1317 - 1. apríl

Í dag er 1. apríl. Hvað allir athugi. Enginn vill hlaupa apríl. Hlaupa þeir apríl sem trúa einhverju rugli í fjölmiðlunum í dag? Það finnst mér ekki. Hinsvegar hlupu þeir apríl sem komu úr uppsveitum Árnessýslu, eins og svo fagurlega er kallað, og alla leið að Selfossi á sínum tíma til að skoða Vanadísina. Man eftir frásögninni í útvarpinu um komu hennar. Líklega hef ég ekki verið ýkja gamall þá. Nú er ég búinn að koma frá mér mínu morgunstefi og get farið að gera eitthvað annað.

Ekki gekk sem skyldi að setja stöðumyndina á bloggið í gær en mér er svosem sama. Sennilega hefði ég getað breytt þessu í mynd og sett það upp þannig og geri það kannski seinna ef ég þarf að setja stöðumynd inn.

Hef reynt að tileinka mér hina pólitísku og  blogglegu kaldhæðni en jafnvel hún er stundum leiðinleg. Einkum á degi eins og 1. apríl þegar allir eru hlaupandi út um allt. Er að hugsa um að hlaupa til Hveragerðis á eftir.

Merkilegt hve allir fara úr sambandi þegar minnst er á peninga. Tíumenningarnir segjast ætla að fjárfesta kannski, ef til vill, hugsanlega pínulítið og eiga eða hafa ráð á um 1700 milljörðum króna samanlagt og allir fara á límingunum. Og mærðin í mönnunum. Þetta er bara eins og ÓRG þegar hann var uppá sitt Pochahontas-besta.

IMG 5062Sennilega er enginn heima hér.


Bloggfærslur 2. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband