég á frí. Hef oftast myndavélina með í för og tek oft myndir af því sem á vegi mínum verður. Sumt af því ratar hingað á bloggið mitt. Engir hafa kvartað yfir þessu svo ég er að hugsa um að halda því áfram enn um sinn.

Það getur vel verið að þetta Icsave dæmi sé eitt allsherjar fokking fokk en það breytir því ekki að við verðum að losna við þennan ófögnuð. Nógu lengi er þetta búið að hrjá okkur.

Læt þetta duga að sinni. Þarf líka að leika í bréfskákunum mínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alltaf flottar myndir hjá þér, Sæmi.

Gerandisgleðir - Marsmorgun

Var eitt sinn í stjórn Skákfélags Menntaskólans á Akureyri og við buðum Friðriki Ólafssyni stórmeistara að tefla þar fjöltefli.

Gerði þar jafntefli við kallinn en ég hafði að sjálfsögðu meiri tíma til umhugsunar fyrir hvern leik. Hins vegar var hann búinn að hugsa æði mikið um skák og orðinn stórmeistari þegar ég fæddist, þannig að ég held að hann sé frekar lélegur í skák.

Við urðum hins vegar að greiða kallinum það sem hann setti upp fyrir að tefla þetta fjöltefli, þrátt fyrir að ég yrði fyrir þessum vonbrigðum með hann og gerði honum rækilega grein fyrir þeim.

Þorsteinn Briem, 21.3.2010 kl. 09:15

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Í Grímsnesinu grillað var
og gætt sér að góðum verði
Sagðar margar sögurnar
af Sæma frá Hveragerði

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.3.2010 kl. 11:02

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Grímsnesinu grillaði,
góðglaður þar chillaði,
graðgaði í sig gúmmelaði,
og geitur mjólkaði úti á hlaði.

Þorsteinn Briem, 21.3.2010 kl. 11:44

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Skoðaði færeyska bloggið - sannarlega gaman að því.

Í Grímsnesinu grillað var.
Góður var sá matur.
Sagðar margar sögurnar
og Sæmi ekki latur. (Við átið.)

Sæmundur Bjarnason, 21.3.2010 kl. 11:54

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þótt unnið hafir eina skák
það engan feril skapaði
lánið lék við Steina strák
og stórmeistarinn tapaði

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.3.2010 kl. 12:25

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Steini oft stúlkurnar seyðir
og stingur svo fingri í pjötlu
það gutlar og frussar og freyðir
sem fossandi eldgos í Kötlu

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.3.2010 kl. 14:10

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Páfans var þar tapað tafl,
teravött var Jóa afl,
út þar spýttist hrika hrafl,
hrannir miklar, skítaskafl.

Þorsteinn Briem, 21.3.2010 kl. 14:46

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Vel þeir leggja í ljóðasmíð
Laxdalinn og Steini.
Stendur eftir skakan fríð
sem strákum varð að meini.

Sæmundur Bjarnason, 21.3.2010 kl. 15:51

9 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Yrkja nú sem aldrei fyrr
allir sem það geta.
Ekki virðist standa styrr
um styrjaldir við Breta.

Sæmundur Bjarnason, 21.3.2010 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband