1365 - Steinn Steinarr

bjossi 6Gamla myndin.
Hér er Bjössi við taflið mitt. Þessi mynd þótti nokkuð góð. Gott ef hún var ekki stækkuð og sett í ramma á sínum tíma.

Þann 18. dag janúarmánaðar árið 1957 skrifaði Steinn Steinarr eftirfarandi bréf fyrir sína hönd og konu sinnar til Gunnars Thoroddsen sem þá var borgarstjóri í Reykjavík:

Það er upphaf þessa máls, að við undirrituð eldri hjón, til heimilis að Fossvogsbletti 45 við Sléttuveg í Reykjavík, höfum undanfarin 2 ár haldið hundtík eina, mórauða og gamla nokkuð. Vel er okkur ljóst, að slíkt uppátæki stríðir í móti lögum og rétti þess bæjarfélags, hverju við tilheyrum. En allt um það höfum við, svo sem oft vill verða bundið nokkurn kunningsskap og jafnvel vináttu við þetta fátæklega kvikindi, svo og það við okkur, eftir því sem næst verður komist.

Nú höfum við síðustu daga orðið þess greinilega vör, að æðri máttarvöld hyggjast láta til skarar skríða gegn hundtík þessari, og sjáum við ekki betur en að í nokkurt óefni sé komið. Þess vegna spyrjum við yður, herra borgarstjóri, hvort þér getið í krafti embættis yðar og þó einkum af yðar snorta hjartalagi veitt okkur nokkra slíka undanþágu frá laganna bókstaf, að við megum herbergja skepnu þessa, svo lengi henni endist aldur og heilsa. Við viljum taka það skýrt fram, að tíkin er hógvær og heimakær, svo að einstakt má kalla nú á tímum. Hún er og sérlega meinlaus af sér, og köllum við það helsta ljóð á hennar ráði, hvílík vinahót hún auðsýnir öllum, kunnugum sem ókunnugum. En kannski veit hún betur en við, hvað við á í slíkum efnum, og skal ekki um það sakast.

Þetta bréf er auðvitað fyrir löngu orðið sígilt. Betur verður varla að orði komist. Sjálfur minnist ég þessa bréfs næstum alltaf þegar samskipti hunda og manna verða að fréttaefni í fjölmiðlum landsins. Eins og oftast áður hygg ég að þetta bréf vekji einkum athygli fyrir það að vera lipurlega og skemmtilega orðað auk þess að vera skrifað af einu ástsælasta skáldi landsins á síðustu öld.

Þegar nánar er að gætt finnst mér þetta ekki síður bera vitni um landlæga óskammfeilni Íslendinga. Sífellt er ætlast til undanlátssemi og spillingar. Spillingin þykir ekki aðeins afsakanleg heldur beinlínis falleg. Þannig hefur það löngum verið og þannig mun það áfram verða. Þó setjum við jafnan upp hundshaus ef einhverjum lítilsigldum og afturhaldssömum útlendingi verður það á að telja spillingu grassera hér á landi.

IMG 5492Skrautlegt hús.


Bloggfærslur 19. maí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband