1583 - Hafragrautur

Scan260Gamla myndin.
Gerður Garðarsdóttir.

Uppskriftir skipa yfirleitt ekki stóran sess á mínu bloggi. Minnir þó að einhverntíma hafi ég birt hafragrautaruppskrift. Þegar ég fæ mér hafragraut fer ég oftast nákvæmlega eftir þeirri uppskrift þó ónákvæm sé. Þannig eru yfirleitt hunang, kanill, döðlur og mjólk samanvið minn hafragraut. Slíkur grautur er nefnilega ekkert sérlega góður svona einn og sér, eða ekki minnir mig það. A.m.k. er ekki gott að blanda skyrafgangi samn við hann eins og gert var áður fyrr og nefndist útkoman þá hræringur. Nú hef ég komist að því að jafnvel er betra að hafa ódýrar þurrkaðar döðlur úr Bónus í grautnum en nýjar og læt ég þess getið hér því ekki er örgrannt um að hugsanlegt sé að einhver fari eftir þessari uppskrift.

Á vísi.is segir:

„Vogaskóli verður fyrsti íslenski skólinn til að rafbókavæðast, en á þriðjudag fá allir nemendur við níunda bekk skólans afhenta Kindle spjaldtölvu til notkunar á vorönn í tilraunaskyni.

Kindle varð fyrir valinu þar sem spjaldtölvan er einföld, handhæg og hentar eingöngu til lestrar, svo nemendur geta ekki laumað sér á Fésbókina eða leikjasíður. Verkefnið er unnið í samvinnu við Námsgagnastofnun og Skólavefinn.“

Þarna mundi ég halda að átt væri við lesvél en ekki spjaldtölvu. Kannski þekkja blaðamennirnir ekki muninn, en í mínum huga er það ekki tölva sem ekki kemst á vefinn.

Tölva, lesvél, lesbretti, rafbók o.s.frv. Svolítill ruglingur virðist vera á þessum orðum. Í mínum huga er þetta þó einfalt. Lesbretti er rugl. Rafbók er bara fæll. Hægt er að hafa a.m.k. nokkur þúsund rafbækur á einni lesvél samtímis. Annars eru afbrigðin af þessu nokkuð mörg og einkennilegt að lesvélar skuli fyrst núna vera að verða vinsælar á Íslandi.

Vafasamt er að jarðnæði eigi að erfast. Með tímanum safnast fjármagn saman og verður of valdamikið. Þegar fjármagn ræður stjórnmálum er hætta á ferðum. Mennirnir sjálfir eru mikilvægari en peningarnir. Hagsmunir peninganna og peningaaflanna sitja í fyrirrúmi í vestrænu skipulagi. Mennirnir sjálfi eru í öðru sæti. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Íslenska Hrunið stafaði af þessu. Vandræði hins vestræna heim stafa einnig að þessu. Nauðsynlegt er að koma böndum á peningana. Þeir mega ekki ráða öllu. Þá fer illa, eins og komið hefur í ljós.

IMG 7701Baráttan við fönnina.


Bloggfærslur 9. janúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband