1866 - Icesave

Ókey, ég viðurkenni að hafa haft rangt fyrir mér að mestu leyti í Icesave-málinu. Grunninn að því öllu tel ég vera neyðarlögin svokölluðu. Frá upphafi taldi ég þau ekki standast. Þau gerðu það og eru þar með orðin einhver snjöllusu lög sem Alþingi hefur samþykkt frá upphafi.

Úrslitin í Icesave-málinu auðvelda líklega margt í fjármálum landsins, styrkja kannski málstað okkar í makríl-deilunni og kunna að hafa einhver áhrif á hug fólks til ESB. Ekki er líklegt að áhrifin á ríkisstjórnina verði mikil, en vel kann að vera að áhrifin á kosningarnar í vor verði einhver.

Fyrst og fremst finnst mér þó ástæða til að gleðjast. Sá kostnaður í illindum og ýmsu öðru sem Icesave hefur valdið ætti að gleymast sem fyrst og gerir það sennilega.

Er afar ánægður með að Árni Johnsen og Tryggvi Þór skuli falla út af þingi og sé talsverðar líkur á að þingliðið batni umtalsvert. Um pólitíkina að öðru leyti er lítið hægt að segja.

Þetta blogg verður í styttra lagi enda fer best á því.

IMG 2446Athugið.


Bloggfærslur 28. janúar 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband