1463 - Grímsstaðir á Fjöllum og Stína

vegamótMyndina hér fyrir ofan tók ég af netinu. (Er samt ekki vanur að taka hvað sem er traustataki þar. – Mér þótti myndin bara merkileg og hugsanlega eiga erindi til fleiri en hjólafólks og bið rétthafa hérmeð velvirðingar á bíræfni minni.) Myndin var í einhverri frásögn af hjólaferð um Snæfellsnes. Hún er greinilega tekin við Vegamót á Snæfellsnesi, (sunnan undir vegg) sem er á mótum vegarins yfir Kerlingarskarð (Nú Vatnaleið kölluð) og áfram útá nes. Ástæðan fyrir því að ég set þessa mynd hérna er að þarna var ég eitt sinn útibússtjóri. Þá var að vísu ekki búið að setja þennan glugga á gaflinn og staðurinn var í eigu Kaupfélags Borgfirðinga. Margt gæti ég skrifað um þennan stað en sleppi því núna.

Nú get ég semsagt haft það þannig að skrifa jafnóðum hér í bloggskjalið mitt (sem heitir blogg.docx) það sem mér dettur í hug og sett það síðan á bloggið mitt þegar hæfilegri lengd er náð. Áður fannst mér ég alltaf þurfa að senda upp blogg rétt eftir miðnætti á hverjum degi. Ég er hættur því og það er mikil frelsun.

Þá get ég semsagt eytt meiri tíma en áður í bréfskákirnar mínar. Nú, eða fjölgað þeim. Eða lesið meira af bloggum og netmiðlum. Bókasafnsbækurnar nota ég varla til annars en að fara með í rúmið. Finnst nefnilega stórum betra að geta flakkað um netið eftir þörfum og les yfirleitt ekki neitt þar nema það sem ég hef sérstakan áhuga á. Það þýðir samt ekkert endilega að ég lesi lítið þar.

Fór með Stínuheftið (sem ég fékk á bókasafninu í gær) í rúmið í gærkvöldi og las m.a. smásöguna „Ljós, bjart og kvikt,“ og fannst hún bölvað rugl. Hélt að smásögur í svona merkilegu bókmenntariti ættu að vera voða merkilegar. Prófarkalesturinn var ekki einu sinni almennilegur, efnið bölvuð vitleysa og staðreyndavillur fannst mér vaða uppi. Kannski var ég bara svona syfjaður.

Allir eiga þessa dagana að hafa skoðun á hugsanlegum kaupum kínverja nokkurs á Grímsstöðum á Fjöllum. Ég er bara sammála dóttur hans Svavars um að rétt sé að fara sér rólega og skoða málið vandlega. Annars er ég hræddur um að þetta lendi allt saman fyrir rest hjá Alþingi og verði hugsanlega Bakkaselsmál tuttugustu og fyrstu aldar. A.m.k. er ekki annað að heyra en Ögmundur sé á móti því að gefa undanþágu fyrir þessum kaupum. Það sem greinir þetta mál einkum frá Magma-málinu svonefnda, er að aumingja kínverjinn á víst ekkert skúffufyrirtæki í Svíþjóð.

IMG 6445Vaktmaður á Siglufirði.


Bloggfærslur 30. ágúst 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband