1656 - Breivik o.fl.

003Gamla myndin.
Sveinn Víkingur slúttar balli í hátíðasalnum að Bifröst. Guðvarður Kjartansson og Jón Illugason í baksýn.

Já, þetta var einskonar helgi í miðri viku. Nú er kominn föstudagur aftur og hægt að slappa af. Vonandi er sumarið komið fyrir alvöru og hægt að gera ráð fyrir að snjór og frost láti okkur að mestu í friði, það sem eftir er til sumars, hér á höfuðborgarsvæðinu.

Hef verið að lesa athugasemdir frá Baldri Hermannssyni. Hann var einhversstaðar að afsaka norska fjöldamorðingjann og líkja honum við takkamanninn í flugvélinni sem drepur þúsundfalt fleiri en hann án þess að þurfa að sjá fórnarlömbin. Fjarlægðin og sjónleysið er ekki eini munurinn á þeim tveimur. Hermaðurinn hefur afsakendur í lögum bunun fyrir aftan sig. Allt upp í generála og forseta. (Kónga og drottningar stundum). Í tilfelli Breiviks er geðveikin notuð af réttinum sem vopn en þarsem það vopn er greinilega til verndar almenningi er óþarfi af Baldri að láta svona. Þessi notkun á opinbera geðveikivopninu kemur að vísu niður á þeim sem geðveikir eru á annan og raunverulegri hátt. Fólk er bara orðið svo vant því geðveikistigma sem sífellt er notað í fréttum og annarsstaðar. Um það mætti auðvitað fjalla miklu nánar, en Harpa Hreinsdóttir http://harpa.blogg.is gerir það betur en flestir aðrir.

Er að talsverðu leyti sammála Hörpu, en upplifun mín af læknum er samt sú að þeir séu til nokkurs (eða mikils) gagns þó maður lækni sig oftast sjálfur að mestu leyti. Kannski eru skottulæknar betri en alvöru læknar. Segi bara svona. Þetta með þægindi skoðanaleysisins eru engar ýkjur hjá henni. Auðvitað þekki ég ekki geðræn vandamál af eigin raun, en hef á langri æfi kynnst margskyns læknum. Sé maður ekki tilbúinn til að taka sjálfur þátt í sinni eigin meðferð er maður illa settur. Eiginlega bara kjötskrokkur sem er fyrir öllum og með allskonar væntingar og langanir. Vesöld heimsins er slík að ágæt lausn virðist oft að skríða inn í þunglyndisholuna hvað sem Harpa segir við því.

Lífið er ein samfelld röð af ákvörðunum. Sumar eru að sjálfsögðu arfavitlausar og þá er bara að reyna að afsaka þær fyrir sjálfum sér og öðrum. Aðrar eru skárri og sumar jafnvel þannig að þær reynast mun betri en þær virtust í fyrstu. Öfunda þá sem aldrei efast um réttmæti ákvarðana sinna. Þeir held ég nefnilega að séu til. Held samt að sú manneskja sé ekki til sem ævinlega tekur réttar ákvarðanir. Það er líka alveg nóg að hlutfallið milli réttra og rangra ákvarðana sé sæmilega hagstætt.

IMG 8220Til minningar um...


Bloggfærslur 20. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband