6.3.2010 | 00:39
951 - Bara að ég hefði nú heila
Já, sjálfsagt mæti ég á kjörstað og kýs, en hvað ég kýs að gera er ekki ákveðið.
Annars er orðið of seint að gera nokkuð af viti í sambandi við þessa þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún er líka óttalegt ómark og eins og ég spáði er verið að reyna að fá fólk til að sitja heima. Hef samt ekki orðið var við mikið af beinum áskorunum um slíkt. Fólki þarf að finnast að það ákveði þetta sjálft, einkum ef það nennir eiginlega ekki að standa í þessari vitleysu.
Bara að ég hefði nú heila", sagði fuglahræðan í Galdrakarlinum í Oz. Ætli ég geri ekki hennar orð að mínum núna.
Mér finnst ég ekki geta hunsað þessar kosningar. Aðeins einu sinni hef ég ekki mætt á kjörstað þegar mér bauðst það. Það var þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi árið 1988. Mér fannst þaulsetan hjá Vigdísi í embættinu óþörf og hún var búin að gefa það í skyn að hún yrði bara tvö kjörtímabil. Gat ekki hugsað mér að kjósa Sigrúnu. Hefði svosem getað mætt og kosið hvoruga.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sagt er Þjóðaratkvæðagreiðslan er tilgangslaus því Icesavesamningur II er úreltur.
Hið rétta er: Það er þjóðaratkvæðagreiðslunni að þakka ef Icesavesamningur II er úreltur. Lögin taka gildi ef þau eru ekki kosin í burtu eða afturkölluð.
Theódór Norðkvist, 6.3.2010 kl. 01:16
Spurningin er bara hvað tekur við og hvað er í gildi eftir að búið er að fella Icesave II.
Sæmundur Bjarnason, 6.3.2010 kl. 01:30
Bóndinn Sæmi býr í Oz,
bryður kex og sýður tros,
brattur rekur búð þar Vos,
á bloggi hans þó mikið los.
Þorsteinn Briem, 6.3.2010 kl. 01:45
Afhverju segja menn að kosningin sé ómark? Afhverju eru Jóhanna og Steingrímur að ljúga að þjóðinni aftur og aftur? Afhverju eru þau svona þýlynd? Ég er löngu hættur að skilja rök eða rakaleysi þessarar stjórnar. Svo lengi sem enginn nýr samningur hefur verið undirritaður þá gildir sá samningur sem síðast var undirritaður og Steingrímur gæti staðfest ríkisábyrgðina tæknilega með undirskrift sinni ef honum dytti í hug.
Þessvegna er nayðsynlegt að fella þessi lög úr gildi og eini löglegi aðilinn til að gera það er þjóðin með atkvæði sínu á morgun.
Er þetta eitthvað flókið? En auðvitað er alltaf snautlegt fyrir valdhafann þegar ráðin eru tekin af honum og hann gerður afturreka með þessum hætti.
Og frá og með morgundeginum mun þessi svipa vofa yfir stjórnmálamönnum og ráðherrum að sinna sínum embættisverkum svo meirihluta þjóðarinnar líki. Það er stóra málið
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.3.2010 kl. 01:47
Sæmi þú meinar Icesave 3. Þegar búið er að fella þessi lög út gildi þá væntanlega gildir fyrirvarasamningurinn frá í sumar sem við getum kallað icesave 2. Ef þessi lög hefðu gilt áfram þá hefðu þau rutt fyrirvarsamningunum úr gildi þótt menn séu jafnvel að þræta um það líka. En allavega bindur enginn samningur þjóðina annar en sá sem Alþingi samþykkir og forsetinn skrifar undir. Það er nokkuð ljóst.
Mikilvægast er náttúrulega að fá það viðurkennt að ríkisábyrgð komi aldrei til greina. Þá verður væntanlega bankakerfið að tryggja það með eigin peningum að innistæðutryggingakerfið geti alltaf staðið undir skuldbindingum og þegar kerfishrun verður þá sé það alþjóðleg ábyrgð en ekki eins lands. Það er ekki nóg að viðurkenna alþjóðlegt flæði fjármagns ef ábyrgðin er ekki að sama skapi alþjóðleg. Það er heimskulegt að tala um að ríkisábyrgð sé hornsteinn bankakerfisins. Það er hreinn og klár pilsfaldakapítalismi sem löngu er tímabært að afnema. Við sáum þetta í bankakreppunni að stjórnendur eru enn að moka bónusum í eigin vasa meðan almenningur borgar tapið í gegnum ríkisaðstoð sem aldrei verður endurgreidd
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.3.2010 kl. 02:01
Það merkir að Bretar og Hollendingar geta samþykkt ágústsamninginn ef þeir vilja. Geri þeir það gildir hann og ekkert hægt að gera (annað en að gera byltingu.)
Við erum alltaf í betri stöðu með því að kjósa áramótasamninginn út í hafsauga, en erum samt ekki alveg laus við ríkisábyrgðina. Hún er í gildi í lögunum frá í águst.
Theódór Norðkvist, 6.3.2010 kl. 02:17
Ómar Ragnarsson vill að Kínverjar greiði IceSave-reikninginn vegna þess að þeir séu svo margir.
Sjötíu milljarðar króna deilt með 1,4 milljörðum manna gerir fimmtíu kall á mann og málið er dautt.
Þorsteinn Briem, 6.3.2010 kl. 08:42
Steini ætíð stendur sig
stöðugt rími beitir.
Reynir æ að espa mig
eða hvað það heitir.
Sæmundur Bjarnason, 6.3.2010 kl. 09:50
Sæmundur, ef ICESAVE 2 er fellt í gildi tekur ICESAVE 1 við, sem hefur ekki verið samþykkt af Bretum eða Hollendingum. Þar eru meðal annars fyrirvarar sem gera þeim ekki kleift að ganga að íslenskum náttúruauðlindum, að málið verður látið niður falla eftir ákveðinn árafjölda, og að skera þurfi úr um lagalegan ágreining áður en samið verður.
Ég kaus í gær, og lít á það sem móðgun við mig persónulega sem kjósanda og mann sem hefur starfað sem kennari og unnið að aukinni lýðræðisvitund nemenda minna að Jóhanna og Steingrímur ætla ekki að taka þátt í kosningunni og kalla hana marklausa til þess eins að draga úr þátttöku og bjarga eigin pólitíska skinni.
Hrannar Baldursson, 6.3.2010 kl. 09:53
Þjóðremba verður sigurvegari atkvæðagreiðslunnar í dag. Hún er útrás þjóðar, sem horfir á geðbilaða bankastjóra afhenda útrásarvíkingum fyrirtækin sín aftur. Hún er útrás þjóðar, sem sætir þúsund milljarða tjóni af völdum Davíðs, Geirs og víkinganna. Því neitar hún að borga hundrað milljarða tjón af IceSave. "Við borgum ekki" segja fífl, sem samt borga þúsund milljarða. Í stað þess að rísa upp gegn ríkjandi peningavaldi fara fífl á kjörstað. Þau kjósa gegn evrópsku regluverki, erlendum ríkjum og guð má vita hverju. Með þjóðaratkvæðinu er þjóðrembd þjóð einhuga um að hengja bakara fyrir smið.
http://www.jonas.is/leidarar/greininp.lasso?id=13203
Þetta er líka sjónarmið?
Ólafur Sveinsson 6.3.2010 kl. 14:42
Ég fór og sagði nei, fannst ég verða að gera það.
DoctorE 6.3.2010 kl. 16:04
Stattu með þinni þjóð - og segðu NEI - þá batnar samningsstaðan.
Samningsttaðan batnar enn - ef ráðherrar sem sitja nú heima - skv. opinberum yfirlýsingum - sem hneykslar erlenda balaðamenn - eiga að segj af sér - og vera bara heima hjá sér að hvíla sig næst mánuðina.
Þjóðstjórn eða utanþingsstjórn verður að taka við....
Kristinn Pétursson, 6.3.2010 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.