3140 - Fésbók enn og aftur

Engar ambisjónir hef ég varðandi vinsældir og heimsóknarfjölda á þetta blogg. Ég skrifa bara á það þegar mér sýnist og um það sem mér sýnist. Lesendur hafa engin eða lítil áhrif á það sem ég skrifa hér.

Ef mér leiðist fésbókin og frekjan í henni verður bara svo að vera. Kannski tek ég hana í sátt að einhverju leyti, núna að kosningum loknum, því ég get alls ekki neitað því að útbreidd er hún og mörgum finnst þægilegt að skrifa á hana. Mörg öfga-hægri sinnuð viðhorf birtast hér á Moggablogginu, en við því get ég ekkert gert. Þykjist ekki vera þannig þenkjandi sjálfur.

Eflaust er ég ekki einn um að finnast fésbókin heldur leiðinleg og tilætlunarsöm. Alveg er ég samt hissa á því hve margir láta hana stjórna lífi sínu og virðast álíta hana upphaf og endi alls. Ekki er hægt að leiða hana með öllu hjá sér, til þess er hún alltof utbreidd auk þess að vera með öllu ókeypis fyrir flesta. Það er tungunni tamast sem er hjartanu kærast segir máltækið og það er greiilegt að ég fjölyrði mikið um fésbókar-ræfilinn.

Síðustu vikurnar hefur iðnaðarmaður einn og menn stundað niðurrif á baðherberginu hér í íbúðinni og síðan endurbyggt allt og flísalagt. Ekki get ég neitað því að fínt og flott er baðherbergið orðið, en ég er svo gamall hinsvegar að mér þykir heldur dýrt Drottins orðið. Við því er ekkert að gera og ekki um annað að ræða en borga. Þar að auki hef ég stundað hundapössun af miklum móð og jafnvel meira en ég er með góðu móti fær um. Við hjónin höfum undanfarið nýtt okkur að nokkrar gistinætur á Fosshótelum sem voru ónýttar síðan í fyrra, þegar flestir héldu að kovítinu væri að ljúka. Ekki þýðir að æðrast og fremur ber að fagna þvi að nú skuli loks sjá fyrir endann á faraldrinum illskeytta og lífið færast í eðlilegt horf á ný, þó það eðlilega horf þyki mér um sumt vera að yfirgefa mig núumstundir.

IMG 3867Einhver mynd.


Bloggfærslur 26. maí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband