13.3.2010 | 00:08
958 - Sjöundá
Var að enda við að lesa frásögn af Sjöundármorðunum í bók sem heitir Syndir feðranna III" og er gefin út árið 1988 af bókaútgáfunni Hildi. Undirtitill bókarinnar er Sagnir af gömlum myrkraverkum".
Þetta er undarleg bók. Sagt er að Gunnar S. Þorleifsson hafi safnað frásögnunum saman. Höfunda er ekki getið og engin tilraun er gerð til að segja frá tilurð sagnanna eða um hvað þær fjalla eða frá hvaða tíma þær eru. Eftir efnisyfirliti fremst í bókinni að dæma eru frásagnirnar í bókinni tólf talsins og nöfn þeirra eru talin upp í yfirlitinu. Meira er ekki að hafa.
Gunnar Gunnarsson gerði morðin á Sjöundá ódauðleg í meistaraverki sínu Svartfugli". Atburðirnir áttu sér stað í byrjun nítjándu aldar og víða er hægt að finna frásagnir af ódæðunum sjálfum og örlögum þeirra Bjarna Bjarnasonar og Steinunnar Sveinsdóttur.
Eiginmaður Steinunnar var drepinn af Bjarna og sömuleiðis kona Bjarna. Steinunn var með í ráðum og eggjaði til verkanna. Þetta játuðu þau skötuhjúin við yfirheyrslur en margt er það í rannsókn málsins sem nútímafólk hefði kosið að væri öðruvísi. Til dæmis er engar upplýsingar að finna um sálarástand morðingjanna og játningarnar virðast hafa verið fengnar fram með svikum og fláræði.
Frásögnin í þessari bók er allýtarleg og tekur nærri 80 blaðsíður (89 - 167) Höfundurinn er fjarri því að vera hlutlaus í þessari frásögn sinni og gerir á allan hátt hlut þeirra sem að málinu koma sem verstan. Hann er þó þokkalega hlutlaus þegar kemur að afbrotafólkinu sjálfu og fylgir örlögum þeirra nokkuð vel.
Steinunn Sveinsdóttir lést í tugthúsinu í Reykjavík (Stjórnarráðshúsinu) og var dysjuð fyrir utan bæinn á Skólavörðuholtinu þar sem síðar var kallað Steinkudys. Bjarni var hinsvegar fluttur til Noregs og tekinn af lífi þar.
Allt frá því að ég las í æsku bókina Svartfugl" hafa atburðir þessir haft mikil áhrif á mig. Þeir lýsa þjóðlífi þessa tíma afar vel. Sá veruleiki sem þarna birtist er órafjarri nútímanum. Frásögnin í þessari bók er á margan hátt ágæt og fyllir vel upp í eyður sem í huga mér hafa verið um þetta mál. Þessvegna finnst mér það skaði að höfundar skuli ekki getið í bókinni.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ekki duga þér þessir útúrdúrar Sæmundur. Maður líttu þér nær
Hér er fjós en engin fljóð
flýtur skítur óbeizlaður
mokar flór í miklum móð
mikill vinstri maður
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.3.2010 kl. 12:27
Útúrdúrar??? Ég hef ekki hugmynd um hvað þú ert að tala um Jóhannes minn.
Sæmundur Bjarnason, 13.3.2010 kl. 13:22
ég er að hugsa um að laga vísuna hér að ofan, en hún er um framsóknarmanninn Steingrím J.
Hér er fjós en engin fljóð
flýtur skítur óbeizlaður
mokar flór í miklum móð
"meintur" vinstri maður
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.3.2010 kl. 13:52
Útúrvísur eru hér
einkanlega á seyði.
Meiningin þar ekki er
að þær nokkurn meiði.
Sæmundur Bjarnason, 13.3.2010 kl. 14:23
Ekki neitt af Eiði að frétta,
ætíð góður varamaður,
á bekknum raðir þarf að þétta,
þrýstinn bossinn ætíð glaður.
Þorsteinn Briem, 13.3.2010 kl. 16:33
Talið ekki vert einskis
að taka á þessum brestum
og steypa oní Steinkudys
staffírugum prestum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.3.2010 kl. 22:04
Setti þessa á bloggið hans Gísla, í tilefni af lágum launum biskups
Virðist mér af verkunum
sem vitna á efsta degi
að Karl á vini hjá klerkunum
en Kristur átti það eigi
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.3.2010 kl. 22:14
ég verð að kíkja á þessa bók vissi ekki af henni. Er mikill aðdáandi sögunnar. Ertu búinn að sjá uppsetningu Halaleikhópsins á Sjöundá ? Síðasta sýning er á laugardaginn www.halaleikhopurinn.is
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 17.3.2010 kl. 23:08
Nei, ég hef ekki séð þessa uppsetningu en hef hana á bak við eyrað. Fer afar sjaldan í leikhús núorðið.
Sæmundur Bjarnason, 18.3.2010 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.