1.2.2010 | 02:50
920 - Kem bráðum aftur
Já, ég er búinn að vera í næstum mánuð í einskonar sumarfríi á Stóru Hundaeyju (Gran Canary). Sé að sífellt er að verða óvinsælla að blogga á Moggablogginu. Ætla samt að halda því eitthvað áfram. Það er svo auðvelt og þægilegt. Jafnvel til í dæminu að það sé lesið. Fæ ekki séð að með því sé ég eitthvað að þjóna Davíð Oddssyni eða Sjálfstæðisflokknum.
Les meira að segja stundum forystugreinar (eða eru það Staksteinar) Morgunblaðsins sem birtast á Moggablogginu. Kannski skrifar Davíð þær. Veit það auðvitað ekki. Nafnleysið hentar þeim sem ráða stundum og stundum ekki. Í þessum greinum er oft vitnað í Pál nokkurn Vilhjálmsson sem er bloggari hér og talsvert lesinn. Held hann sé (fyrrverandi) blaðamaður. Hvernig væri að láta hann bara skrifa beint og nafnlaust í Moggann?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Vonandi hefur farið vel um þig á Stóru Hundaeyju -- amk. finnst mér það góður staður að vera á. Endalausar gönguleiðir, fjölbreyttir útimarkaðir (hefurðu farið á sunnudagsmarkaðinn í Faro II?) og gaman að horfa á iðandi danskösina í Kasbah á kvöldin. Og er þá fátt nefnt.
Já. það er hryggilegt að sjá að hryggurinn er að verða úr Moggablogginu. Veit ekki hvað kemur í staðinn. Ég fæ ekki séð fremur en þú að við séum á nokkurn handa máta að hlaða undir Davíð eða Sjálfstæðisflokkinn með því að birta þankagang okkar hér. Blogg missir að verulegu leyti marks þegar menn (og konur eru líka menn, nota bene) eru farnir að blogga út um allar koppagrundir þar sem enginn veit um þá.
En öfugt við þig finnst mér nafnleynd (nafnleysi?) ljóður á bloggi og skítkasts einna helst að vænta undan þeim felubörðum.
Sigurður Hreiðar, 1.2.2010 kl. 11:05
Sæll Sæmundur, gott að heyra frá þér. Öfugt við ykkur félagana þá tel ég það skipta máli hvar maður bloggar. Ef bloggið er athyglisvert þá skapar það umferð á viðlomandi svæði sem aftur skapar eigendum þess meiri auglýsingatekjur. Ekkert er ókeypis, munið það. Ef þú skráir bloggið þitt á blogggáttina þá muntu halda tengslum við aðra bloggara. Blogger.com virðist álitlegur kostur fyrir óháða bloggara. Ég hef nýlega skráð mig þar og þótt ég geri mest af að skrifa athugasemdir hjá öðrum þá mun ég nota það ef á þarf að halda. Bloggheimar virðast vera komnir með öflugri server eða meiri bandvídd, en þar blogga bara byltingarsinnar svo það hæfir ekki.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.2.2010 kl. 11:25
Jóhannes, var búinn að svara þér ítarlega en það hvarf bara. Sambandið er lélegt hérna.
Ósammála þér um hvar skuli blogga. Moggabloggið hefur reynst mér vel og mér finnst ekki að bloggarar eigi að dreifa sér sem mest.
Moggabloggið er með góða bandvídd og menn í þjónustu sinni. Þar má fá aðstoð ef þarf. Engin mannanna verk eru með öllu gallalaus.
Sæmundur Bjarnason, 1.2.2010 kl. 12:39
Já það hafa mjög margir hætt hér. Ég ákvað að vera áfram ekki það að ég sé mikill penni en ég hef ákveðnar skoðanir og vil stundum geta bloggað um fréttir hér á mbl.. Já það hafa verið leiðinlega einsleitar skoðanir hér og mikið um skítkast ef maður gerir athugasemdir sem þeim ekki líkar en ég ætla ekki að gafast upp hér. Svo er ágætt að vera líka annarsstaðar það eru margir t.d á eyjan.is og víðar eru skemtilegar umræður. kveðja Áslaug
, 1.2.2010 kl. 12:41
Sæmundur, Ég er vanur að synda á móti straumnum eins og laxinn, svo það kemur ekki á óvart að þú sért ósammála En ertu viss um að hádegismóri hafi ekki étið færsluna þína? Sá armi þrjótur vill stjórna allri umræðu hér. Hamast núna helst á Engeyjarfurstunum Bjarna og Birni
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.2.2010 kl. 13:32
Takk, Áslaug. Já, hér er ágætt að vera. Samt vildi ég nú gjarnan hafa fleiri.
Jóhannes, Mórar og Skottur eru ekki mitt uppáhald. Held ekki að Davíð sé svo valdamikill í eternum (eða á astralplaninu) að hann éti færslurar mínar. Passa mig samt á að skrifa ekki mjög mikið án þess að eiga afrit af því.
Sæmundur Bjarnason, 1.2.2010 kl. 15:08
Það er allt í lagi með umhverfið á Moggablogginu. En samt hrakar því sífellt. Það sést best á því hverjir eru mest lesnir þar viku eftir viku. Þeir eru flestir andlegir undirmálsmenn svo það sé sagt hreint út. Flestir sem hafa eitthvað að segja eru annað hvort hættir að blogga eða farnir annað. Ég veit ekki hvers vegna þetta hefur þróast svona.
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.2.2010 kl. 17:11
Mikið er ég sammála Sigurði Þór um andlegu undirmálsmennina. Það er orðið ákaflega fátt um fína drætti hérna á Moggablogginu. Þó rekst ég stöku sinnum á góða bloggara innan um - en þeir eru orðnir eins og nál í heystakki.
Kama Sutra, 1.2.2010 kl. 20:37
Þabbasona.
Segi ekki meir.
Sæmundur Bjarnason, 1.2.2010 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.