15.8.2012 | 13:44
1739 - Að ruglast í ríminu
Sagt er að einhverju sinni hafi Hólamenn ruglast svo eftirminnilega í ríminu (rím=dagatalsfræði) að þeir hafi ekki getað fundið út hvenær páskarnir væru. Þá hafi maður verið sendur yfir Kjöl til að spyrja að þessu í Skálholti. Þaðan á orðtakið að vera komið. Kannski er þetta bara þjóðsaga. Hugsanlega hét þessi maður Ólafur og þá kann hann að hafa orðið á vegi tröllskessunnar í Bláfelli, sem hafi þá sagt:
Ólafur muður
ætlarðu suður?
Þó ég sé orðinn aldraður þá man ég ekki eftir þessu.
Alveg er samt merkilegt að ég skuli vera svona endingargóður við að skrifa á Moggabloggið. Er eiginlega farinn að líta á mig sem The Grand Old Man þess. Ómar Ragnarsson stendur mér þó greinilega mun framar þar eins og í flestu öðru. Eflaust eru þeir samt miklu fleiri sem gera það. Hef bara ekki athugað það svo grannt. Sérstaklega ekki þetta með aldurinn.
Þó ég hafi skoðanir á flestu, jafnvel öllu, ber mér ekkert að upplýsa lesendur mína um það. Blogglög eru engin á landinu. Eitthvað eru fjölmiðlar (vefmiðlar?) að kvarta undan nýjum fjömiðlalögum en ég tek ekki þátt í því. Ég er ekki eins staðreyndafróður og sumir sem hafa atvinnu af því að skrifa. Ef mann vantar staðreyndir er netið (eða Gúgli) rétti staðurinn til að leita að þeim.
Julian Assange, andlit WikiLeaks, treystir Ekvadorbúum betur en Bretum. Það geri ég ekki. Hef lítið álit á Bretum og stóð sjálfan mig að því við horf á sjónvarútsendingar frá Ólympíuleikunum nýsálugu að halda ævinlega fremur með andstæðingum þeirra. Samt hef ég tilhneigingu til að treysta þeim vel í svona málum. Ríkisstjórnin breska segir ekki dómstólum fyrir verkum, álít ég. Svipað er að segja um Svía.
Að dæma eftir vefmiðlunum og fésbókinni eru selebin orðin svo mörg að ég er alveg lúsheppinn að þurfa ekki að fylgjast með þeim. Þeir eru ekki öfundsverðir sem taka það að sér. Vita þarf hjá hverjum þau sváfu síðast, með hverjum þau borðuðu í gærkvöldi og á hvaða veitingastað o.s.frv o.s.frv. Að auki þarf helst að skoða 18 myndir af hverju stykki á dag. Fyrir nú utan allar hinar myndirnar sem flestar eru nýkomnar úr photoshop.
Lesendum mínum virðist hafa fjölgað eftir að ég tók upp þann sið að gleyma aldrei að deila upplýsingum um bloggið mitt á fésbókina. Vinsældir fésbókarinnar hér á landi eru sífellt að aukast finnst mér og gott ef Moggabloggið er ekki að styrkjast líka.
Mér finnst lúpínan falleg. Víða er hún þó með frekasta móti. Það er nokkuð langt síðan ég sá lúpínuakra fyrst. Það var í Skorradalnum. Talsvert vatn hefur til sjávar runnið síðan og mönnum kemur ekki saman um lúpínugreyið. Mér finnst stærsti gallinn við hana hvað hún verður ljót á litinn snemma sumars. Við því er auðvitað ekkert að gera. Víða meðfram vegum landsins hefur hún tekið völdin. Að áliti margra hörfar hún þegar jarðvegur hefur myndast. Það held ég að sé yfirleitt rétt. Þorlákshöfn og umhverfi hefur gjörbreytt um svip frá því að ég man fyrst eftir. Þar er það að vísu melgresið sem ég held að sé í aðalhlutverki en gróður allur á láglendi, a.m.k. þar sem ég þekki til, hefur tekið vel við sér frá því sem áður var. Vonandi heldur sú þróun áfram. Gróið land er mun fallegra en örfoka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 15. ágúst 2012
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson