1308 - Lögbannsmálið, Icesave og fleira

Lögbannsmálið gæti sem hægast verið nýtt níumenningamál. Þó DV beiti um sumt óhefðbundnum aðferðum og mistakist jafnvel oft, er því ekki að leyna að þeir hafa stundum rétt fyrir sér. Ef um er að ræða anga af þeirri leyndarhyggju sem oft ræður alltof miklu hér á landi ber auðvitað að styðja DV í þessu máli. Þetta gæti fljótlega orðið að stórmáli því ef Landsbankamenn og sýslumaður gefa sig ekki gæti sjálft embættismannavaldið verið í hættu.

Þó sýslumanni takist að fá dómara til liðs við sig er ekki þar með sagt að málið sé unnið. Að mörgu leyti er þetta mál eins vaxið og Wikileaks-málið. Ef fjölmiðlar láta kúga sig til að gefa upp heimildarmenn er sjálfstæði þeirra í voða. Auk þess er ekki með nokkru móti hægt á tímum netsins að halda uppi því sem sýslumaður vill.

Moggabloggarinn Lúðvík Júlíusson hefur skrifað mikið um Icesave-málið. Er já-maður eins og ég og hefur allar tölur á hreinu. Sjálfur nenni ég ekki að setja mig nákvæmlega inn í þessháttar. Sumir vilja þó eflaust vita meira um þessi mál. Þessvegna linkurinn.

Að mörgu leyti er það að krefjast þess að kjósendur segi nei við Icesave meira en bara lögfræðilegt spursmál. Það er ekki síður pólitískt. Með því að umbylta því hagkerfi sem komið hefur verið á er líka verið að krefjast mikilla breytinga á þjóðskipulaginu öllu.

Hagkerfið er nátengt bankakerfinu. Með því að afneita þeirri þrautavaraleið sem ríkisábyrgð auðvitað felur í sér er verið að fara fram á umbyltingu hagkerfisins alls. Þessu þurfa þeir hægrisinnar sem sumir kalla öfgafulla að gera sér grein fyrir. Annars er ekki hægt að álíta annað en að þeir vilji valda sem mestum glundroða. Kommúnistar vilja auðvitað byltingu og alræði öreiganna eins og var í ráðstjórnarríkjunum sálugu.

Þetta er líka sanngirnismál að því leyti að þeir útlendingar sem trúðu íslenskum bönkum í góðri trú fyrir sparifé sínu eru ekkert verra fólk en Íslendingar.

Atli féll á eigin bragði
Arnþór segir Helgason

Þetta gæti næstum verið upphaf á vísu. Las blogg Arnþórs um Atlamáið og það sem ég hef um þetta að segja gæti allt eins verið athugasemd á hans bloggi. Ég er bara svo eigingjarn að mér finnst að maður eigi að búa að sínu þegar maður er atvinnulaus og einskis nýtur.

Það er löng hefð fyrir því á alþingi að menn haldi sig áfram þar þó skilið sé við þingflokk eða gengið í nýjan. Þetta er bara svona. Það er ekki hægt að berjast gegn flokksræði í öðru orðinu en segja í hinu að flokkarnir eigi öllu að ráða.

Hvort eru draumar hugarástand eða upplifun? Það er spurningin. Þegar mig dreymir (eða man eftir draumunum) þá finnst mér það sem gerist vera að jafnmiklu leyti hugarástand eins og eitthvað annað. Það í hvernig skapi ég er, hvað mér finnst um það sem á sér stað o.s.frv. er eins mikill hluti af draumnum eins og það sem gerist. Upplifun annarra er ugglaust önnur.

Taldi fram til skatts um daginn. Held ég hafi aldrei verið svona tímanlega í því. Nýtti ekki einu sinni heimild til framlengingar. Jánkaði reyndar öllu sem beint var til mín. Mikil guðsblessun eru þessi rafrænu skattskil. Nú þarf maður engar áhyggjur af þessu að hafa. Áður fyrr þurfti maður þess oftast nær. Gerði það a.m.k.

IMG 4983Horft til hliðar.


Bloggfærslur 24. mars 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband