16.2.2010 | 00:03
933 - Um pöddur og fleira
Mörgum eru pöddur hugleiknar. Séra Svavar Alfreð Jónsson skrifar á sitt blogg um daginn af mikilli innlifun um skordýralíf á Ítalíu. Í janúar dvaldi ég í fjórar vikur á Kanaríeyjum. Einna mest kom mér á óvart að þrátt fyrir allan hitann þarna var pöddulíf allt fremur fátæklegt. Pínulitlir maurar voru að vísu nokkuð algengir en aðar pöddur vart finnanlegar og flugur fáar.
Þar sem við dvöldum fyrstu tvo dagana voru maurarnir nokkuð aðgangsharðir og einn kakkalakki sást þar. Ekkert slíkt var á staðnum sem við fórum síðan á. Ég er einfaldlega þeirrar skoðunar að á Gran Canary séu skorkvikindi afar fá en túristar aftur á móti algengir. Marga slíka sáum við og flesta berleggjaða ef ekki berari en það.
Margt er forvitnilegt um náttúrufar á Kanarí-eyjum. Ég get þó bara um Gran Canary talað því öðrum eyjum þar kynntist ég sáralítið. Millilent var að vísu á Tenerife bæði á niðureftirleið og heimleið en stoppið var stutt og ekki farið einu sinni útúr flugvélinni.
Talsvert er ræktað þarna af allskyns ávöxtum. Tómatarækt er mikil og bananarækt talsverð. Gróðurhús eru þarna oftast nær eingöngu úr plastyfirbreiðslum sem hrófað er upp með spýtum. Hef fyrir satt að það sé einkum til að verjast morgundögginni sem setur gjarnan bletti á tómatana þegar hún þornar og af einhverjum ástæðum virðast bananaplöntur þrífast betur undir plasti en án þess.
Fjöll eru þarna mörg tilkomumikil og brött. Víða eru hrjóstrug svæði og ekki mikið gróin sunnantil á eyjunni vegna þurrka. Kaktusar vaxa víða og pálmatré eru útum allt. Þar sem skilyrði eru góð er allt umvafið gróðri og fiðrildi bæði stór og litfögur víða á sveimi. Fuglalíf er talsvert og þeir skrautlegir mjög. Mávar fáir og aðeins nýlega búnir að nema þarna land að sagt er.
Ekki er vitað með vissu hvenær menn komu fyrst til eyjanna. Löngu fyrir Krists burð hefur það samt verið og líklega voru þeir ættaðir frá Egyptalandi. Hafa eflaust komið á bátum eða flekum en siglingar stunduðu þeir þó alls ekki. Spánverjar lögðu eyjarnar undir sig seinni hluta fimmtándu aldar og sagt er að Kólumbus hafi lagt þaðan af stað í hina frægu Ameríkuferð sína. Einnig þjónaði Franco hershöfðingi þar áður en hann gerðist einvaldur á Spáni.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Fáar pöddur Sæmi sá,
í sollinum á Spáníá,
skroppið hafði Franco frá,
í fjári djúpum skít þar lá.
Þorsteinn Briem, 16.2.2010 kl. 00:42
Þótt kvenfólkið á Kanarí
klæðist bara bikiní
Sæmi ekkert sinnir því
svamlar bara sjónum í
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.2.2010 kl. 05:13
Yrkja mikið allir hér
enga vilja svíkja.
En sumar vísur sýnast mér
frá sannleikanum víkja.
Sæmundur Bjarnason, 16.2.2010 kl. 09:40
Þið félagar. Dáist að skáld gáfum ykkar. Tekur bara 5 tíma að yrkja vísu?
Ólafur Sveinsson 16.2.2010 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.