17.8.2019 | 15:05
2872 - Sturlungaöldin
Að fá litaða ljósaperu fyrir 8 þúsund krónur er náttúrulega gjafverð og fyllsta ástæða til að auglýsa það á stórri baksíðuauglýsingu í Fréttablaðinu. Reyndar er engin furða þó Nova séu dálítið dýrseldir, fyrst þeir þurfa svona dýrar auglýsingar. Í ljósi þess að maður sem rekinn var fyrir afglöp í starfi fékk 150 milljónir króna í sárabætur, er þetta kannski ekkert sérlega mikið. Kannski hef ég bara dregist svona mikið aftur úr fyrir aldurs sakir. Mér finnst það samt ekki.
Ofanritaða klásúlu setti ég á fésbókina því mér ofbauð þessi auglýsing, en kannski verður þetta með öllu úrelt á morgun og komið eitthvað nýtt til að hneykslast á. Hvað veit ég? Á maður ekki helst af öllu að vera jákvæður gagnvart hverju sem er. Ef ég fengi, þó ekki væri nema 6-7 þúsund krónur fyrir hverja ljósaperu í íbúðinni væri ég alveg til í að sitja í myrkri þangað til ég kæmist í verslun sem seldi ódýrari perur. Síðastliðinn mánudag skrifaði ég þetta.
Bretar létu plata sig til að ganga úr ESB og nú sjá þeir eftir því. Ekki finnst mér gæfulegt fyrir þá að gera það án samnings. Sennilega fallast þeir að lokum á það sem Theresa May var búin að semja um. Kannski geta Bretar svosem farið út ESB og það án samnings. Þeir eru líka stórþjóð sem auveldlega getur leyft sér ýmislegt. Ef hérlendir andstæðingar orkupakka númer 3 eru í rauninni á móti veru okkar í EES eins og margir halda fram, er ég enganvegin á því að við ættum að fella hann. Auk þess sem vera okkar í því samstarfi hefur auðveldað okkur mjög allan útflutning og þarmeð bætt stórlega lífskjör okkar, hefur sú aðild fært okkur margar leiðréttingar á lagakerfi okkar. Þar að auki er ég þeirrar skoðunar að við eigum fleira að sækja til Evrópuþjóða en til Bandaríkjanna.
Eiginlega byrjaði Sturlunga-aldar áhugi minn á því að ég las og eignaðist einhverntíma í fyrndinni Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar. Í skóla var reynt að troða ýmsu um Sturlungaöldina í okkur, en mér fannst þetta allt saman ósköp ruglinglegt, þó vissulega væri það áhugavert. Aldrei las ég Sturlungu sjálfa, en hafði þó talsverðan áhuga á þessu tímbili Íslandssögunnar. Það var svo ekki fyrr en ég skoðaði Sögu-Atlasinn sem ég fór svolítið að skilja þessi ósköp.
Á þessari öld las ég svo skáldsögur Einars Kárasonar um Sturlungaöldina og nú má segja að ég sé heltekinn af þessu tímabili. Fyrstu sögurnar Óvinafagnað og Ofsa las ég fyrst en núna nýlega Skálmöld og Skáld í bók með öllum sögunum sem mér hefur skilist að sé nýkomin út og ég fékk lánaða á bókasafninu hér á Akranesi. Er um þessar mundir að lesa Sturlunga sögu á vef rafbókasafnsins.
Viðskiptabaðið (takið eftir að ég segi baðið en ekki blaðið) er sennilega með misheppðustu falsfréttum sem ég hef séð. Hef samt ekki verið að leita að þeim. Sem betur fer er ég að eðlisfari fremur tortrygginn. Sagt er að einhverjir hafi fallið fyrir þessari bitcoin-tröllasögu, en þeir geta nú varla verið margir. Á Netinu er til vefur sem heitir falsfréttir.is og eflaust er hægt að trúa því sem þar er sagt. Þeir eða þær eða þau gætu samt misst af einhverju og eflaust er gott að vera sæmilega tortrygginn, sérstaklega gagnvart fésbókinni, sem ég hef nú fremur lítið álit á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 17. ágúst 2019
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson