14.2.2010 | 00:04
931 - Lýðurinn vill blóð
Þónokkur komment fékk ég við Sólon-grein mína í gær. Hef lengi haft það á tilfinningunni að verið sé að spila með almenningsálitið. Alltaf koma nýjar og nýjar hrunfréttir. Fólk fær varla ráðrúm til að hneykslast. Finnst ekkert skrýtið þó margir haldi að margboðuð þjóðaratkvæðagreiðsla verði aldrei haldin og skýrsla sannleiksnefndarinnar verði aldrei birt.
Um áramótin 2008 og 2009 og fyrst eftir það var ég í raun aldrei hræddur um að uppúr syði og raunveruleg bylting yrði hér á Íslandi. Tók jafnvel sjálfur þátt í mótmælum án nokkurs ótta. Þrennt var það sem mér finnst eftirá markverðast í sambandi við það sem gerðist.
Greinargerð Eyþórs Árnasonar um það sem gerðist í raun og veru þegar útsending á þættinum Kryddsíldinni" var stöðvuð. Um þetta má lesa á blogginu hans.
Lýsing Kristjönu Bjarnadóttur frá Stakkhamri á andrúmsloftinu sem ríkti á Austurvelli þegar kveikt var í jólatrénu sem þar var. Þessa lýsingu sá ég ekki fyrr en talsvert löngu eftir atburðina sem þar er lýst. Greinargerð Eyþórs sá ég hins vegar mjög fljótt og hún hjálpaði mér við að gera mér grein fyrir ástandi mála.
Þriðja atriðið og það sem ég held að hafi skipt algerum sköpum varðandi þróun mála var þegar mótmælendur grýttu lögregluþjóna við stjórnarráðshúsið og nokkrir mótmælendanna stilltu sér upp milli grjótkastaranna og lögreglunnar.
Úr því ekki varð blóðug stjórnarbylting fyrir ári held ég að hún verði ekki. Þó er það svo að valdastofnanir þjóðfélagsins njóta afar lítils trausts. Án þess að einhverju sé hægt að treysta er lítil von til þess að hægt verði að ná þjóðinni uppúr þeim öldudal sem bankahrunið hefur óneitanlega valdið. Ef útrásarvíkingarnir eiga aftur að fá öll völd og geta haldið áfram sínum leik er engin von til þess að vel fari.
Fyrir nokkru vorum við hjónin stödd á bensínstöð einni við Ártúnsbrekkuna. Einhverra hluta vegna datt okkur í hug að fá okkur pínulítið nammi. Afgreiðslukonan var greinilega hálfhneyksluð á okkur og lét þess getið að á laugardögum væri nammið selt á hálfvirði. Mig langaði auðvitað mest til að skila namminu aftur en af því varð ekki.
Nú sé ég í fréttum sjónvarpsins að sama aðferð er notuð í Hagkaupum í Skeifunni og trúlega víðar.
Þeir kaupmenn sem hafa vörur sínar tvöfalt dýrari en þörf er á sex daga vikunnar eiga alls ekki skilið að verslað sé við þá. Fyrirlitningin sem þeir sýna viðskiptavinum sínum með þessu er meiri en hægt er að sætta sig við.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
'Eg þekki þessa bensínstöð.Var þar með tveimur vinnufélögum frá Póllandi að taka bensín.Þegar ég kem inn sagði kerlínginn við mig"Rosalega eru þeir vel upp aldir hjá þér"'Eg bara fattaði það ekki fyrir en ég var komin inn í Hvalfjörð hvað hún hafði í raun og veru sagði um vini mína.En ég næ henni næst,segðu kerlingunni þinni að hringja í stóru systur henni leiðist.Gott að fá þig heim gamli rugludallur.
Þorsteinn Jónas Skjóldal Haraldsson, 14.2.2010 kl. 00:46
Takk Þorsteinn. Gaman að heyra í þér. Bloggið þitt er ógislega fyndið. Ég skal tala við konuna á bensínstöðinni næst þegar ég sé hana.
Sæmundur Bjarnason, 14.2.2010 kl. 01:00
rasismi á íslandi er staðreynd ! hef margreynt það á eigið skinni þegar ég fer út með konuna mína sem er asísk.. hér í noregi verð ég ekki var við svona viðhorf.
Varðandi æíslenska kaupmennsku þá er hún á afskaplega lágu plani. ég var til dæmis kjötstjóri í nóatúni um skeið og verslunin var opin til kl 21 á hverju kvöldu og svo laugardaga og sunnudaga.. það kom varla kjaftur inn í búðina eftir kl 1900 og ég tók þetta upp á kjötstjórafundi hjá þessum sauðum. Svarið sem ég fékk var : Markaðurinn vill þetta !! ég hló með sjálfum sér því þetta voru örfáir menn í stjóraleik hjá nóatúni, hagkaup.. þeir voru að keppa við hvorn annan með okkar peningum, því þessi leikur með opnunartímann er bara leikur.. fólk verslar ekkert meira þótt helvítis búðin sé opin allan sólarhringinn. en það eru of margar búðir í reykkjavík miðað við íbúafjölda og það er dagljóst að vöruverð á íslandi endurspeglar þessa ofrausn í verslunarframboði.. einhver verður að borga brúsann fyrir þenna opnunartíma og það er sauðsvartur almenningurinn.
Hér í noregi eru verslanir lokaðar á sunnudögum !
Óskar Þorkelsson, 14.2.2010 kl. 10:03
Þetta er athyglisverður punktur, Óskar. Auðvitað kemur opnunartími fram í verðlagi, einhver verður að borga starfsfólki laun og það fé kemur frá okkur, kaupendum.
Bónus opnar ekki fyrr en um hádegi og lokar nokkuð skikkanlega - kannski þar sé hluti ástæðu þess að verðlag helst í skefjum. Fjarðarkaup opnar ekki á sunnudögum. Melabúðin er hinsvegar opin frá því snemma þangað til vel eftir kvöldmat alla daga ... og er því ekki undarlegt að verðlag er "við hæfi".
Carlos Ferrer 14.2.2010 kl. 11:51
Undarlegt að þið séuð að fatta þetta núna fyrst, að verðlag og opnunartími sé eitthvað sem hafi samsvörun. og að það sé óþarfi að hafa opið alla nóttina eða bara til 2100 og allar helgar.
Þetta hafa margir vitað og talað um, en eru kjaftaðir niður um mikla verslun áð nóttu til í Hagkaupum. Ég hef get mér ferð í Hagkaup í Skeifunni eftir miðnætti eða um miðnætti. Svona í forvitnisskini. Jú það voru þó nokkuð margir, að kaupa samlokur og gos örfáir að kaupa eitthvað sem sennilega hafði gleymst, fyrir morgunmatinn, og svo dágóður slatti af mannskap sem bar hékk fram við dýr eða í sjoppunni og var ekkert að kaupa. Bara hitta kunningja, en og það gerir á hverjum þeim stað sem hefur opið og einhvern hita er að fá í kulda vetrarins.
Varla borgar þetta fólk, kaup þeirra öryggisvarða sem voru á vakt við að gæta varnings og skanna inn vörur á afgreiðslukössum verslunarinnar.
Ég veit ekki til að við systkinin höfum liðið skort á uppvaxtarárum okkar í Reykjavík, en þá var ekki opið um helgar. Jú matvöruverslanir voru opnar til 1200 eða 1400 á laugardögum en ekkert svo fyrr en á mánudagsmorgun
Sigrún Jóna 14.2.2010 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.