1280 - Blogg og bókasöfn

Scan77Svo haldið sé áfram með óveðurssögur frá Vegamótum, þá var aðkoman stundum á þessa leið á morgnana. 

Einhver fjöldi fólks er það sem les bloggið mitt að staðaldri. Að hluta til eru það eflaust ættingjar. Þó vafalaust ekki allir. Margir af þeim sem oft lesa bloggið mitt hljóta að vera farir að venjast því hvernig ég hugsa. Þó vita þeir kannski ekki neitt eða hérumbil ekki neitt um mig persónulega. Einkennilegt það. Finnst mér a.m.k. Kannski ættingjum líka og þeim sem þekkja mig vel.

Nú er allt að verða vitlaust í Líbýu. Áður í Egyptalandi og víðar. Hvar endar þetta? Ég get sagt ykkur það. Bensínverð mun rjúka upp (5 - 600 kr. pr. líter) og jafnvel í Bandaríkjunum mun bensínverð fara að nálgast verð annars staðar. Lýðræðið mun sigra. Lífskjör á Vesturlöndum verða lakari. Síðan mun allt fara í svipað far og var. Náttúruhamfarir munu taka fyrsta sæti sem fréttaefni og svo mun röðin koma að svörtu Afríku. Þá verð ég dauður.

Ég er með þeim ósköpum gerður að ég get ekki án bókasafna verið. Fyrrum átti ég erfitt með að muna eftir að skila bókum en það er liðin tíð. Takist mér ekki að lesa þær bækur sem ég fæ lánaðar tek ég þær bara að láni aftur. Og enn aftur ef með þarf.

Mér er ráðlagt að blogga sjaldnar og hætta þessu væli. Það er að vonum. Þó ég þurfi að lesa þessi ósköp og það jafnvel oft til að ganga úr skugga um að þetta sé sæmilega gert þá er ekki þar með sagt að aðrir þurfi að gera það. Hér með er þeim gefið frí sem eru hálfleiðir á þessu jukki.

Sé að Tenerife-myndirnar ætla að endast mér eitthvað. Það er gott. Grámyglan hér er ekki vinveitt ljósmyndum. Rigningarsúldin ekki heldur. Þegar vorið fer að bæra á sér er samt fátt sem jafnast á við ástandið hér, ljósmyndalega séð.

„Eru ALLIR svona vitlausir nema öfgamenn Heimssýnar og Páll Vilhjálmsson?" Páll Blöndal ræðir ESB og spyr svona. Ég held að málið sé aðeins flóknara en þetta og þeir séu fleiri sem andvígir eru inngöngu í ESB. Kannski er andstaða þeirra tómur misskilningur en áreiðanlega er það ekki vegna þess að þeir séu vitlausari en aðrir. Það er einfaldlega ekki hægt að ræða þessi mál á þvílíkum nótum sem hér er gert. Yfirleitt finnst mér andstæðingar ESB eiga fleiri svona hjákátlegar fullyrðingar en ef til vill finnst öðrum það ekki. Að tengja saman Icesave málið og aðild að ESB á þann hátt sem hollenskur þingmaður nokkur og einhverjir aðrir virðast gera er og fásinna hin mesta.

IMG 4557Don Quixote á verði.


Bloggfærslur 24. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband