28.5.2018 | 09:40
2725 - Fundur, fundur ekki, fundur kannski, fundur þó
Nú eru kosningar lukkulega afstaðnar. Ekki ætla ég mér þá dul að fara að kommenta eitthvað á þær. Nógu margir verða áreiðanlega til þess. Annars kvíði ég framhaldinu svolítið. Nú verður ekki þverfótað fyrir bessvisserum á pólitíska sviðinu og þegar þeir þagna sem kannski verður einhverntíma, þá tekur líklega fótbotinn við. Slæmt að hafa ekki mikinn áhuga á öðru hvoru.
Áður fyrr gátu skrifaðar fréttir alveg staðið fyrir sínu. Í blaðaútgáfu gátu þær verið eindálkur, tvídálkur eða þrídálkur (varla meira) allt eftir því hve merkilegar þær þóttu. Nútildax (í einu orði) erum við stödd í endanum eða í miðjunni á því tímabili þar sem það þykir afskaplega ómerkileg frétt sem ekki er myndskreytt. Bráðum þykir það hálf-ómögulegt að geta ekki skreytt frétt með videómynd. Þarna eiga dagblöðin í verulegum vandræðum og sennilega deyja þau alveg út á næstunni. Bæði útaf þessu og ýmsu öðru. Sjónvarpið getur þó fylgt þessari þróun eitthvað eftir, en allar fréttir verða í vaxandi mæli sóttar á Netið, þ.e.a.s Internetið.
Svipaða sögu er að segja um bækur og allskyns fróðleik af flestu tagi. Skrifaður texti er á undanhaldi. Lesinn texti, svo ég tala nú ekki um myndir og sérstalega hreyfimyndir munu að mestu taka við hlutverki hans. Hvort sem það verður á þessari öld eða þeirri næstu þá mun slíkur texti aðeins verða á færi fræðimanna að fá nokkurn botn í. Slíkur er hraði tækninnar.
Segja má að þær framfarir í tækni hverskonar, sem átt hafa sér stað frá tíunda áratugi síðustu aldar og þar til nú, hafi verið svo miklar að þetta sé ekki útilokað. Söngurinn um læsið mun hljóðna á næstu áratugum. Mark my words. Enskan, og einkum þó töluð, er sífellt að sækja á. Íslenskan er á fallanda fæti. Auðvitað er rétt að berjast á móti þessu og það munu margir gera. Samt er líklegra en ekki að þeir tapi. Rétt eins og það er líklegast að Íslendingar komist ekki uppúr riðlinum sínum í HM í fótbolta, þó við vonum að sjálfsögðu að svo fari ekki.
Það hefur komið fram áður á þessu bloggi að ég hef lítið álit á Trump bandaríkjaforseta. Þjóðarleiðtogar utan USA gera það einnig. Sama er að segja um helstu stórblöð heimsins og pressuna almennt. Nú virðist Trump hafa slegið öll sín fyrri met í vindhanagangi. Varla var blekið þornað á bréfi því sem hann sendi Kim Jong Un um að hann væri hættur við að mæta á samningafundinn milli þeirra, en hann var aftur farinn að tala um að kannski yrði samningafundurinn í Singapure haldinn þann 12. júní eftir allt saman.
Kannski væri bara best að hætta að hugsa um þetta gerpi. Hann virðist þrífast á því að sem flestir veiti honum athygli og ekki skipti máli hvort hún er jákvæð eða neikvæð.
Alec Balwin vill hætta að leika Trump forseta í Saturday night live, sem er að verða samskonar stofnun í Bandarísku þjóðlífi eins og Spaugstofan var orðin hér á landi. Þó með þeirri undantekningu að ekki eru alltaf sömu leikararnir þar. Balwin segist hafa gert Trump of bangsalegan þar og hann (Trump) ætti að hætta að herma eftir sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 28. maí 2018
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson