20.2.2010 | 08:38
937 - Google streetview
Á sínum tíma var ég ákaflega hrifinn af Google-earth forritinu þar sem maður gat skoðað loftmyndir af nánast öllum heiminum og virt fyrir sér gatnakerfi og ýmislegt annað.
Nú er ég nýbúinn að kynnast öðru svipuðu forriti frá Google sem heitir Google streetview og hægt er að nálgast í gegnum Google maps. Þar getur maður til dæmis ferðast eftir götum í tilteknum bæjarhlutum víða um heim og skoðað húsin þar og annað, snúið sér á alla kanta og dregið að sér. Bílar og fólk er þar eins og frosið en vel hægt að skoða það. Ekki er þarna um allan heiminn að ræða, t.d. ekkert frá Íslandi.
Mikið er frá Bandaríkjunum og talsvert frá Norðurlöndunum.Víða hafa þeir Goole-menn farið og margt er hægt að skoða. Myndirnar eru teknar með fiskiauga"-linsu af bílþaki, sýnist mér. Ég gat T.d. skroppið til Kanarí og skoðað þar hótelið sem ég dvaldi á í janúar.
Ég er sammála Sigurði Þór um að sýn Jónasar Kristjánssonar á blogg er afar þröng. Líka sýn margra annarra. Blogg sem eru nær eingöngu fréttakomment og stjórnmálaskrif virðast njóta mikilla vinsælda. Blogg geta bara verið svo margt annað. Næstum hvað sem er. Sjálfum finnst mér ágætt að blanda öllu saman. Fréttakommentum og allskyns hugleiðingum. Svo virðist sem einhver fjöldi fólks hafi áhuga á slíku.
Margir setja stjórnmál svo mikið fyrir sig að þeir hafa hætt á Moggablogginu. Svo virðist sem sumir þeirra hafi þurrkað út allt sitt. Kommentin líka. Sé að sum gömul komment hjá mér eru horfin. Þetta er svolítið slæmt því stundum er einskonar þráður í kommentunum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
takk fyrir mig og lestur þinna blogga undanfarna mánuði :) þú ert fastur liður hjá mér Sæmi yfir morgunkaffinu.
Óskar Þorkelsson, 20.2.2010 kl. 08:57
Mér finnst óþægilegt að vera hér á moggablogginu undir manni sem þekktur er af flestu öðru en umburðarlyndi gagnvart þeim sem ekki lúta honum í einu og öllu.
Þakka ábendinguna með Google streetview. Ætla að prufa það.
Þakka einnig góða ferðasögu frá Kanarí um daginn. Kannaðist við margt úr þeirri lýsingu, enda hef ég farið þangað yfir tíu sinnum og líkað vel.
Sveinn hinn Ungi 20.2.2010 kl. 08:58
Takk Óskar.
Sveinn, mér finnst maður ekkert vera undir Davíð seldur hér á Moggablogginu. Hér er bara ágætt að vera. Auðvelt að blogga og ef maður skráir sig t.d. í Blogg.gáttina þá er fremur auðvelt að finna mann. Varla eru menn svo pólitískir að þeir forðist að lesa Moggablogg!!
Sæmundur Bjarnason, 20.2.2010 kl. 09:14
Svo eru sumir sem fóru yfir á eyjuna þegar að Davíð tók við. En einhverra hluta vegna virðast þeir ekki fá nógan lestur þar og þurfa þess vegna að auglýsa bloggið sitt hér á mogganum eins og hún Lára Hanna.
Ég hef ekki orðið var við að hann Davíð hafi verið að hrauna yfir bloggara hér á mogganum, hann er meira að segja það umburðarlyndur að leyfa henni Láru að auglýsa bloggið sitt á eyjunni án gjalds.
Rafn Haraldur Sigurðsson 20.2.2010 kl. 09:22
I have a girlfriend on Google,
she is very pretty and cool,
in Street View nice,
very street wise,
and she is always in Liverpool.
Þorsteinn Briem, 20.2.2010 kl. 09:29
Ég kann ekki að yrkja á ensku. Einu sinni gerði ég samt vísu á dönsku. Hún er svona:
En vise paa dansk at digte
drömt har jeg længe om.
Men inspirasjonen vil svigte.
Jeg synes at være tom.
Man eftir einni ágætri vísu á ensku. Veit ekki hver gerði hana. Í huganum tengist nafn séra Roberts Jacks samt þessari ágætu hringhendu:
She is fine as morn´in May,
mild devine and clever.
Like a shining summerday
she is mine forever.
Sæmundur Bjarnason, 20.2.2010 kl. 09:52
Það vill svo til að mér er kunnugt um að ýmsir þeir bloggarar sem mikið voru lesnir á Moggablogginu og fóru svo yfir á Eyjuna eru þar MEIRA lesnir en áður.
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.2.2010 kl. 11:11
Sigurður, þetta með meira eða minna lesnir er hugsanlega ekki marktækt. Við hvað er miðað? Eru róbottar taldir með? Hversu vel er lesið og með hve mikilli athygli? Spurningarnar eru óendanlega margar. Kannski er mest að marka athugasemdirnar. En þær geta líka orðið of margar. Þegar maður kemst ekki einu sinni yfir að lesa þær er fokið í flest skjól. Mínir fordómar.
Sæmundur Bjarnason, 20.2.2010 kl. 11:40
Vísan She is fine er eftir séra Sigurð Norland í Hindisvík á Vatnsnesi. Séra Róbert tók við prestskap af honum en orti aldrei vísu svo vitað sé. En hann var viðförull og sagði margar skemmtilegar sögur og ekki allar dagsannar en þær voru þeim mun skemmtilegri sem hann kryddaði þær betur.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 20.2.2010 kl. 12:23
Vargur brennu barmar sér
blá hendin penna beitir
Margur kennir garminn hér
sá halur Oddson heitir
eða
Heitir Oddson halur sá
hér garminn kennir margur
beitir penna hendin blá
Sér barmar brennu vargur
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.2.2010 kl. 19:05
Þetta er frekar nice framtak hjá Google með streetview ég er t.d búinn að sjá bílinn minn á tveimur myndum hér í borg (Kbh) og afturhlutan á sjálfum mér á leið inn um hlið til "frokost´s besøg" á Frederiksberg s.l. sumar
Jón Arnar, 20.2.2010 kl. 21:13
BenAx, þetta er alveg rétt með Sigurð í Hindisvík, ég man það núna.
Bláa höndin brennir allt,
beitir penna illa.
Úr Dabba blaði kemur kalt
og kannski eintóm villa.
Já, Jón Arnar, þetta með streetview er nokkuð svalt og alls ekki allir sem vita af þessu þó það sé kannski ekki nýtt.
Sæmundur Bjarnason, 20.2.2010 kl. 21:42
Andskoti eru þig skemmtilegir sveinar!!
Ólafur Sveinsson 20.2.2010 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.