961 - Nautaat

Sá eitt sinn nautaat á Mallorca á Spáni. Sú sýning líður mér ekki úr minni. Gleymdi að borga kallinum sem vísaði okkur til sætis þjórfé og hann var svolitla stund að mævængja í kringum okkur en gafst svo upp. Afar margt úr atinu sjálfu er mér minnisstætt og alltaf þegar ég sé myndir frá nautaati í sjónvarpinu minnist ég þessarar frábæru sýningar. 

Auðvitað eru dýradráp ekkert skemmtileg, en umgjörðin öll utanum þetta var ógleymanleg og atburðirnir sem þar áttu sér stað eftirminnilegri en flest annað. Ekki man ég þó með vissu hve mörg naut voru drepin í atinu (líklega svona sex) en enginn nautabani eða mannlegur þátttakandi í þessari sýningu slasaðist.

Ekki voru nautabanarnir verðlaunaðir á nokkurn hátt þó mér þætti að vel hefði mátt gera það. Fannst þeir vera afburða flinkir. Í lokin hentu áhorfendur sessunum sem þeir höfðu setið á inn í hringinn. Líklega til að láta í ljós óánægju sína. Minnir að ég hafi gert það á endanum líka. Var samt síður en svo óánægður með sýninguna.

Allir virðast vera hundsvekktir yfir því að einhverjir handbolta-afglapar úti í heimi hafi sett Ísland í vitlausan styrkleikaflokk við niðurröðun í eitthvert mót. Fjallað er um málið í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Skil bara ekkert í þessu og er alveg sama. Erum við Íslendingar inbilskir eða hvað? Af hverju stjórnum við ekki alþjóðlegum handbolta? Ég bara spyr.

Og nokkrar myndir:

IMG 1200Snjór í Kópavogi.

IMG 1211Alveg rétt. Það þýðir ekkert annað en að steypa þessi helvítis tré niður.

IMG 1216Hér er hlustað og horft. Útvarpshúsið við Efstaleiti.

IMG 1227Endur í Kópavogi.

IMG 1229Kópavogur í dag, mánudag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Vissulega erum við imbilskir. Ég sá líka einu sinni nautaat á Spáni og gleymi því aldrei hvað það var viðbjóðslegt og hvað ég hélt með nautinu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.3.2010 kl. 01:11

2 Smámynd: Kama Sutra

Nautaat er meira en bara dýradráp.  Þetta er dýraníð.  Oj bara.

Kama Sutra, 16.3.2010 kl. 01:27

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alveg hann að okkar mati,
út úr kú á nautaati,
staffírugur stóð á gati,
steikur komu þar á fati.

Þorsteinn Briem, 16.3.2010 kl. 07:18

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, ég sá ekki ógeðslegheitin í nautaatinu. Samt hafa þau áreiðanlega verið þarna. Sá bara glæsileikann og litadýrðina. Semsagt það sem ég átti að sjá. Blóðið úr nautunum og skrokkarnir af þeim var samt ekkert glæsilegt að sjá.

Sæmundur Bjarnason, 16.3.2010 kl. 07:19

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Steini var í stelpuleik.
Studdi sig við rímið.
Lygasögum kom á kreik
og kreisti úr sér flímið.

Sæmundur Bjarnason, 16.3.2010 kl. 08:02

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fótboltanum fjári góðir,
en framherjarnir dáldið móðir,
heimsfrægt nú er okkar ágæti,
áttugasta og fyrsta sæti.

Þorsteinn Briem, 16.3.2010 kl. 10:22

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottar myndir.  'Eg myndi ekki treysta mér til að fara á nautaat.  Heyrði um daginn að Spánverjar væru að spekulera í að banna þá íþrótt.  Ekki myndi ég súta það.  Svo eru menn að tala um hvalveiðar!!!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2010 kl. 11:34

9 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Afhverju heitir þetta nautaat? Við eigum orð eins og hestaat og hundaat og hanaat, en í öllum þessum ötum eru dýrin að kljást við hvort annað. Svo fara getulausir spanjólar að stinga naut og kalla það nautaat!

Ég skil ekki skemmtigildið en það er líka svo margt sem ég skil ekki

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.3.2010 kl. 14:14

10 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

p.s svo vantar mig skýringu á orðunum mævængja og imbilskur takk. Aldrei heyrt þau áður en renni þó í grun hvað imbilskur er

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.3.2010 kl. 14:20

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Nautaat er bannað víða á Spáni, þó ekki allsstaðar. Um nafngiftina á því veit ég ekki. Imbilskur er dönskusletta að ég held. Mævængja hefur líka merkingu og orðin að stígstappa og tvístíga. Þorbjörn er góður.

Sæmundur Bjarnason, 16.3.2010 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband