938 - Valgerður Bjarnadóttir

Las ágæta grein Valgerðar Bjarnadóttur (systur Björns Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra og dóttur Bjarna Benediktssonar sem eitt sinn var forsætisráðherra Íslands og beið bana í eldsvoða á Þingvöllum árið 1970) um þöggunina í þjóðfélaginu í netritinu Herðubreið. (Gegnum blogg.gáttina að sjálfsögðu) Auðvitað fjallar hún þar einkum um Davíð Oddsson og kallar grein sína „Af góðum skoðunum og vondum". Sá svo blogg eftir Arnljót Arnarson sem hann kallar: „Frábært blogg Valgerðar". Þar er minnst á athugasemdir við bloggið og sérstaklega eina sem sögð er eftir Hrein Loftsson. 

Við greinina í Herðubreið er engin athugasemd svo ég fór að athuga málið betur. Sama grein er einnig í bloggi Valgerðar á Eyjunni og þar eru athugasemdir og greinin heitir reyndar þar „Góðar skoðanir og vondar". Meðal annars er þar ein athugasemd sem sögð er vera eftir Hrein Loftsson. Þar er lýst gráti Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar vegna svika við Davíð Oddsson (að því er Hreinn segir) og er öll athugasemdin athyglisverð í meira lagi.

Valgerður virðist ekki hafa skráð eyjublogg sitt á blogg.gáttina og ef til vill valdið því að einhverjir hafi ekki séð athugasemdirnar við bloggið. Þannig kann þetta að vera með fleiri og kannski uppgötvaði ég þetta einungis vegna þess að athugasemdin er fréttnæm.

Ekki veit ég hvort Eiður Guðnason tók eftir því en Ingólfur Bjarni sagði í fréttum sjónvarpsins í kvöld að ríki Evrópusambandsins þyrðu ekki öðru en að hjálpa Grikkjum. Efnislega kann hann að hafa rétt fyrir sér en ekki hefði hann fengið hátt á prófi fyrir svona þágufallssýki í mínu ungdæmi. „Þora annað" hefði átt að segja samkvæmt þeim reglum sem þá giltu en auðvitað verður það á endanum rétt sem allir segja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er svo mikið skrifað að það hljóta öðru hvoru að slæðast villur. Kanski eru blaðamenn frekar gagnrýndir,bara allt í lagi. Mér finnst framsetningu  frétta oft ábótavant,þá er ég að hugsa um setningafræðina. Hún er mér gleymd að mestu,en rita eftir tilfinningu,hverju sinni.  Sýnist þitt blogg vera svo  ,,áreynslulaust,, og það verður þá svo þægilegt aflestrar.   Ég vissi ekki að Herðubreið væri vefrit, líklega það sem Karl Th.Birgisson,ritstýrir.

Helga Kristjánsdóttir, 21.2.2010 kl. 01:16

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Grein Valgerðar fór sem eldur um bloggsinuna í gær og var smjattað mikið á athugasemd Hreins. Ég man vel eftir fáheyrðri framkomu yfirvalda við þennan Falon Gong hóp sem kom hingað til að mótmæla, ekki síst vegna þess að Björn Bjarnason var í hópi Gunnars Eyjólfssonar sem iðkaði þessa kínversku leikfimi á þaki þjóðleikhússins.  Svona eftirá að hyggja þá er ekki annað hægt að segja en þjóðfélagið hafi verið undirlagt af þessari skoðunarkúgun Davíðs Oddssonar. Og ekki síst hans eigin fylgismenn. Davíð er ekki í lagi, hann hefur öll einkenni fasísks stjórnmálamanns. Og hann gerði í því að fara gegn skoðunum manna undir það síðasta þegar tökin voru að minnka.  Kannski sér hann sjálfan sig sem einhvers konar Loðvík XIV. Veit ekki um það, og ólíklegt þykir mér að hann leyfi óhlutdræga skráningu á lífshlaupi sínu og stjórnmálaferli.  En þjóðin mun losa sig við Davíðs heilkennið og það mun skráð í sögubækur sem víti til varnaðar.

p.s Víst er bloggið hennar Valgerðar á Gáttinni, þú verður að skrá þig inn og velja stjórnborð og svo undir V muntu finna hennar blogg skráð og getur bætt við þinn  lista. Þannig finnst mér best að fylgjast með

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.2.2010 kl. 02:46

3 identicon

Ég er ekki alveg sáttur við það sem Sæmundur kallar þágufallssýki. Margar segja; ég þori það ekki, en ekki færri segja; ég þori því ekki.

Orðabækur leyfa hvort tveggja.

Haukur Kristinsson 21.2.2010 kl. 09:32

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Haukur. Mér finnst nafngiftir engu máli skipta. Í skóla var mér kennt að ekki ætti að segja "þora því" heldur "þora það". Ég er auðvitað enginn hæstiréttur varðandi málfar. Margir segja "mér langar" en mér finnst það samt ekki rétt.

Hvað áttu við með að orðabækur "leyfi" hvort tveggja. Mér finnst ég ekki þurfa orðabókarleyfi til að skrifa á þann hátt sem mér sýnist.

Sæmundur Bjarnason, 21.2.2010 kl. 09:46

5 identicon

Í orðabók Menningarsjóðs stendur við sögnina að þora; þ. e-ð (e-u, e-s).

"En svigar eru hafðir til nánari skýringar eða þegar svigaorðin geta komið í stað orða utan svigans".  

Auðvitað átt þú ekki að skrifa eins og þér sýnist. Þú ert ekki Halldór Laxness.

Haukur Kristinsson 21.2.2010 kl. 10:13

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hér er rætt um fallstýringar. Ég kalla það þágufallssýki þegar þágufall er notað þar sem mér finnst að nota eigi nefnifall eða þolfall. Samkvæmt mínum málskilningi er sögnin að þora í þessum flokki. (ekki bara langa og hlakka) Annars eru stýringar af þessu tagi ekki það sem mest áhrif hefur á málfar. Frekar finnst mér þar vera um að ræða nefnifallsáráttu og eignarfallsflótta.

Jú, ég skrifa eins og mér sýnist. Sýnist bara ekki að skrifa kiljönsku.

Sæmundur Bjarnason, 21.2.2010 kl. 10:40

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Haukur alveg þorir því
að þrasa hér um þágufall
Fimur Sæmi finnst mér í
fallstýringum eitursnjall

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.2.2010 kl. 19:36

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

eða

Haukur alveg þorir því
að þrasa hér um þágufall
Fimur Sæmi flækir í
fallstýringum þennan kall

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.2.2010 kl. 20:02

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Féll í geðið fallstýru,
á fimleikanna móti,
loksins sá þar ljóstýru,
limur sem úr grjóti.

Þorsteinn Briem, 21.2.2010 kl. 20:57

10 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Alltaf limi læðir að
lævís vísnasmiður
Ekk' er reisn að yrkj' um það
sem einatt lafir niður

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.2.2010 kl. 21:18

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Falli stýrir faglega.
Fer með vísur haglega.
Steina litla laglega
sem lostinn kitlar daglega.

(Að mestu stolið og stælt)

Sæmundur Bjarnason, 21.2.2010 kl. 21:36

12 Smámynd: Kama Sutra

Hér er mikið ballarhjal.

Kama Sutra, 21.2.2010 kl. 21:45

13 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Laxdal yrkir líka flott
ljóð um fjallið eina.
Lafir gegnum loðið glott
limurinn á Steina.

Sæmundur Bjarnason, 21.2.2010 kl. 21:48

14 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það ballarhjal sem birtist hér
berlega vakti meyna
Kama Sutra komin er
að hvetja Sæma og Steina

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.2.2010 kl. 22:28

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hannes Hólmsteinn um Hrein Loftsson:

He was very oh so soft,
he was often on the loft,
but he is pure oh no more,
nothing cheaper in the store.

Þorsteinn Briem, 21.2.2010 kl. 22:33

16 Smámynd: Kama Sutra

Alltaf gaman þegar strákarnir eru orðnir fjörugir og rismiklir.

Kama Sutra, 21.2.2010 kl. 22:37

17 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Engilhreinn er ekki neinn
og ekki sopið kálið
í ausunni þó einn og einn
ekki þekki málið.

Sæmundur Bjarnason, 21.2.2010 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband