25.9.2011 | 22:08
1485 - Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs
Sú kreppa sem e.t.v. er að skella á Evrópu og Bandaríkjunum og jafnvel fjármálakerfi Vesturlanda allt er tilkomin vegna græðgi og yfirgangs stjórnvalda. Ríkisstjórnir þriðja heimsins hafa reynt að sitja og standa eins og þeim hefur verið sagt og allur mótþrói er barinn niður með harðri hendi. Hagvöxturinn og peningarnir er það sem öllu ræður. Því meira, því betra. Einhvern tíma hlýtur þessari vitleysu að ljúka.
Í fjölmiðlum öllum er mikð fjasað um kreppur, peningamál og allskyns óáran. Reynt að láta líta svo út að íþróttir og annar óþarfi skipti öllu máli og hamast er við að draga athygli manna að einhverju slíku.
Mikið er fabúlerað og fjargviðrast útaf ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Mér fannst vatnaskil verða í því máli þegar Rabin og Arafat gerðu samkomulagið forðum daga undir handleiðslu Clintons Bandaríkjaforseta. (Minnir að það hafi verið á afmælisdaginn minn árið 1993 sem skrifað var undir það samkomulag.)
Nú eru þeir báðir dauðir Rabin og Arafat og kannski verður umsókn Palestínuaraba um inngöngu í Sameinuðu Þjóðirnar ný vatnaskil í málum þarna. Palestínumenn virðast hafa unnið áróðursstríðið og Ísraelar tapað því, þrátt fyrir stuðning Bandaríkjamanna. Að Obama skuli ekki hafa getað komið í veg fyrir að þetta færi svona sýnir afturför og aumingjaskap Bandaríkjanna á stjórnmálasviðinu. Nú neyðast þeir til að beita neitunarvaldinu og verða óvinsælli fyrir vikið.
Er ekki einfaldlega komið að því sem nefnt hefur verið Untergang des abendlandes? Það er ekki heimsendir þó fjármálakerfi Vesturlanda líði undir lok. Mér finnst margt benda til þess að forysta og yfirgangur Vesturlanda sé að komast að endamörkum. Hlutverk okkar Íslendinga í þeim risaátökum sem e.t.v. eru í vændum verður ekki mikið. Þó getur það orðið eitthvað.
Sumar auglýsingar (jafnvel flestar) á fésbókinni búa sjálfkrafa til nýjar tengingar á tölvuna hjá manni. Mér er illa við þessháttar og loka reglulega öllum mínum tengingum. Ég vil gjarnan sjá hverjum ég er tengdur og geta hoppað þangað fyrirvaralaust. Mér finnst fésbókarfjárinn alltaf reyna að eyðileggja þann möguleika.
Jú, það er alveg rétt. Ég geri fátt annað en að fjandskapast útí fésbókina. Ekki taka mark á því, þetta er bara venjulegt tuð.
Hermt er að margir séu svo spenntir fyrir fésbókinni að þeir vakni nokkru fyrr en venjlega til að missa af sem fæstum kjaftasögum. Mikið er víst smjattað og vei-að fyrir framan tölvuskjáina á morgnana því margir byrja á að fara þangað. Lestrarefnið er í raun æðislegt þessa dagana bara ef maður kynni að sortera það almennilega.
Allir sem skrifa opinberlega (bloggarar líka) taka þá áhættu að hafa rangt fyrir sér og heimska sig a.m.k. öðru hvoru. Er þá ekki best að halda sér bara saman? Jú, enda gera það flestir.
Sumir segja það samsæri andskotans að reyna að koma DV á hliðina með dómsmálum í löngum bunum. Víst er að mörgum þykir hlýða að fara í mál við miðilinn. En er ekki DV eini daglegi fjölmiðillinn sem reynir að stinga á þeim augljósu kýlum sem kvelja íslensku þjóðina? Vissulega eiga margir um sárt að binda vegna umfjöllunar þeirra og oft er hún skelfilega barnaleg og fáfengileg. Kannski er þetta samt sannleikurinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 25. september 2011
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson