10.2.2010 | 00:05
927 - Vísa leitar höfundar
Var að enda við að lesa bókina Þjóðtrú og þjóðfræði" eftir Jón Hnefil Aðalsteinsson." Þetta er áhugaverð bók og skemmtileg. Ég las hana spjaldanna á milli nema lista um heimildarrit og nafnaskrá í lokin. Þessi bók er gefin út af Iðunni árið 1985.
Jón kannast ég ekki við þó oft hafi ég heyrt nafnið. Held að hann hafi verið eða sé bróðir fræðaþulsins, hagyrðingsins og skógarbóndans Hákonar Aðalsteinssonar og fæddur og uppalinn á Jökuldal.
Markverðust finnst mér umfjöllun Jóns um vísuna alkunnu sem er svona:
Nú er hlátur nývakinn
nú er grátur tregur.
Nú er ég kátur nafni minn
nú er ég mátulegur.
Jón fjallar reyndar lítið um vísuna sem slíka heldur um það hver eða hverjir kunni að vera höfundar hennar. Einnig um aðdraganda vísunnar, hvenær hún sé gerð og hvar. Öll umfjöllunin er nærri tuttugu blaðsíður og samt virðist mér ekki vera sannað endanlega hver eða hverjir séu höfundar hennar.
Sjálfur hef ég gaman að vel kveðnum vísum og hef nokkrum sinnum birt vísur hér í mínu bloggi. Lengi hef ég samt verið þeirrar skoðunar að til lítils sé oftast nær að geta höfundar eða reyna að leiða líkum að því hver hann sé. Hef þó stundum látið þess getið að vísur séu eftir sjálfan mig. Einnig hef ég það fyrir reglu að ef ég tilfæri vísu annaðhvort í bloggi eða athugasemd án þess að minnast á höfund þá sé vísan eftir mig.
Þetta gera alls ekki allir. Sumir tilfæra vísur eftir aðra án nokkurrar athugasemdar um höfund og þá tel ég að þeir séu að gefa í skyn að þeir hafi ort vísuna sjálfir þó svo þurfi alls ekki að vera. Oft eru vísur líka ortar undir áhrifum annarrar vísu eða vísna, jafnvel án þess að höfundur geri sér nokkra grein fyrir því.
Tilefni vísna og höfundar þeirra geta þó án efa oft skipt máli. Ein er sú vísa sem áreiðanlega er fremur auðvelt að staðsetja í tíma þó ekki viti ég um höfundinn. Sú vísa er svona:
Fallega Þorsteinn flugið tók.
Fór um himna kliður.
En Lykla-Pétur lífsins bók
læsti í skyndi niður.
Þessi vísa er sögð ort skömmu eftir dauða Þorsteins Dalasýslumann og víst er að skömmu eftir þann atburð heyrði ég hana fyrst. Ástæða þess að hún varð strax mjög fleyg er sagt að sé sú að bækur í hinu þekkta bókasafni Þorsteins séu ekki allar heiðarlega fengnar. Þessi vísa og útbreiðsla hennar lýsir einnig vel þeirri illkvittni sem algeng er í alþýðumenningu Íslendinga.
Nú er ég enginn Jón Hnefill Aðalsteinsson og þetta blogg enginn pistill sem flestallir lesa, en nú er svo langt um liðið frá dauða Þorsteins sýslumanns að engan ætti að særa þó fjallað væri um höfund þessarar vísu.
Því bið ég þá sem þessar línur lesa og einhverja hugmynd hafa um höfund vísunnar um Þorstein að láta þess getið í athugasemd hér við þessa blogg-grein. Það er nefnilega svo gaman að fá athugasemdir en ég hef fengið þær fremur fáar að undanförnu.
Til gamans læt ég svo fljóta með söguna um það að þeir Haraldur J. Hamar (eða klaufhamar) og Jón Hefill Aðalsteinsson hafi verið bræður og mamma þeirra verið Jósefína Sög. Man ekkert hvar ég heyrði þetta fyrst og þetta er áreiðanlega tóm vitleysa.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Hér segir bloggari að vísan sé eftir Guðmund Böðvarsson frá Kirkjubóli.
Kannski geturðu flett því upp en oft er erfitt að feðra svona kviðlinga því ekki er víst að höfundar hafi alltaf viljað gangast við kveðskapnum sérstaklega ef um kersknivísur eða jafnvel níðvísur er að ræða.
Ég er sammála þér að það er góður siður að geta heimilda, sérstaklega ef menn eru að birta vísur eftir aðra. Undirritaður hefur það sem reglu að birta aðeins sinn eiginn leirburð
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.2.2010 kl. 02:18
http://skjalasafn.skagafjordur.is/lausavisur/visur.php?VID=22993
Vísnavef Héraðsskjalasafns Skagfirðinga ber saman við tilvitnaðan bloggara um að vísan sé eftir Guðmund á Kirkjubóli í Hvítársíðu. Bendi hér með Sæmundi skólabróður og öðrum, sem hafa gaman af vísum á Vísnavefinn. Það er búið að leggja mikla vinnu í hann af aðstandendum hans og gríðarlegur fjöldi af vísum hefur þar verið skráður, ásamt með heimildum um þær, sem tiltækar hafa verið.
Ellismellur 10.2.2010 kl. 06:59
"Nú er hlátur nývakinn", er nú örugglega eftir Rósberg G.Snædal. Það var mér sagt fyrir 47 árum. Hann var fæddur í Laxárdal að baki Langadals, sonur Guðna og Klemenzínu.
Bergur Thorberg, 10.2.2010 kl. 08:48
Ég hef líka heyrt Guðmundi á Kirkjubóli eignuð þessi vísa. Það finnst mér samt ekki leysa málið að fullu. Viðurkenndi Guðmundur í lifanda lífi að hafa gert þessa vísu? Hver voru samskipti Guðmundar og Þorsteins? Hvenær er vísan gerð? Tildrög vísna eru oftast miklu áhugaverðari en feðrunin. Sumar vísur þurfa engar skýringar og allir geta eignað sér þær.
Bergur. Ekki er Jón Hnefill þeirrar skoðunar. Mig minnir að hann hafi talið nefnda vísu að minnsta kosti 150 ára gamla.
Sæmundur Bjarnason, 10.2.2010 kl. 15:47
Sæmundur. Þetta eru réttmætar spurningar varðandi Guðmund á Kirkjubóli.
Gaman væri svör bærust.
Ólafur Sveinsson 10.2.2010 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.