3051 - Engisprettur

Kannski ég ætti að fara aftur að reyna að blogga daglega. Einu sinni gerði ég það. Veit samt ekki hvað mér tókst að halda það út lengi. Það er sennilega alltaf hægt að finna eitthvað til að blogga um. Nú þegar Trump er horfinn að sjónarsviðinu ætti að vera óhætt að blogga um eitthvað annað. Ekki sýnist mér Biden vera af því sauðahúsi að hægt sé að blogga um hann daglega. Trump var meira þannig.

Halldór Jónsson sagði að um væri að gera að blogga nógu oft og lítið í einu til að ná verulegum vinsældum. Ómar Ragnarsson bloggar jafnvel oft á dag, en er samt ekki nærri eins vinsæll og PalliVill. Hver er eiginlega galdurinn hjá honum? Jú, Davíð Oddsson hrósaði honum einhverntíma (í Staksteinum held ég) og svo skrifar hann næstum údelúkkende um stjórnmál og svo er hann hægrisinnaður mjög. Það hjálpar (altsvo að vera hægrisinnaður) Ef ég á að blogga daglega, eða því sem næst, áskil ég mér rétt til þess að blogga um hitt og þetta.

Ekki er nóg með að Afríkuþjóðir hafi þurft að berjast við kórónuveirufaraldurinn heldur hafa engisprettufaraldrar grasserað þar í óvenjumiklum mæli árið 2020. Að vísu hafa engispretturnar ekki valdið tjóni um alla álfuna enda er hún stór. En þar sem sá faraldur hefur náð sér sem mest á strik er veirufaraldurinn ekki sérlega afdrifaríkur. Vonandi kemur aldrei til þess að við íslendingar þurfum að hafa áhyggjur af engisprettum.

Jæja, kannski ég fari eftir því að hafa bloggin nógu stutt.

IMG 5054Einhver mynd.


Bloggfærslur 24. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband