3008 - Meirafíflskenningin

Hætt er við að um hálfgert tröllasamtal verði að ræða í kommentum ef margir taka þátt. Einhver á alltaf bloggið og getur skrúfað fyrir athugasemdir ef honum sýnist svo. Það gerði Jón Valur Jensson óspart, en ég sjálfur aldrei. Hann átti líka mörg blogg og var sískrifandi. Hingað til a.m.k. hef ég ekki tekið mér hann til fyrirmyndar að þessu leyti enda ekki þurft á því að halda. Moggabloggið sjálft held ég að á sinni tíð hafi verið hugsað sem einskonar kommentakerfi að útlenskri fyrirmynd. Nú nú, ég ætlaði eiginlega að fjölyrða eitthvað um  meirafíflskenninguna. Núna er ég búinn að steingleyma hvað ég ætlaði að skrifa.

Siglaugsson minntist í kommenti sínu á „Íslenska Erfðagreiningu“ í sömu andrá og keðjubréfasvindl. Nú vildu samt allir „Kára kveðið hafa“ svo ekki er alveg á þetta að treysta. Aðstæður geta breyst og manneskjur líka. Davíð Oddsson er sumsstaðar hataður, annarsstaðar elskaður o.s.frv. Pólitíkin er undarleg tík eins og Nóbelsskálið sagði einhverntíma. Styrmir er ekkert meiri heimsendaspámaður en aðrir þó Steini Briem segi það.

Að tala bara um hlutlausa vexti, meginvexti og þessháttar leysir engan vanda. Ef Steini og aðrir skilja það ekki er aðild að eða ósk um aðild að ESB eða EU, eins og skammstafa ber það á flestum heimstugnum öðrum en íslensku, allsekki eingöngu eða aðallega vegna vaxtanna, heldur vegna hins að þróunin sé þá kannski í átt að stærri heildum en ekki minni. Munurinn á EU og USA er einkum sá að ekki er hægt fyrir ríki að segja sig úr lögum við sambandsríkið í USA en Brexit er dæmi um annað.

Ekki held ég að þessar svokölluðu örsögur mínar séu merkilegar. Ég nota þær aðallega til uppfyllingar í bloggið mitt. Hér er ein:

 

Eitt sinn þegar Guð almáttugur var á ferðalagi í Himnaríki kom kona ein til hans og bað hann um áheyrn.

„Hvað viltu góða mín“, sagði Guð almáttugur.
„Bara að þú segir honum Jóni mínum að hann geti sjálfum sér um kennt að vera dauður núna“, sagði konan.

  • Nú, var það ekki annað?
  • Nei, eiginlega ekki.
  • Nú.
  • Ja, kannski hefði ég viljað að þú gerðir við saumavélina mína úr því ég náði sambandi við þig.
  • Það er nú eiginlega ekki í minni deild.
  • En þú gætir eflaust haft áhrif á það.
  • Já, kannski. Ég skal nefna þetta við hann Pétur.

 

Þannig vildi það til að Lykla-Pétur fór að fást við saumvélaviðgerðir. Og af því hann var snillingur í því eins og mörgu öðru leið ekki á löngu þar til hann var beðinn um að sauma kjól á Jesú. Á ég þá að gera ráð fyrir brjóstum? Spurði Lykla-Pétur og þóttist þar með geta sloppið við þennan saumaskap. Auðvitað er hann með brjóst og allt tilheyrandi. Skegg líka og allt eftir því, var svarið. Á ég kannski að hafa buxnaklauf á kjólnum? Spurði Lykla Pétur þá og þóttist nokkuð góður.

Þetta með buxnaklaufina hefur síðan verið deiluefni í aldaraðir meðal guðfræðinga, sem ekki gátu komið sér saman um hvort þörf væri fyrir buxnaklauf á kjólnum eða ekki og þessvegna klæðast prestar enn þann dag í dag kjólum, sem þeir kalla að vísu hempur, en enginn tekur það alvarlega. Og ekki er buxnaklauf á þeim.

IMG 5483Einhver mynd.


Bloggfærslur 16. september 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband